Aðildarviðræður – endatafl Björgvin G. Sigurðsson skrifar 27. ágúst 2012 06:00 Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið hafa gengið vel og hratt fyrir sig. Í sögulegum samanburði þá hefur ekkert land lokið viðræðum og þjóðaratkvæði um samning á skemmri tíma en fjórum árum. Það var í sambærilegum tilfellum þar sem um EES-þjóðirnar Svíþjóð og Finnland var að ræða. Vissulega bundu margir vonir við að viðræðum yrði að fullu lokið fyrir þingkosningar vorið 2013. Ljóst er að svo verður ekki en allar útlínur stóru kaflanna munu samt án efa liggja fyrir. Það er afstaðan í sjávarútvegsmálum, landbúnaði og peningamálum. Auðvitað skiptir það ekki meginmáli nákvæmlega hve marga mánuði aðildarviðræður taka heldur hver niðurstaða þeirra er. Óhemjumiklir hagsmunir eru undir. Þeir mestu í seinni tíma sögu lýðveldisins. Enda samið um að því er virðist eina raunhæfa möguleikann á því að koma upp traustri og stöðugri umgjörð gjaldeyrismála þjóðarinnar frá því afleita fyrirkomulagi sem við búum við nú og hefur kostað þjóðina gríðarlega mikið. Um leið skiptir það meginmáli að ná góðum samningum hvað varðar auðlindanýtingu, sjávarútveginn og landbúnaðinn. Án þess að takist að verja stöðu landbúnaðarins og finna leiðir til að sækja fram á nýjum sviðum í skjóli landnýtingarstyrkja í stað framleiðslutengds stuðnings er ólíklegt að þjóðin samþykki aðildina. Nú er endatafl aðildarviðræðnanna hafið. Sest er að samningum á mikilvægustu og þyngstu köflunum. Því er einkar mikilvægt að samninganefndin fái frið til þess að ljúka þeim störfum, enda hagsmunirnir af því að ná góðum samningi fyrir íslenska almannahagsmuni ómældir. Því eru upphlaup og efasemdir um bakland viðræðnanna einkar skaðlegar nú þegar mest á reynir á lokasprettinum. Gefum fólkinu frið til þess að ljúka störfum sínum. Umsókn Alþingis um aðild landsins að ESB stendur enda óhögguð. Þá er þess skemmst að minnast að Alþingi hafnaði tillögu á þinginu fyrr á þessu ári að slíta viðræðum. Þar var umboð samninganefndarinnar endurnýjað með afdráttarlausum hætti. Í júlí árið 2009 var samþykkt að sækja um aðild með atkvæðum þingmanna úr öllum flokkum á Alþingi. Stjórnarflokkarnir höfðu einir og sér ekki atkvæðaafl til þess að samþykkja aðildarumsókn. Til þess voru of margir þingmenn VG á móti því. Málið hafði hins vegar breiðari stuðning sem betur fer enda á ekki að troða þetta mikilvæga mál niður í skotgröfum flokkastjórnmálanna. Til þess er það allt of mikilvægt. Stærstu álitaefnin í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið eru að tryggja að Ísland haldi fullum yfirráðum yfir fiskimiðunum, helst með sérstöku fiskveiðistjórnarsvæði. Skapa landbúnaðinum og landsbyggðinni traustan stuðning til að mæta afnámi tollverndarinnar og semja um tengingu krónu við evru í kjölfar aðildar að ESB. Gangi þetta fram er góður samningur í höfn. Önnur samningsatriði eru léttari vegna aukaaðildar okkar að sambandinu í gegnum EES-samninginn. Hvort við berum gæfu til að yfirgefa það meingallaða fyrirkomulag sem EES er með því að gerast aðilar að ESB kemur í ljós í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning. Þá ræður þjóðin því sjálf hvort við köstum af okkur krónuhlekkjunum með því að taka upp umgjörð peningamála sem skýtur traustum stoðum undir íslenskt samfélag og varnar þar með komandi kynslóðum frá kollsteypum og gengisfellingum fortíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið hafa gengið vel og hratt fyrir sig. Í sögulegum samanburði þá hefur ekkert land lokið viðræðum og þjóðaratkvæði um samning á skemmri tíma en fjórum árum. Það var í sambærilegum tilfellum þar sem um EES-þjóðirnar Svíþjóð og Finnland var að ræða. Vissulega bundu margir vonir við að viðræðum yrði að fullu lokið fyrir þingkosningar vorið 2013. Ljóst er að svo verður ekki en allar útlínur stóru kaflanna munu samt án efa liggja fyrir. Það er afstaðan í sjávarútvegsmálum, landbúnaði og peningamálum. Auðvitað skiptir það ekki meginmáli nákvæmlega hve marga mánuði aðildarviðræður taka heldur hver niðurstaða þeirra er. Óhemjumiklir hagsmunir eru undir. Þeir mestu í seinni tíma sögu lýðveldisins. Enda samið um að því er virðist eina raunhæfa möguleikann á því að koma upp traustri og stöðugri umgjörð gjaldeyrismála þjóðarinnar frá því afleita fyrirkomulagi sem við búum við nú og hefur kostað þjóðina gríðarlega mikið. Um leið skiptir það meginmáli að ná góðum samningum hvað varðar auðlindanýtingu, sjávarútveginn og landbúnaðinn. Án þess að takist að verja stöðu landbúnaðarins og finna leiðir til að sækja fram á nýjum sviðum í skjóli landnýtingarstyrkja í stað framleiðslutengds stuðnings er ólíklegt að þjóðin samþykki aðildina. Nú er endatafl aðildarviðræðnanna hafið. Sest er að samningum á mikilvægustu og þyngstu köflunum. Því er einkar mikilvægt að samninganefndin fái frið til þess að ljúka þeim störfum, enda hagsmunirnir af því að ná góðum samningi fyrir íslenska almannahagsmuni ómældir. Því eru upphlaup og efasemdir um bakland viðræðnanna einkar skaðlegar nú þegar mest á reynir á lokasprettinum. Gefum fólkinu frið til þess að ljúka störfum sínum. Umsókn Alþingis um aðild landsins að ESB stendur enda óhögguð. Þá er þess skemmst að minnast að Alþingi hafnaði tillögu á þinginu fyrr á þessu ári að slíta viðræðum. Þar var umboð samninganefndarinnar endurnýjað með afdráttarlausum hætti. Í júlí árið 2009 var samþykkt að sækja um aðild með atkvæðum þingmanna úr öllum flokkum á Alþingi. Stjórnarflokkarnir höfðu einir og sér ekki atkvæðaafl til þess að samþykkja aðildarumsókn. Til þess voru of margir þingmenn VG á móti því. Málið hafði hins vegar breiðari stuðning sem betur fer enda á ekki að troða þetta mikilvæga mál niður í skotgröfum flokkastjórnmálanna. Til þess er það allt of mikilvægt. Stærstu álitaefnin í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið eru að tryggja að Ísland haldi fullum yfirráðum yfir fiskimiðunum, helst með sérstöku fiskveiðistjórnarsvæði. Skapa landbúnaðinum og landsbyggðinni traustan stuðning til að mæta afnámi tollverndarinnar og semja um tengingu krónu við evru í kjölfar aðildar að ESB. Gangi þetta fram er góður samningur í höfn. Önnur samningsatriði eru léttari vegna aukaaðildar okkar að sambandinu í gegnum EES-samninginn. Hvort við berum gæfu til að yfirgefa það meingallaða fyrirkomulag sem EES er með því að gerast aðilar að ESB kemur í ljós í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning. Þá ræður þjóðin því sjálf hvort við köstum af okkur krónuhlekkjunum með því að taka upp umgjörð peningamála sem skýtur traustum stoðum undir íslenskt samfélag og varnar þar með komandi kynslóðum frá kollsteypum og gengisfellingum fortíðar.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar