Byrjum upp á nýtt Guðmundur Franklín Jónsson skrifar 22. ágúst 2012 06:00 Ljóst er að stjórnvöld ætla ekki að taka á skuldavanda heimilanna og leiðrétta og afnema hugsanlega ólögmæta verðtryggingu á neyslu- og húsnæðislánum. Á málstofu Seðlabankans nýlega kom fram að 110% leiðin hefur eingöngu bjargað nokkur hundruð heimilum og því gjörsamlega mislukkast eins og allar aðrar leiðir stjórnvalda til þess að leysa skuldavanda heimilanna. Alvarlegum vanskilum heldur áfram að fjölga og um tuttugu og sjö þúsund einstaklingar eru í alvarlegum vanskilum og hafa aldrei verið fleiri. Fjöldi fasteigna sem seldar eru á nauðungarsölu hefur margfaldast á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Ekkert lát er á þessari þróun samkvæmt tölum Creditinfo og uppboðsmálum mun fjölga verulega og nauðungarsölum hvergi nærri að ljúka. Yfir 60 þúsund landsmanna eru í hættu á félagslegri einangrun og rúmlega helmingur íslenskra heimila á í erfiðleikum með að ná endum saman.Almenningur plataður Ólögmæti verðtryggingarinnar gæti fallið í dómsmáli eins og gengistryggingin. Líkurnar á því hafa aukist eftir að bann við sölu á afleiðum til einstaklinga var lögfest. Ef það gerist er ríkið gjaldþrota. Viljum við taka þá áhættu? Reyndar er það ekki bara spurningin um verðtryggingu sem gerir venjulegt íslenskt neytendalán svona fáránlegt. Sú aðferð sem byggt hefur verið á að leggja verðbólgu við höfuðstól og spólast upp ár frá ári sem vaxtavextir er svo fáránleg að sá sem kokkaði það upp ætti að vera á bak við lás og slá. Það var oft talað um það áður, að verðbólgan hefði eyðilagt ákvarðanir í efnahagslífinu, gert rangar ákvarðanir að réttum fyrir þann sem í hlut átti þótt samfélagið tapaði. Verðtryggðu jafngreiðslulánin gegna nú svipuðu hlutverki. Fólk er afsiðað varðandi fjárhagslega ábyrgð, því það hefur reynt á eigin skinni að höfuðstóll lána hækkar og hækkar þótt það borgi lánin. Fólk getur verið fast í misgengi vegna launa sem héldu ekki í við verðlagsþróun og skildi aldrei útreikningsaðferðina á lánum sínum sem verður aldrei annað en endalaust rugl. Stjórnvöld hafa allt of lengi lokað augunum fyrir því að núverandi kerfi felur í sér óásættanlega áhættu fyrir almenning af atburðum sem hann hefur ekkert yfir að segja. Almenningur hefur verið plataður út í skuldafen sem hann ræður ekkert við.Langþráð fjármálaöryggi Við megum ekki gleyma því að fólkið í landinu horfir til okkar sem bjóðum okkur fram til stjórnmálastarfa – með von um betri framtíð. Okkar skylda er að rísa undir þeim væntingum. Stuðla að betri framtíð, betri lífskjörum og hugsa í lausnum. En ekki leggja stein í götu alls sem til framfara horfir. Efnahagslífið er einn vefur og starfsskilyrði atvinnulífs og lífskjör fólksins eru samofin. Hernaður stjórnvalda gegn heimilum og atvinnulífi landsins er hernaður gegn lífskjörum þjóðarinnar. Íslenskar fjölskyldur verða að fá það sem þeim ber með afnámi verðtryggingar á neytendalánum og er það skylda íslenskra stjórnmálamanna að koma þessum málum í örugga höfn ekki seinna en strax. Nýja stjórnmálahreyfingin Hægri grænir, flokkur fólksins er með skýra stefnu í þessum málum, sem og öðrum og vill fara í almenna skuldaleiðréttingu á verðtryggðum húsnæðislánum. Hægt er að lesa um hugmyndir okkar að kynslóðasátt á www.XG.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Ljóst er að stjórnvöld ætla ekki að taka á skuldavanda heimilanna og leiðrétta og afnema hugsanlega ólögmæta verðtryggingu á neyslu- og húsnæðislánum. Á málstofu Seðlabankans nýlega kom fram að 110% leiðin hefur eingöngu bjargað nokkur hundruð heimilum og því gjörsamlega mislukkast eins og allar aðrar leiðir stjórnvalda til þess að leysa skuldavanda heimilanna. Alvarlegum vanskilum heldur áfram að fjölga og um tuttugu og sjö þúsund einstaklingar eru í alvarlegum vanskilum og hafa aldrei verið fleiri. Fjöldi fasteigna sem seldar eru á nauðungarsölu hefur margfaldast á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Ekkert lát er á þessari þróun samkvæmt tölum Creditinfo og uppboðsmálum mun fjölga verulega og nauðungarsölum hvergi nærri að ljúka. Yfir 60 þúsund landsmanna eru í hættu á félagslegri einangrun og rúmlega helmingur íslenskra heimila á í erfiðleikum með að ná endum saman.Almenningur plataður Ólögmæti verðtryggingarinnar gæti fallið í dómsmáli eins og gengistryggingin. Líkurnar á því hafa aukist eftir að bann við sölu á afleiðum til einstaklinga var lögfest. Ef það gerist er ríkið gjaldþrota. Viljum við taka þá áhættu? Reyndar er það ekki bara spurningin um verðtryggingu sem gerir venjulegt íslenskt neytendalán svona fáránlegt. Sú aðferð sem byggt hefur verið á að leggja verðbólgu við höfuðstól og spólast upp ár frá ári sem vaxtavextir er svo fáránleg að sá sem kokkaði það upp ætti að vera á bak við lás og slá. Það var oft talað um það áður, að verðbólgan hefði eyðilagt ákvarðanir í efnahagslífinu, gert rangar ákvarðanir að réttum fyrir þann sem í hlut átti þótt samfélagið tapaði. Verðtryggðu jafngreiðslulánin gegna nú svipuðu hlutverki. Fólk er afsiðað varðandi fjárhagslega ábyrgð, því það hefur reynt á eigin skinni að höfuðstóll lána hækkar og hækkar þótt það borgi lánin. Fólk getur verið fast í misgengi vegna launa sem héldu ekki í við verðlagsþróun og skildi aldrei útreikningsaðferðina á lánum sínum sem verður aldrei annað en endalaust rugl. Stjórnvöld hafa allt of lengi lokað augunum fyrir því að núverandi kerfi felur í sér óásættanlega áhættu fyrir almenning af atburðum sem hann hefur ekkert yfir að segja. Almenningur hefur verið plataður út í skuldafen sem hann ræður ekkert við.Langþráð fjármálaöryggi Við megum ekki gleyma því að fólkið í landinu horfir til okkar sem bjóðum okkur fram til stjórnmálastarfa – með von um betri framtíð. Okkar skylda er að rísa undir þeim væntingum. Stuðla að betri framtíð, betri lífskjörum og hugsa í lausnum. En ekki leggja stein í götu alls sem til framfara horfir. Efnahagslífið er einn vefur og starfsskilyrði atvinnulífs og lífskjör fólksins eru samofin. Hernaður stjórnvalda gegn heimilum og atvinnulífi landsins er hernaður gegn lífskjörum þjóðarinnar. Íslenskar fjölskyldur verða að fá það sem þeim ber með afnámi verðtryggingar á neytendalánum og er það skylda íslenskra stjórnmálamanna að koma þessum málum í örugga höfn ekki seinna en strax. Nýja stjórnmálahreyfingin Hægri grænir, flokkur fólksins er með skýra stefnu í þessum málum, sem og öðrum og vill fara í almenna skuldaleiðréttingu á verðtryggðum húsnæðislánum. Hægt er að lesa um hugmyndir okkar að kynslóðasátt á www.XG.is
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar