Endurhæfing heyrnarskertra Kristbjörg Gunnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2012 06:00 Samkvæmt könnun frá 2011, sem lögð var fyrir heyrnarfræðinga í Svíþjóð, Noregi og á Íslandi, bendir margt til þess að íslenskir heyrnarfræðingar séu fastari í tæknihugsun en kollegar þeirra í Svíþjóð og Noregi. Ástæða þess getur verið margþætt en helst ber að nefna óskýrt lagaumhverfi í þessum málaflokki. Bæði í Svíþjóð og í Noregi er regluverk mun skýrara hvað varðar endurhæfingu heyrnarskertra en á Íslandi. Í Svíþjóð hafa hagsmunasamtök heyrnarlausra og heyrnarskertra til að mynda lagt fram skýra hugmynd um alla þá þætti sem mikilvægir eru við endurhæfinguna (Sjá www.hrf.se). Samkvæmt þeirri hugmynd er mikilvægt að endurhæfingin byggist á ýmsum öðrum þáttum en notkun heyrnartækja. Heyrnarskerðing sem á rætur að rekja til innra eyrans flokkast undir krónískan (ólæknanlegan) sjúkdóm. Í innra eyranu eru tugir þúsunda af litlum hárfrumum sem gegna því hlutverki að breyta hljóðbylgjum í rafboð sem síðan berast með heyrnartauginni upp í heila. Þegar hárfrumurnar deyja hætta þær að geta sent þessi rafboð. Krónískir sjúkdómar eiga það sameiginlegt að breyta lífsgæðum og lífsformi einstaklinga og þá oft til frambúðar. Endurhæfing heyrnarskertra á að fela í sér margþættar aðgerðir sem allar eiga að bæta stöðu hins heyrnarskerta í samfélaginu og stuðla að því að hann læri að lifa með heyrnarskerðingunni. Aðgerðirnar eiga að vera einstaklingsmiðaðar og leiða til þess að einstaklingurinn verði sjálfstæður og virkur þátttakandi í samfélaginu. Í gegnum tíðina hefur endurhæfing heyrnarskertra einstaklinga, bæði hér á landi og erlendis, í meginatriðum falist í notkun á heyrnartækjum og öðrum hjálpartækjum. Sú hugsun er að breytast hratt og áherslan á heildræna endurhæfingu er að ryðja sér til rúms á mörgum stöðum. Í sænskum lögum stendur til að mynda að sjúklingar eigi rétt á endurhæfingu sem byggð sé á heildstæðri sýn. Einstaklingsmiðuð endurhæfing sem samanstendur af félagslegum, sálfræðilegum, læknisfræðilegum og tæknilegum inngripum, þar sem sjúklingurinn tekur virkan þátt í endurhæfingu, er bundin í lög. Þegar heyrnarskertur einstaklingur leitar sér aðstoðar á samkvæmt lögum að gera endurhæfingaráætlun fyrir hann þar sem heyrnarfræðingurinn og hinn heyrnarskerti setja í sameiningu niður raunhæf markmið. Norsk viðtalsrannsókn, sem var gerð í 15 sveitarfélögum árið 2006, sýnir að einstaklingum sem unnið var með í einstaklingsbundinni endurhæfingaráætlun fannst að þeir hefðu meiri stjórn á lífi sínu. Í íslenskri löggjöf er ekki skýrt kveðið á um einstaklingsbundna endurhæfingaráætlun fyrir þá sem búa við heyrnarskerðingu. Umfjöllun um endurhæfingu heyrnarskertra og mikilvægi hennar er af skornum skammti. Á Íslandi hefur fyrst og fremst verið lagt upp úr notkun heyrnartækja sem er vissulega mikilvægur þáttur í endurhæfingunni en getur ekki staðið einn og sér. Það að láta einstakling fá heyrnartæki án frekari endurhæfingar og stuðnings er eins og að láta einstakling fá gervifót án þess að þjálfa hann í að nota hann. Heyrnartæki gefa einstaklingum með heyrnarskerðingu ekki eðlilega heyrn og það tekur oft langan tíma að aðlagast þeim. Því er nauðsynlegt að grípa til annarra skipulagðra aðgerða samhliða því að nota heyrnartæki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Samkvæmt könnun frá 2011, sem lögð var fyrir heyrnarfræðinga í Svíþjóð, Noregi og á Íslandi, bendir margt til þess að íslenskir heyrnarfræðingar séu fastari í tæknihugsun en kollegar þeirra í Svíþjóð og Noregi. Ástæða þess getur verið margþætt en helst ber að nefna óskýrt lagaumhverfi í þessum málaflokki. Bæði í Svíþjóð og í Noregi er regluverk mun skýrara hvað varðar endurhæfingu heyrnarskertra en á Íslandi. Í Svíþjóð hafa hagsmunasamtök heyrnarlausra og heyrnarskertra til að mynda lagt fram skýra hugmynd um alla þá þætti sem mikilvægir eru við endurhæfinguna (Sjá www.hrf.se). Samkvæmt þeirri hugmynd er mikilvægt að endurhæfingin byggist á ýmsum öðrum þáttum en notkun heyrnartækja. Heyrnarskerðing sem á rætur að rekja til innra eyrans flokkast undir krónískan (ólæknanlegan) sjúkdóm. Í innra eyranu eru tugir þúsunda af litlum hárfrumum sem gegna því hlutverki að breyta hljóðbylgjum í rafboð sem síðan berast með heyrnartauginni upp í heila. Þegar hárfrumurnar deyja hætta þær að geta sent þessi rafboð. Krónískir sjúkdómar eiga það sameiginlegt að breyta lífsgæðum og lífsformi einstaklinga og þá oft til frambúðar. Endurhæfing heyrnarskertra á að fela í sér margþættar aðgerðir sem allar eiga að bæta stöðu hins heyrnarskerta í samfélaginu og stuðla að því að hann læri að lifa með heyrnarskerðingunni. Aðgerðirnar eiga að vera einstaklingsmiðaðar og leiða til þess að einstaklingurinn verði sjálfstæður og virkur þátttakandi í samfélaginu. Í gegnum tíðina hefur endurhæfing heyrnarskertra einstaklinga, bæði hér á landi og erlendis, í meginatriðum falist í notkun á heyrnartækjum og öðrum hjálpartækjum. Sú hugsun er að breytast hratt og áherslan á heildræna endurhæfingu er að ryðja sér til rúms á mörgum stöðum. Í sænskum lögum stendur til að mynda að sjúklingar eigi rétt á endurhæfingu sem byggð sé á heildstæðri sýn. Einstaklingsmiðuð endurhæfing sem samanstendur af félagslegum, sálfræðilegum, læknisfræðilegum og tæknilegum inngripum, þar sem sjúklingurinn tekur virkan þátt í endurhæfingu, er bundin í lög. Þegar heyrnarskertur einstaklingur leitar sér aðstoðar á samkvæmt lögum að gera endurhæfingaráætlun fyrir hann þar sem heyrnarfræðingurinn og hinn heyrnarskerti setja í sameiningu niður raunhæf markmið. Norsk viðtalsrannsókn, sem var gerð í 15 sveitarfélögum árið 2006, sýnir að einstaklingum sem unnið var með í einstaklingsbundinni endurhæfingaráætlun fannst að þeir hefðu meiri stjórn á lífi sínu. Í íslenskri löggjöf er ekki skýrt kveðið á um einstaklingsbundna endurhæfingaráætlun fyrir þá sem búa við heyrnarskerðingu. Umfjöllun um endurhæfingu heyrnarskertra og mikilvægi hennar er af skornum skammti. Á Íslandi hefur fyrst og fremst verið lagt upp úr notkun heyrnartækja sem er vissulega mikilvægur þáttur í endurhæfingunni en getur ekki staðið einn og sér. Það að láta einstakling fá heyrnartæki án frekari endurhæfingar og stuðnings er eins og að láta einstakling fá gervifót án þess að þjálfa hann í að nota hann. Heyrnartæki gefa einstaklingum með heyrnarskerðingu ekki eðlilega heyrn og það tekur oft langan tíma að aðlagast þeim. Því er nauðsynlegt að grípa til annarra skipulagðra aðgerða samhliða því að nota heyrnartæki.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun