Er þörf á stefnubreytingu varðandi aðgengi og gjaldtöku? Úlfar Antonsson skrifar 31. ágúst 2012 06:00 Á síðustu tuttugu árum hefur orðið mikil framþróun í fagmennsku í kringum ferðamennsku. Landið er aðgengilegra og auðvelt að ferðast um víðáttur þess. Mikil aukning er í afþreyingu; jeppaferðir, hellaskoðun, „riverrafting", hestaferðir og köfun. Talað er um holskeflu ferðamanna. Innviðir ferðaþjónustu eru víða mjög bágbornir, þörf á úrbótum og nýfjárfestingum. Ásgeir Jónsson hagfræðingur hefur bent á hvernig viðvera ferðamanna bæti nýtingu fastafjármuna, gististaða og samgöngumannvirkja og stuðli að aukinni fjölbreytni í þjónustu á landsbyggðinni. Þeir skila inn í landið nokkur hundruð milljörðum í tekjur á ári. Páll Skúlason heimspekingur segir að hverri kynslóð beri siðferðileg skylda til að hámarka sjálfbæra þróun náttúrunnar án þess að ganga á möguleika komandi kynslóða. Umsjónarmenn auðlindarinnar sem felst í náttúru Íslands hafa lítið aðhafst, hún liggur nú þegar undir skemmdum af völdum hrossa- og sauðfjárbeitar, ferðamanna og virkjana á hálendinu. Það þarf að finna sanngjarna lausn á því hvernig aðgengi innlendra og erlendra ferðamanna verði best tryggt á sama tíma og auðlindinni verði skilað óskemmdri til komandi kynslóða. Undanfarin ár hafa komið fram ýmsar hugmyndir, meðal annars á Alþingi, um gjaldtöku af ferðamönnum til að standa undir viðhaldi á ferðamannastöðum og náttúruvernd. Þær hugnast ekki öllum, enda líta margir svo á að náttúran sé vöggugjöf fólksins og því beri ekki að greiða aðgangseyri til að fá að njóta hennar. Á Norðurlöndum hefur almannarétturinn verið skýr. Í Noregi „friluftsliv", þ.e. rétturinn til frjáls aðgangs að útilífi og náttúrunni. Í Svíþjóð er talað um „allemansrätten", sjálfsögð mannréttindi til náttúrupplifunar. Í þessum löndum er hins vegar gerður greinarmunur á almennum ferðamönnum og fyrirtækjum sem gera út á afþreyingu. Það er ekki endilega sjálfsagt að fyrirtæki bjóði afþreyingu á landi annars aðila án samráðs og greiðslu. Það er mjög mikilvægt að aðgengisréttur sé almennur og án mikilla undantekninga og sömu reglur gildi um innlenda og erlenda ferðamenn. Gjaldtaka í ferðaþjónustu á Íslandi er ekki ný af nálinni. Áður var greitt aðstöðugjald til Ferðafélags Íslands og eigendur í Höfða við Mývatn innheimtu aðgangseyri. Síðar hafa bæst við ýmsir skattar í flugi, sérstakt gistináttagjald og í byrjun næsta árs á að innheimta sérstakt gjald fyrir köfun í Silfru. Þessi þróun er því farin af stað og verður ekki snúið til baka. Ljóst er að við verðum að eyða fjármunum í að efla innviði á ferðamannastöðum, annars er voðinn vís. Rætt hefur verið um skelfilegt ástand salernismála á mörgum stöðum og skort á grunnrannsóknum, sem eru þó forsenda þess að hægt sé að miðla upplýsingum til ferðamanna. Huga þarf að vega- og stígagerð til að tryggja öllum aðgengi að náttúruperlunum. Uppbygging og rekstur mannvirkja skapar atvinnu í héraði. Það má stuðla að fastri búsetu í nánd við náttúruperlur, það skapar aukinn virðisauka inn á þessi svæði. Stefnan á Íslandi hefur verið að ekkert megi gera, ekki megi hrófla við neinu. Við getum hins vegar nýtt okkur reynslu annarra þjóða eins og í þjóðgörðum í Bandaríkjunum og á Nýja-Sjálandi við uppbyggingu á þessum stöðum. Ég tel að mikilvægt sé að að sameina undir eitt auðkenni alla þjóðgarða og vernduð svæði, það getur verið Þjóðgarðar Íslands. Í Skaftafelli voru 32% aðspurðra erlendra ferðamanna reiðubúin að borga aðgangseyri, þegar ekki var tilgreint hvað ætti að gera við peningana, en 70% þegar upplýst var að þeir yrðu notaðir til uppbyggingar og verndunar svæðanna. Mikill meirihluti svarenda, 83%, vildi að hugsanlegur aðgangseyrir rynni í að viðhalda hinu ósnortna víðerni. Ferðamenn virðast tilbúnir að greiða á bilinu 500 – 700 kr. í aðgangseyri án þess að það hafi áhrif á kauphegðun þeirra. Ef rétt er haldið á þessum málum, þau vel skilgreind og kynnt, þá virðist í lagi að taka upp gjaldtöku að náttúruperlum. Reynslan sýnir að huga þarf að sérstakri gjaldtöku fyrir þá sem taka þátt í afþreyingu. Markmið gjaldtökunnar er að viðhalda landsins gæðum fyrir framtíðarkynslóðir Íslands og hugsanlega í einhverjum tilvikum stuðla að takmörkun aðgangs að ákveðnum svæðum eða afþreyingu sem taki mið af þolmörkum svæða. Án þess að fara út í nákvæma útlistun, þá eru grunnforsendur í mínum tillögum eftirfarandi; Allir greiði aðgangseyri, ekki gerður munur á Íslendingum og erlendum ferðamönnum. Grunngjald þjónustu verði 750 kr. á mann. Afslættir eftir eðli heimsóknar, innlendir og erlendir skólahópar þurfa ekki að greiða. Sérstakt gjald verði tekið af afþreyingu. Erlendir ferðamenn geta greitt í gegnum ferðapakka eða eftir komu til landsins. Íslendingar kaupi sér kort á svipaðan hátt og veiðikortið. Ferðamenn, innlendir og erlendir, eru ekki tilbúnir að greiða gjald ef ekkert kemur á móti. Til að hægt sé að réttlæta gjaldtöku verður að tryggja aðgengi. Tekjurnar verði í framtíðinni notaðar til að tryggja innviðina. Til að byrja með mætti nota þessar auknu tekjur til að kaupa upp friðuð svæði, til dæmis Geysi, Gullfoss og svæði við Mývatn. Síðan hefjist markviss uppbygging sem bætir ímynd landsins, eykur þekkingu okkar á þessum stöðum og nýjasta tækni verður notuð til að miðla þekkingu til ferðamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Sjá meira
Á síðustu tuttugu árum hefur orðið mikil framþróun í fagmennsku í kringum ferðamennsku. Landið er aðgengilegra og auðvelt að ferðast um víðáttur þess. Mikil aukning er í afþreyingu; jeppaferðir, hellaskoðun, „riverrafting", hestaferðir og köfun. Talað er um holskeflu ferðamanna. Innviðir ferðaþjónustu eru víða mjög bágbornir, þörf á úrbótum og nýfjárfestingum. Ásgeir Jónsson hagfræðingur hefur bent á hvernig viðvera ferðamanna bæti nýtingu fastafjármuna, gististaða og samgöngumannvirkja og stuðli að aukinni fjölbreytni í þjónustu á landsbyggðinni. Þeir skila inn í landið nokkur hundruð milljörðum í tekjur á ári. Páll Skúlason heimspekingur segir að hverri kynslóð beri siðferðileg skylda til að hámarka sjálfbæra þróun náttúrunnar án þess að ganga á möguleika komandi kynslóða. Umsjónarmenn auðlindarinnar sem felst í náttúru Íslands hafa lítið aðhafst, hún liggur nú þegar undir skemmdum af völdum hrossa- og sauðfjárbeitar, ferðamanna og virkjana á hálendinu. Það þarf að finna sanngjarna lausn á því hvernig aðgengi innlendra og erlendra ferðamanna verði best tryggt á sama tíma og auðlindinni verði skilað óskemmdri til komandi kynslóða. Undanfarin ár hafa komið fram ýmsar hugmyndir, meðal annars á Alþingi, um gjaldtöku af ferðamönnum til að standa undir viðhaldi á ferðamannastöðum og náttúruvernd. Þær hugnast ekki öllum, enda líta margir svo á að náttúran sé vöggugjöf fólksins og því beri ekki að greiða aðgangseyri til að fá að njóta hennar. Á Norðurlöndum hefur almannarétturinn verið skýr. Í Noregi „friluftsliv", þ.e. rétturinn til frjáls aðgangs að útilífi og náttúrunni. Í Svíþjóð er talað um „allemansrätten", sjálfsögð mannréttindi til náttúrupplifunar. Í þessum löndum er hins vegar gerður greinarmunur á almennum ferðamönnum og fyrirtækjum sem gera út á afþreyingu. Það er ekki endilega sjálfsagt að fyrirtæki bjóði afþreyingu á landi annars aðila án samráðs og greiðslu. Það er mjög mikilvægt að aðgengisréttur sé almennur og án mikilla undantekninga og sömu reglur gildi um innlenda og erlenda ferðamenn. Gjaldtaka í ferðaþjónustu á Íslandi er ekki ný af nálinni. Áður var greitt aðstöðugjald til Ferðafélags Íslands og eigendur í Höfða við Mývatn innheimtu aðgangseyri. Síðar hafa bæst við ýmsir skattar í flugi, sérstakt gistináttagjald og í byrjun næsta árs á að innheimta sérstakt gjald fyrir köfun í Silfru. Þessi þróun er því farin af stað og verður ekki snúið til baka. Ljóst er að við verðum að eyða fjármunum í að efla innviði á ferðamannastöðum, annars er voðinn vís. Rætt hefur verið um skelfilegt ástand salernismála á mörgum stöðum og skort á grunnrannsóknum, sem eru þó forsenda þess að hægt sé að miðla upplýsingum til ferðamanna. Huga þarf að vega- og stígagerð til að tryggja öllum aðgengi að náttúruperlunum. Uppbygging og rekstur mannvirkja skapar atvinnu í héraði. Það má stuðla að fastri búsetu í nánd við náttúruperlur, það skapar aukinn virðisauka inn á þessi svæði. Stefnan á Íslandi hefur verið að ekkert megi gera, ekki megi hrófla við neinu. Við getum hins vegar nýtt okkur reynslu annarra þjóða eins og í þjóðgörðum í Bandaríkjunum og á Nýja-Sjálandi við uppbyggingu á þessum stöðum. Ég tel að mikilvægt sé að að sameina undir eitt auðkenni alla þjóðgarða og vernduð svæði, það getur verið Þjóðgarðar Íslands. Í Skaftafelli voru 32% aðspurðra erlendra ferðamanna reiðubúin að borga aðgangseyri, þegar ekki var tilgreint hvað ætti að gera við peningana, en 70% þegar upplýst var að þeir yrðu notaðir til uppbyggingar og verndunar svæðanna. Mikill meirihluti svarenda, 83%, vildi að hugsanlegur aðgangseyrir rynni í að viðhalda hinu ósnortna víðerni. Ferðamenn virðast tilbúnir að greiða á bilinu 500 – 700 kr. í aðgangseyri án þess að það hafi áhrif á kauphegðun þeirra. Ef rétt er haldið á þessum málum, þau vel skilgreind og kynnt, þá virðist í lagi að taka upp gjaldtöku að náttúruperlum. Reynslan sýnir að huga þarf að sérstakri gjaldtöku fyrir þá sem taka þátt í afþreyingu. Markmið gjaldtökunnar er að viðhalda landsins gæðum fyrir framtíðarkynslóðir Íslands og hugsanlega í einhverjum tilvikum stuðla að takmörkun aðgangs að ákveðnum svæðum eða afþreyingu sem taki mið af þolmörkum svæða. Án þess að fara út í nákvæma útlistun, þá eru grunnforsendur í mínum tillögum eftirfarandi; Allir greiði aðgangseyri, ekki gerður munur á Íslendingum og erlendum ferðamönnum. Grunngjald þjónustu verði 750 kr. á mann. Afslættir eftir eðli heimsóknar, innlendir og erlendir skólahópar þurfa ekki að greiða. Sérstakt gjald verði tekið af afþreyingu. Erlendir ferðamenn geta greitt í gegnum ferðapakka eða eftir komu til landsins. Íslendingar kaupi sér kort á svipaðan hátt og veiðikortið. Ferðamenn, innlendir og erlendir, eru ekki tilbúnir að greiða gjald ef ekkert kemur á móti. Til að hægt sé að réttlæta gjaldtöku verður að tryggja aðgengi. Tekjurnar verði í framtíðinni notaðar til að tryggja innviðina. Til að byrja með mætti nota þessar auknu tekjur til að kaupa upp friðuð svæði, til dæmis Geysi, Gullfoss og svæði við Mývatn. Síðan hefjist markviss uppbygging sem bætir ímynd landsins, eykur þekkingu okkar á þessum stöðum og nýjasta tækni verður notuð til að miðla þekkingu til ferðamanna.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun