Okkar veikasta fólk Björn M. Sigurjónsson skrifar 11. september 2012 06:00 Þriðjudaginn 11. september verða haldnir minningartónleikar um mann sem lést á götum Reykjavíkur. Maðurinn var langt leiddur af áfengis- og vímuefnafíkn, lífshættulegum sjúkdómi sem kalla má faraldur í íslensku samfélagi. Af kynslóð fimmtán ára Íslendinga eru níu prósent líkur á því að stúlkur muni leita sér meðferðar einhvern tíma á ævinni. Líkurnar á því að drengir leiti sér meðferðar eru mun hærri eða átján prósent. Af núlifandi Íslendingum, fimmtán ára og eldri, hafa rúmlega sjö prósent komið til meðferðar hjá SÁÁ. Um leið og við minnumst þessa manns er ástæða til að beina sjónum að þeim viðhorfum samfélagsins sem valda því að fárveiku fólki er úthýst og það gert að utangarðsfólki. Á götum Reykjavíkur er talið að séu um 50-70 manns sem eru svo veikir af áfengis- og fíknisjúkdómum að þeir hafa litla von um að ná bata. Þeir búa utangarðs, ekki sakir þess hvernig sjúkdómurinn hefur leikið þá, heldur vegna þess að samfélagið hefur hafnað þeim, úthýst þeim og gert þeim ókleift að lifa og búa meðal manna. Hindrun þeirra til samfélagsins býr ekki í sjúkdómnum heldur viðbrögðum samfélagsins við sjúkdómseinkennum áfengis- og vímuefnafíknar. Úthýsingin er grundvölluð á þeirri almennu en röngu skoðun að þessir langveiku einstaklingar hafi haft einhvers konar val um „þá leið sem þeir kusu sér“, eða „ekki haft styrk og heiðarleika til þess að snúa við blaðinu“. Með úthýsingu finni þeir hversu harkalegt það er að vera utangarðs svo þeir sjái að sér og taki lækningu. Þessi aðferð er fáheyrð við meðferð annarra sjúkdóma. Þá hefur örlað á þeirri „lausn“ að gera þeim skýli, færa þá úr sjónmáli almennings, aðferð sem ber nokkurn blæ af viðhorfum fyrri alda gagnvart holdsveikum og berklasjúkum. Áfengis- og fíknisjúkdómar leggjast misþungt á einstaklinga, sumir verða lífshættulega veikir hratt en hjá öðrum getur sjúkdómurinn þróast á löngum tíma. Sjúkdómseinkenni langdrukkinna einstaklinga geta gert þá erfiða viðskiptis, dómgreind þeirra er brostin, hugsun óskýr og hegðun þeirra erfið fyrir almenning að fást við. En svo er einnig um marga aðra sjúkdóma. Það afsakar ekki það viðhorf að úthýsa veiku fólki og vísa því frá mannlegu samfélagi. Nær væri að yfirvöld og almenningur gengjust við því að okkar veikasta fólk þjáist af sjúkdómi sem heilbrigðisyfirvöldum og félagslegu kerfi ber að meðhöndla sem sjúkdóm en ekki sem valkvæða hegðun. Um leið og við minnumst mannsins sem lést skulum við taka höndum saman um viðhorfsbreytingu gagnvart okkar veikasta fólki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 11. september verða haldnir minningartónleikar um mann sem lést á götum Reykjavíkur. Maðurinn var langt leiddur af áfengis- og vímuefnafíkn, lífshættulegum sjúkdómi sem kalla má faraldur í íslensku samfélagi. Af kynslóð fimmtán ára Íslendinga eru níu prósent líkur á því að stúlkur muni leita sér meðferðar einhvern tíma á ævinni. Líkurnar á því að drengir leiti sér meðferðar eru mun hærri eða átján prósent. Af núlifandi Íslendingum, fimmtán ára og eldri, hafa rúmlega sjö prósent komið til meðferðar hjá SÁÁ. Um leið og við minnumst þessa manns er ástæða til að beina sjónum að þeim viðhorfum samfélagsins sem valda því að fárveiku fólki er úthýst og það gert að utangarðsfólki. Á götum Reykjavíkur er talið að séu um 50-70 manns sem eru svo veikir af áfengis- og fíknisjúkdómum að þeir hafa litla von um að ná bata. Þeir búa utangarðs, ekki sakir þess hvernig sjúkdómurinn hefur leikið þá, heldur vegna þess að samfélagið hefur hafnað þeim, úthýst þeim og gert þeim ókleift að lifa og búa meðal manna. Hindrun þeirra til samfélagsins býr ekki í sjúkdómnum heldur viðbrögðum samfélagsins við sjúkdómseinkennum áfengis- og vímuefnafíknar. Úthýsingin er grundvölluð á þeirri almennu en röngu skoðun að þessir langveiku einstaklingar hafi haft einhvers konar val um „þá leið sem þeir kusu sér“, eða „ekki haft styrk og heiðarleika til þess að snúa við blaðinu“. Með úthýsingu finni þeir hversu harkalegt það er að vera utangarðs svo þeir sjái að sér og taki lækningu. Þessi aðferð er fáheyrð við meðferð annarra sjúkdóma. Þá hefur örlað á þeirri „lausn“ að gera þeim skýli, færa þá úr sjónmáli almennings, aðferð sem ber nokkurn blæ af viðhorfum fyrri alda gagnvart holdsveikum og berklasjúkum. Áfengis- og fíknisjúkdómar leggjast misþungt á einstaklinga, sumir verða lífshættulega veikir hratt en hjá öðrum getur sjúkdómurinn þróast á löngum tíma. Sjúkdómseinkenni langdrukkinna einstaklinga geta gert þá erfiða viðskiptis, dómgreind þeirra er brostin, hugsun óskýr og hegðun þeirra erfið fyrir almenning að fást við. En svo er einnig um marga aðra sjúkdóma. Það afsakar ekki það viðhorf að úthýsa veiku fólki og vísa því frá mannlegu samfélagi. Nær væri að yfirvöld og almenningur gengjust við því að okkar veikasta fólk þjáist af sjúkdómi sem heilbrigðisyfirvöldum og félagslegu kerfi ber að meðhöndla sem sjúkdóm en ekki sem valkvæða hegðun. Um leið og við minnumst mannsins sem lést skulum við taka höndum saman um viðhorfsbreytingu gagnvart okkar veikasta fólki.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar