Hver bað um þetta? Sigurður Garðarsson skrifar 30. ágúst 2012 06:00 Það var heldur óskemmtilegt fyrir okkur sem starfað höfum um árabil við Ingólfstorg að skoða svonefnda verðlaunatillögu að breyttu skipulagi torgsins og nágrenni þess og sjá að búið er að þurrka okkur hreinlega út! Fjölda starfsfólks, eigenda og fjölskyldna er eðlilega brugðið, fólks sem byggir afkomu sína á þeim veitingarekstri sem starfræktur er við norðanvert torgið. Og spurt er: Hver bað um þetta? Hverjum er eiginlega verið að þjóna með þessu brölti öllu? Alltént ekki þeim sem búa eða starfa við Ingólfstorg. Svo mikið er víst. Þeim er einnig spurn, sem lagt hafa leið sína að Ingólfstorgi í sumar. Sjaldan – ef nokkru sinni – hefur mannlíf staðið þar í jafn miklum blóma og eftir að rekstraraðilar tóku sig saman um að fóstra torgið, koma þar á fót „Ylströnd Ingólfs" með tilheyrandi sólbekkjum, grasbala, litríkum húsgögnum og viðburðahaldi. Risaskjá hefur einnig verið komið fyrir við torgið þar sem fjöldi hefur safnast saman og notið afþreyingar dag eftir dag, viku eftir viku. Verslun og veitingarekstur hefur og verið með albesta móti. Fjölmiðlar hafa verið duglegir við að birta myndir af iðandi mannlífinu á þessu margumrædda torgi sem einnig var miðpunktur jólahalds og hátíðarviðburða um síðustu jól. Mannlífið það sem af er sumri hefur enda verið með eindæmum líflegt og myndirnar tala sínu máli. Rétt er í þessu samhengi að minna á enska málsháttinn: „If it ain't broke, don"t fix it!" Fiktum ekki í því sem ekki þarfnast viðgerðar. Óþarfa fikt eykur til muna hættuna á bilun. Okkar krafa er einföld: Látum Ingólfstorg í friði! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Stórar ákvarðanir Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Löglegt skutl Fastir pennar Mein í meinum Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Fleygurinn Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Grundvallarreglur Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Samstarf Norðurlanda Davíð Stefánsson Skoðun Framtíðin er hér Sara McMahon Bakþankar Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það var heldur óskemmtilegt fyrir okkur sem starfað höfum um árabil við Ingólfstorg að skoða svonefnda verðlaunatillögu að breyttu skipulagi torgsins og nágrenni þess og sjá að búið er að þurrka okkur hreinlega út! Fjölda starfsfólks, eigenda og fjölskyldna er eðlilega brugðið, fólks sem byggir afkomu sína á þeim veitingarekstri sem starfræktur er við norðanvert torgið. Og spurt er: Hver bað um þetta? Hverjum er eiginlega verið að þjóna með þessu brölti öllu? Alltént ekki þeim sem búa eða starfa við Ingólfstorg. Svo mikið er víst. Þeim er einnig spurn, sem lagt hafa leið sína að Ingólfstorgi í sumar. Sjaldan – ef nokkru sinni – hefur mannlíf staðið þar í jafn miklum blóma og eftir að rekstraraðilar tóku sig saman um að fóstra torgið, koma þar á fót „Ylströnd Ingólfs" með tilheyrandi sólbekkjum, grasbala, litríkum húsgögnum og viðburðahaldi. Risaskjá hefur einnig verið komið fyrir við torgið þar sem fjöldi hefur safnast saman og notið afþreyingar dag eftir dag, viku eftir viku. Verslun og veitingarekstur hefur og verið með albesta móti. Fjölmiðlar hafa verið duglegir við að birta myndir af iðandi mannlífinu á þessu margumrædda torgi sem einnig var miðpunktur jólahalds og hátíðarviðburða um síðustu jól. Mannlífið það sem af er sumri hefur enda verið með eindæmum líflegt og myndirnar tala sínu máli. Rétt er í þessu samhengi að minna á enska málsháttinn: „If it ain't broke, don"t fix it!" Fiktum ekki í því sem ekki þarfnast viðgerðar. Óþarfa fikt eykur til muna hættuna á bilun. Okkar krafa er einföld: Látum Ingólfstorg í friði!
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar