Hvenær lýkur vitleysunni? Kristþór Gunnarsson skrifar 23. júlí 2012 06:00 Ég ætlaði hreinlega ekki að trúa mínum eigin eyrum, þegar mér var sagt að Framtakssjóður Íslands hefði selt Plastprent ehf. til Kvosar hf., móðurfélags Prentsmiðjunnar Odda. Fyrir örfáum mánuðum afskrifuðu Landsbankinn og Arion banki 5 milljarða af Kvos. Fyrrum eigendur fengu að halda fyrirtækinu, með því að leggja fram 500 milljónir. Þ.e. fyrir hverja krónu sem eigendur lögðu fram voru 10 afskrifaðar. Er Landsbankinn ekki stærsti eigandi Framtakssjóðsins á móti lífeyrissjóðunum? Ég veit að þeir sem fengu að bjóða í Plastprent þurftu að sýna fram á 250 milljóna króna fjárfestingargetu. Hvernig gat Kvos hf. sýnt fram á slíka getu? Fyrirtæki sem var nýbúið að fá 5 milljarða niðurfellingu skulda? Þarfnast þetta ekki nánari skoðunar? Gagnsæi verður að vera til staðar, þannig að við sem skiljum ekki, sjáum hvernig töfrabrögðin eru framkvæmd. Kvos var hluthafi í Plastprenti til ársins 2009, þegar Landsbankinn leysti félagið til sín. Þá var Þorgeir Baldursson, forstjóri Kvosar, búinn að vera í stjórn Plastprents í áraraðir. Heldur Framtakssjóðurinn að eigendur Kvosar séu betur í stakk búnir til að reka Plastprent í dag en þeir voru, þegar þeir ásamt öðrum sigldu því í strand? Annað dæmi er Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, og dótturfélag þess, Landsprent. Árið 2009 komu nýir eigendur inn í félagið með 300 milljónir í nýtt hlutafé og Íslandsbanki lækkaði á móti skuldir félagsins um 4,6 milljarða. Aftur árið 2011, voru skuldir félagsins lækkaðar enn meira eða um 600 milljónir til viðbótar. Ég er framkvæmdastjóri og einn af eigandum Ísafoldarprentsmiðju. Starfsmenn eiga 85% hlutafjár í fyrirtækinu. Ofangreind tvö fyrirtæki eru okkar stærstu keppinautar. Í dag er búið að afskrifa af þeim 10 milljarða. Hvernig eigum við að bregðast við? Ísafoldarprentsmiðja fékk á sig gengishögg eins og svo mörg önnur íslensk fyrirtæki. Skuldir okkar tvöfölduðust. Greiðslufrestir okkar hjá erlendum birgjum hurfu. Við brugðumst strax við með ýmsum hagræðingaraðgerðum. Starfsfólkið tók á sig tímabundnar launalækkanir, sem vöruðu sem betur fer ekki í langan tíma og allir settu undir sig hausinn. Við munum borga allar okkar skuldir. Núna þegar við erum að sjá fyrir endann á erfiðleikunum, komin yfir erfiðasta hjallann, hvað mætir okkur þá? Keppinautar okkar sprækir og léttir á fæti, tilbúnir í slaginn við okkur. Búnir að losna við allar byrðarnar og tilbúnir í undirboð. Ekki þurfa þeir að gera ráð fyrir afskrifuðu milljörðunum í sínum útreikningum. Þær afskriftir hefur almenningur á Íslandi kokgleypt og allir halda að þetta sé bara „allt í lagi“. Hvað ætlar Samkeppniseftirlitið að gera? Hvað ætlar viðskiptabanki okkar, Landsbankinn, að gera? Er þetta réttlæti? Eru þetta skilaboðin? Er þetta hinn nýi raunveruleiki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Skoðun Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Sjá meira
Ég ætlaði hreinlega ekki að trúa mínum eigin eyrum, þegar mér var sagt að Framtakssjóður Íslands hefði selt Plastprent ehf. til Kvosar hf., móðurfélags Prentsmiðjunnar Odda. Fyrir örfáum mánuðum afskrifuðu Landsbankinn og Arion banki 5 milljarða af Kvos. Fyrrum eigendur fengu að halda fyrirtækinu, með því að leggja fram 500 milljónir. Þ.e. fyrir hverja krónu sem eigendur lögðu fram voru 10 afskrifaðar. Er Landsbankinn ekki stærsti eigandi Framtakssjóðsins á móti lífeyrissjóðunum? Ég veit að þeir sem fengu að bjóða í Plastprent þurftu að sýna fram á 250 milljóna króna fjárfestingargetu. Hvernig gat Kvos hf. sýnt fram á slíka getu? Fyrirtæki sem var nýbúið að fá 5 milljarða niðurfellingu skulda? Þarfnast þetta ekki nánari skoðunar? Gagnsæi verður að vera til staðar, þannig að við sem skiljum ekki, sjáum hvernig töfrabrögðin eru framkvæmd. Kvos var hluthafi í Plastprenti til ársins 2009, þegar Landsbankinn leysti félagið til sín. Þá var Þorgeir Baldursson, forstjóri Kvosar, búinn að vera í stjórn Plastprents í áraraðir. Heldur Framtakssjóðurinn að eigendur Kvosar séu betur í stakk búnir til að reka Plastprent í dag en þeir voru, þegar þeir ásamt öðrum sigldu því í strand? Annað dæmi er Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, og dótturfélag þess, Landsprent. Árið 2009 komu nýir eigendur inn í félagið með 300 milljónir í nýtt hlutafé og Íslandsbanki lækkaði á móti skuldir félagsins um 4,6 milljarða. Aftur árið 2011, voru skuldir félagsins lækkaðar enn meira eða um 600 milljónir til viðbótar. Ég er framkvæmdastjóri og einn af eigandum Ísafoldarprentsmiðju. Starfsmenn eiga 85% hlutafjár í fyrirtækinu. Ofangreind tvö fyrirtæki eru okkar stærstu keppinautar. Í dag er búið að afskrifa af þeim 10 milljarða. Hvernig eigum við að bregðast við? Ísafoldarprentsmiðja fékk á sig gengishögg eins og svo mörg önnur íslensk fyrirtæki. Skuldir okkar tvöfölduðust. Greiðslufrestir okkar hjá erlendum birgjum hurfu. Við brugðumst strax við með ýmsum hagræðingaraðgerðum. Starfsfólkið tók á sig tímabundnar launalækkanir, sem vöruðu sem betur fer ekki í langan tíma og allir settu undir sig hausinn. Við munum borga allar okkar skuldir. Núna þegar við erum að sjá fyrir endann á erfiðleikunum, komin yfir erfiðasta hjallann, hvað mætir okkur þá? Keppinautar okkar sprækir og léttir á fæti, tilbúnir í slaginn við okkur. Búnir að losna við allar byrðarnar og tilbúnir í undirboð. Ekki þurfa þeir að gera ráð fyrir afskrifuðu milljörðunum í sínum útreikningum. Þær afskriftir hefur almenningur á Íslandi kokgleypt og allir halda að þetta sé bara „allt í lagi“. Hvað ætlar Samkeppniseftirlitið að gera? Hvað ætlar viðskiptabanki okkar, Landsbankinn, að gera? Er þetta réttlæti? Eru þetta skilaboðin? Er þetta hinn nýi raunveruleiki?
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar