Vertu þinn eigin útgefandi Óskar Þór Þráinsson skrifar 15. ágúst 2012 06:00 Bókaútgáfa er mjög öflug á Íslandi. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands koma út fimm titlar á hverja þúsund íbúa á Íslandi. Þetta er um tvöfaldur fjöldi titla miðað við önnur norræn ríki. Bókaþjóðin Ísland les ekki bara mikið heldur er hún einstaklega dugleg í að skrifa. Fyrir utan þá rithöfunda sem vinna við ritstörf skrifa ótal Íslendingar sér til dægrastyttingar hvort sem það eru ljóð, smásögur, myndasögur, skáldsögur í fullri lengd, fræðibækur eða kvikmyndahandrit. Fjöldi handrita berst útgáfufélögum á hverju ári en það er glæpsamlega lítið hlutfall þeirra sem gefið er út á endanum. Þessi handrit lenda því flest ofan í skúffum, rykfalla og gleymast því aðeins stórhuga höfundar fara út í útgáfu. Sú var tíðin að það voru bara tvær leiðir til bókaútgáfu á Íslandi. Það var annaðhvort að komast í gegnum síu bókaútgáfanna í samkeppni við hundruð handrita til þess að fá útgáfusamning eða að leggja sjálfur út fyrir umbrotsvinnu og prentkostnaði með von um að koma að minnsta kosti út á sléttu. Bókamarkaðurinn hefur breyst gífurlega á síðustu árum, bæði erlendis og hér heima. Bækur eru nú gefnar út allt árið og framþróun í stafrænni prentun og umbrotstækni hafa auðveldað nýliðum útgáfu bóka upp að vissu marki. Þetta kemur bersýnilega í ljós þegar litið er til þess að í Bókatíðindum 2011 voru skráðir 130 útgefendur á sama tíma og það eru aðeins um fjörutíu útgáfufyrirtæki í Félagi íslenskra bókaútgefenda. Rafbækur eru nýjasti miðillinn í bókaútgáfu. Rafbókaútgáfa er spennandi möguleiki bæði fyrir þekkta og óþekkta rithöfunda. Rafbækur njóta sífellt meiri vinsælda og eru íslenskir höfundar og útgefendur þegar byrjaðir að fóta sig á rafbókamarkaði bæði hér heima og erlendis þótt útgáfan sé enn þá lítil í sniðum. Rafbókaformið hefur marga kosti sem henta sjálfstæðum útgefendum. Hægt er að gefa bók út á þessu formi með litlum tilkostnaði og áhættu, ekki þarf að hafa áhyggjur af lagerhaldi og dreifingu. Það skal hafa í huga að vinnan við undirbúning útgáfu og rafbókaumbrot er ekki minni og kynningastarf að útgáfu lokinni er ekki síður mikilvægt. Rafbókaútgáfa er opin öllum. Hver sem á handrit að bók getur gefið út rafbók. Það eina sem þarf er fullbúið handrit, einlægur áhugi og örlítil þolinmæði. Rafbókaformið hentar ekki eingöngu höfundum með óútgefnar bækur. Það er kjörið að nota rafbókaformið til þess að endurútgefa klassískar og góðar bækur sem hafa verið ófáanlegar í lengri eða styttri tíma. Einn af kostum rafbókarinnar er að hún getur verið í sölu árum saman því rafbókahillur fyllast hvorki né tæmast. Við Íslendingar eigum eflaust heimsmet í skúffuskáldum og hægt að ætla að víða leynist óuppgötvaðar bókmenntaperlur. Það eru til ótal sögur af höfundum sem var ítrekað hafnað af útgefendum en urðu síðar metsöluhöfundar. Harry Potter eftir J.K. Rowling er nærtækt dæmi. Einnig má nefna nýlegt íslenskt dæmi, Sigurjón Pálsson sem fékk Blóðdropann 2012, íslensku glæðasagnaverðlaunin, fyrir Klæki sem hann gaf út sjálfur bæði sem bók og rafbók. Við höfum einnig fjölmörg dæmi á síðustu árum um höfunda sem gáfu sjálfir út rafbók, vöktu athygli lesenda og eru nú metsöluhöfundar jafnt á prenti og í rafbókaformi. Þar má nefna höfunda eins og Amanda Hocking, Joe Konrath, og John Locke. Útgáfa rafbóka á íslensku fer ört vaxandi og hægt er að áætla að titlarnir séu á bilinu 300-400. Í dag eru sex vefir sem bjóða upp á íslenskar rafbækur. Það eru Emma.is, Rafbokavefur.is, Forlagið, Skinna.is, Eymundsson og Lestu.is. Búast má við að þeim fjölgi á komandi misserum eftir því sem úrval og eftirspurn eykst. Það verður spennandi að fylgjast með nýjum og áhugaverðum rithöfundum á næstu mánuðum og árum sem munu gefa út sína fyrstu bók sem rafbók. Hver veit nema næsti Laxness eða Einar Kárason muni uppgötvast gegnum rafbókaformið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Bókaútgáfa er mjög öflug á Íslandi. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands koma út fimm titlar á hverja þúsund íbúa á Íslandi. Þetta er um tvöfaldur fjöldi titla miðað við önnur norræn ríki. Bókaþjóðin Ísland les ekki bara mikið heldur er hún einstaklega dugleg í að skrifa. Fyrir utan þá rithöfunda sem vinna við ritstörf skrifa ótal Íslendingar sér til dægrastyttingar hvort sem það eru ljóð, smásögur, myndasögur, skáldsögur í fullri lengd, fræðibækur eða kvikmyndahandrit. Fjöldi handrita berst útgáfufélögum á hverju ári en það er glæpsamlega lítið hlutfall þeirra sem gefið er út á endanum. Þessi handrit lenda því flest ofan í skúffum, rykfalla og gleymast því aðeins stórhuga höfundar fara út í útgáfu. Sú var tíðin að það voru bara tvær leiðir til bókaútgáfu á Íslandi. Það var annaðhvort að komast í gegnum síu bókaútgáfanna í samkeppni við hundruð handrita til þess að fá útgáfusamning eða að leggja sjálfur út fyrir umbrotsvinnu og prentkostnaði með von um að koma að minnsta kosti út á sléttu. Bókamarkaðurinn hefur breyst gífurlega á síðustu árum, bæði erlendis og hér heima. Bækur eru nú gefnar út allt árið og framþróun í stafrænni prentun og umbrotstækni hafa auðveldað nýliðum útgáfu bóka upp að vissu marki. Þetta kemur bersýnilega í ljós þegar litið er til þess að í Bókatíðindum 2011 voru skráðir 130 útgefendur á sama tíma og það eru aðeins um fjörutíu útgáfufyrirtæki í Félagi íslenskra bókaútgefenda. Rafbækur eru nýjasti miðillinn í bókaútgáfu. Rafbókaútgáfa er spennandi möguleiki bæði fyrir þekkta og óþekkta rithöfunda. Rafbækur njóta sífellt meiri vinsælda og eru íslenskir höfundar og útgefendur þegar byrjaðir að fóta sig á rafbókamarkaði bæði hér heima og erlendis þótt útgáfan sé enn þá lítil í sniðum. Rafbókaformið hefur marga kosti sem henta sjálfstæðum útgefendum. Hægt er að gefa bók út á þessu formi með litlum tilkostnaði og áhættu, ekki þarf að hafa áhyggjur af lagerhaldi og dreifingu. Það skal hafa í huga að vinnan við undirbúning útgáfu og rafbókaumbrot er ekki minni og kynningastarf að útgáfu lokinni er ekki síður mikilvægt. Rafbókaútgáfa er opin öllum. Hver sem á handrit að bók getur gefið út rafbók. Það eina sem þarf er fullbúið handrit, einlægur áhugi og örlítil þolinmæði. Rafbókaformið hentar ekki eingöngu höfundum með óútgefnar bækur. Það er kjörið að nota rafbókaformið til þess að endurútgefa klassískar og góðar bækur sem hafa verið ófáanlegar í lengri eða styttri tíma. Einn af kostum rafbókarinnar er að hún getur verið í sölu árum saman því rafbókahillur fyllast hvorki né tæmast. Við Íslendingar eigum eflaust heimsmet í skúffuskáldum og hægt að ætla að víða leynist óuppgötvaðar bókmenntaperlur. Það eru til ótal sögur af höfundum sem var ítrekað hafnað af útgefendum en urðu síðar metsöluhöfundar. Harry Potter eftir J.K. Rowling er nærtækt dæmi. Einnig má nefna nýlegt íslenskt dæmi, Sigurjón Pálsson sem fékk Blóðdropann 2012, íslensku glæðasagnaverðlaunin, fyrir Klæki sem hann gaf út sjálfur bæði sem bók og rafbók. Við höfum einnig fjölmörg dæmi á síðustu árum um höfunda sem gáfu sjálfir út rafbók, vöktu athygli lesenda og eru nú metsöluhöfundar jafnt á prenti og í rafbókaformi. Þar má nefna höfunda eins og Amanda Hocking, Joe Konrath, og John Locke. Útgáfa rafbóka á íslensku fer ört vaxandi og hægt er að áætla að titlarnir séu á bilinu 300-400. Í dag eru sex vefir sem bjóða upp á íslenskar rafbækur. Það eru Emma.is, Rafbokavefur.is, Forlagið, Skinna.is, Eymundsson og Lestu.is. Búast má við að þeim fjölgi á komandi misserum eftir því sem úrval og eftirspurn eykst. Það verður spennandi að fylgjast með nýjum og áhugaverðum rithöfundum á næstu mánuðum og árum sem munu gefa út sína fyrstu bók sem rafbók. Hver veit nema næsti Laxness eða Einar Kárason muni uppgötvast gegnum rafbókaformið.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar