Vertu þinn eigin útgefandi Óskar Þór Þráinsson skrifar 15. ágúst 2012 06:00 Bókaútgáfa er mjög öflug á Íslandi. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands koma út fimm titlar á hverja þúsund íbúa á Íslandi. Þetta er um tvöfaldur fjöldi titla miðað við önnur norræn ríki. Bókaþjóðin Ísland les ekki bara mikið heldur er hún einstaklega dugleg í að skrifa. Fyrir utan þá rithöfunda sem vinna við ritstörf skrifa ótal Íslendingar sér til dægrastyttingar hvort sem það eru ljóð, smásögur, myndasögur, skáldsögur í fullri lengd, fræðibækur eða kvikmyndahandrit. Fjöldi handrita berst útgáfufélögum á hverju ári en það er glæpsamlega lítið hlutfall þeirra sem gefið er út á endanum. Þessi handrit lenda því flest ofan í skúffum, rykfalla og gleymast því aðeins stórhuga höfundar fara út í útgáfu. Sú var tíðin að það voru bara tvær leiðir til bókaútgáfu á Íslandi. Það var annaðhvort að komast í gegnum síu bókaútgáfanna í samkeppni við hundruð handrita til þess að fá útgáfusamning eða að leggja sjálfur út fyrir umbrotsvinnu og prentkostnaði með von um að koma að minnsta kosti út á sléttu. Bókamarkaðurinn hefur breyst gífurlega á síðustu árum, bæði erlendis og hér heima. Bækur eru nú gefnar út allt árið og framþróun í stafrænni prentun og umbrotstækni hafa auðveldað nýliðum útgáfu bóka upp að vissu marki. Þetta kemur bersýnilega í ljós þegar litið er til þess að í Bókatíðindum 2011 voru skráðir 130 útgefendur á sama tíma og það eru aðeins um fjörutíu útgáfufyrirtæki í Félagi íslenskra bókaútgefenda. Rafbækur eru nýjasti miðillinn í bókaútgáfu. Rafbókaútgáfa er spennandi möguleiki bæði fyrir þekkta og óþekkta rithöfunda. Rafbækur njóta sífellt meiri vinsælda og eru íslenskir höfundar og útgefendur þegar byrjaðir að fóta sig á rafbókamarkaði bæði hér heima og erlendis þótt útgáfan sé enn þá lítil í sniðum. Rafbókaformið hefur marga kosti sem henta sjálfstæðum útgefendum. Hægt er að gefa bók út á þessu formi með litlum tilkostnaði og áhættu, ekki þarf að hafa áhyggjur af lagerhaldi og dreifingu. Það skal hafa í huga að vinnan við undirbúning útgáfu og rafbókaumbrot er ekki minni og kynningastarf að útgáfu lokinni er ekki síður mikilvægt. Rafbókaútgáfa er opin öllum. Hver sem á handrit að bók getur gefið út rafbók. Það eina sem þarf er fullbúið handrit, einlægur áhugi og örlítil þolinmæði. Rafbókaformið hentar ekki eingöngu höfundum með óútgefnar bækur. Það er kjörið að nota rafbókaformið til þess að endurútgefa klassískar og góðar bækur sem hafa verið ófáanlegar í lengri eða styttri tíma. Einn af kostum rafbókarinnar er að hún getur verið í sölu árum saman því rafbókahillur fyllast hvorki né tæmast. Við Íslendingar eigum eflaust heimsmet í skúffuskáldum og hægt að ætla að víða leynist óuppgötvaðar bókmenntaperlur. Það eru til ótal sögur af höfundum sem var ítrekað hafnað af útgefendum en urðu síðar metsöluhöfundar. Harry Potter eftir J.K. Rowling er nærtækt dæmi. Einnig má nefna nýlegt íslenskt dæmi, Sigurjón Pálsson sem fékk Blóðdropann 2012, íslensku glæðasagnaverðlaunin, fyrir Klæki sem hann gaf út sjálfur bæði sem bók og rafbók. Við höfum einnig fjölmörg dæmi á síðustu árum um höfunda sem gáfu sjálfir út rafbók, vöktu athygli lesenda og eru nú metsöluhöfundar jafnt á prenti og í rafbókaformi. Þar má nefna höfunda eins og Amanda Hocking, Joe Konrath, og John Locke. Útgáfa rafbóka á íslensku fer ört vaxandi og hægt er að áætla að titlarnir séu á bilinu 300-400. Í dag eru sex vefir sem bjóða upp á íslenskar rafbækur. Það eru Emma.is, Rafbokavefur.is, Forlagið, Skinna.is, Eymundsson og Lestu.is. Búast má við að þeim fjölgi á komandi misserum eftir því sem úrval og eftirspurn eykst. Það verður spennandi að fylgjast með nýjum og áhugaverðum rithöfundum á næstu mánuðum og árum sem munu gefa út sína fyrstu bók sem rafbók. Hver veit nema næsti Laxness eða Einar Kárason muni uppgötvast gegnum rafbókaformið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Bókaútgáfa er mjög öflug á Íslandi. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands koma út fimm titlar á hverja þúsund íbúa á Íslandi. Þetta er um tvöfaldur fjöldi titla miðað við önnur norræn ríki. Bókaþjóðin Ísland les ekki bara mikið heldur er hún einstaklega dugleg í að skrifa. Fyrir utan þá rithöfunda sem vinna við ritstörf skrifa ótal Íslendingar sér til dægrastyttingar hvort sem það eru ljóð, smásögur, myndasögur, skáldsögur í fullri lengd, fræðibækur eða kvikmyndahandrit. Fjöldi handrita berst útgáfufélögum á hverju ári en það er glæpsamlega lítið hlutfall þeirra sem gefið er út á endanum. Þessi handrit lenda því flest ofan í skúffum, rykfalla og gleymast því aðeins stórhuga höfundar fara út í útgáfu. Sú var tíðin að það voru bara tvær leiðir til bókaútgáfu á Íslandi. Það var annaðhvort að komast í gegnum síu bókaútgáfanna í samkeppni við hundruð handrita til þess að fá útgáfusamning eða að leggja sjálfur út fyrir umbrotsvinnu og prentkostnaði með von um að koma að minnsta kosti út á sléttu. Bókamarkaðurinn hefur breyst gífurlega á síðustu árum, bæði erlendis og hér heima. Bækur eru nú gefnar út allt árið og framþróun í stafrænni prentun og umbrotstækni hafa auðveldað nýliðum útgáfu bóka upp að vissu marki. Þetta kemur bersýnilega í ljós þegar litið er til þess að í Bókatíðindum 2011 voru skráðir 130 útgefendur á sama tíma og það eru aðeins um fjörutíu útgáfufyrirtæki í Félagi íslenskra bókaútgefenda. Rafbækur eru nýjasti miðillinn í bókaútgáfu. Rafbókaútgáfa er spennandi möguleiki bæði fyrir þekkta og óþekkta rithöfunda. Rafbækur njóta sífellt meiri vinsælda og eru íslenskir höfundar og útgefendur þegar byrjaðir að fóta sig á rafbókamarkaði bæði hér heima og erlendis þótt útgáfan sé enn þá lítil í sniðum. Rafbókaformið hefur marga kosti sem henta sjálfstæðum útgefendum. Hægt er að gefa bók út á þessu formi með litlum tilkostnaði og áhættu, ekki þarf að hafa áhyggjur af lagerhaldi og dreifingu. Það skal hafa í huga að vinnan við undirbúning útgáfu og rafbókaumbrot er ekki minni og kynningastarf að útgáfu lokinni er ekki síður mikilvægt. Rafbókaútgáfa er opin öllum. Hver sem á handrit að bók getur gefið út rafbók. Það eina sem þarf er fullbúið handrit, einlægur áhugi og örlítil þolinmæði. Rafbókaformið hentar ekki eingöngu höfundum með óútgefnar bækur. Það er kjörið að nota rafbókaformið til þess að endurútgefa klassískar og góðar bækur sem hafa verið ófáanlegar í lengri eða styttri tíma. Einn af kostum rafbókarinnar er að hún getur verið í sölu árum saman því rafbókahillur fyllast hvorki né tæmast. Við Íslendingar eigum eflaust heimsmet í skúffuskáldum og hægt að ætla að víða leynist óuppgötvaðar bókmenntaperlur. Það eru til ótal sögur af höfundum sem var ítrekað hafnað af útgefendum en urðu síðar metsöluhöfundar. Harry Potter eftir J.K. Rowling er nærtækt dæmi. Einnig má nefna nýlegt íslenskt dæmi, Sigurjón Pálsson sem fékk Blóðdropann 2012, íslensku glæðasagnaverðlaunin, fyrir Klæki sem hann gaf út sjálfur bæði sem bók og rafbók. Við höfum einnig fjölmörg dæmi á síðustu árum um höfunda sem gáfu sjálfir út rafbók, vöktu athygli lesenda og eru nú metsöluhöfundar jafnt á prenti og í rafbókaformi. Þar má nefna höfunda eins og Amanda Hocking, Joe Konrath, og John Locke. Útgáfa rafbóka á íslensku fer ört vaxandi og hægt er að áætla að titlarnir séu á bilinu 300-400. Í dag eru sex vefir sem bjóða upp á íslenskar rafbækur. Það eru Emma.is, Rafbokavefur.is, Forlagið, Skinna.is, Eymundsson og Lestu.is. Búast má við að þeim fjölgi á komandi misserum eftir því sem úrval og eftirspurn eykst. Það verður spennandi að fylgjast með nýjum og áhugaverðum rithöfundum á næstu mánuðum og árum sem munu gefa út sína fyrstu bók sem rafbók. Hver veit nema næsti Laxness eða Einar Kárason muni uppgötvast gegnum rafbókaformið.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar