Byltingarflokkurinn kemst til valda á ný 3. júlí 2012 00:15 Sigur hans varð ekki jafn glæsilegur og skoðanakannanir höfðu spáð.n ordicphotos/AFP Gamli valdaflokkurinn í Mexíkó, Byltingarflokkurinn, vann sigur í forseta- og þingkosningum um helgina. Hann hefur verið í stjórnarandstöðu í tólf ár en snýr nú aftur með nýrri kynslóð forystumanna og fyrirheit um betri tíð. „Við erum ný kynslóð. Það verður ekki aftur snúið," sagði Enrico Pena Nieto þegar ljóst þótti að hann hefði sigrað í forsetakosningum í Mexíkó á sunnudag með um það bil 38 prósentum atkvæða. Nieto er 45 ára gamall og frambjóðandi PRI-flokksins, gamla Byltingarflokksins sem hefur verið í stjórnarandstöðu í tólf ár en hafði þar á undan stjórnað landinu samfleytt í 71 ár. Sjö áratuga valdatíð Byltingarflokksins aflaði honum mikilla óvinsælda. Stjórnarhættir hans einkenndust af spillingu og kúgun, en flokkurinn stærði sig engu að síður af því að hafa byggt upp stofnanir samfélagsins og almannaþjónustu. Það var Vicente Fox, þáverandi leiðtogi hægri manna, sem steypti Byltingarflokknum af stóli með stórsigri í forsetakosningum árið 2000. Vinsældir hægriflokksins PAN hafa hins vegar dalað mjög á seinni árum, sem má meðal annars rekja til þess að efnahagskreppan 2008 bitnaði hart á Mexíkó, auk þess sem landsmenn eru orðnir langþreyttir á ofbeldinu í stríði stjórnvalda gegn gengjum fíkniefnasmyglara undanfarinn áratug, sem harðnaði mjög eftir að Vicente Fox tók við völdum árið 2000. Átökin hafa kostað meira en 50 þúsund manns lífið á síðustu árum. Josefine Vazquez Mota, frambjóðandi PAN-flokksins, fékk aðeins fjórðung atkvæða í forsetakosningunum, og lenti í þriðja sæti. Næstflest atkvæði fékk hins vegar Andrés Manuel Lopez Obrador, frambjóðandi Lýðræðislega byltingarflokksins, sem er töluvert lengra til vinstri en PRI-flokkurinn. Byltingarflokknum hefur tekist að ná til kjósenda með nýrri forystusveit af yngri kynslóðinni. Auk þess virðast kjósendur vonast til þess að gamli valdaflokkurinn geti náð betri tökum á fíkniefnabarónum, sem flokknum tókst jafnan að halda sæmilega í skefjum meðan hann var við völd. Árangur Nietos og PRI-flokksins varð hins vegar engan veginn jafn glæsilegur og skoðanakannanir höfðu gefið fyrirheit um fyrir nokkrum vikum. Allt stefndi í að hann fengi meira en 50 prósent atkvæða í þessum kosningum, en úrslitin urðu þegar til kom þau að Nieto fékk um 38 prósent atkvæða. Hann lét það hins vegar ekki á sig fá og sagði við fjölmiðla: „Þetta er bara upphafið að því verki sem framundan er hjá okkur."gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Gamli valdaflokkurinn í Mexíkó, Byltingarflokkurinn, vann sigur í forseta- og þingkosningum um helgina. Hann hefur verið í stjórnarandstöðu í tólf ár en snýr nú aftur með nýrri kynslóð forystumanna og fyrirheit um betri tíð. „Við erum ný kynslóð. Það verður ekki aftur snúið," sagði Enrico Pena Nieto þegar ljóst þótti að hann hefði sigrað í forsetakosningum í Mexíkó á sunnudag með um það bil 38 prósentum atkvæða. Nieto er 45 ára gamall og frambjóðandi PRI-flokksins, gamla Byltingarflokksins sem hefur verið í stjórnarandstöðu í tólf ár en hafði þar á undan stjórnað landinu samfleytt í 71 ár. Sjö áratuga valdatíð Byltingarflokksins aflaði honum mikilla óvinsælda. Stjórnarhættir hans einkenndust af spillingu og kúgun, en flokkurinn stærði sig engu að síður af því að hafa byggt upp stofnanir samfélagsins og almannaþjónustu. Það var Vicente Fox, þáverandi leiðtogi hægri manna, sem steypti Byltingarflokknum af stóli með stórsigri í forsetakosningum árið 2000. Vinsældir hægriflokksins PAN hafa hins vegar dalað mjög á seinni árum, sem má meðal annars rekja til þess að efnahagskreppan 2008 bitnaði hart á Mexíkó, auk þess sem landsmenn eru orðnir langþreyttir á ofbeldinu í stríði stjórnvalda gegn gengjum fíkniefnasmyglara undanfarinn áratug, sem harðnaði mjög eftir að Vicente Fox tók við völdum árið 2000. Átökin hafa kostað meira en 50 þúsund manns lífið á síðustu árum. Josefine Vazquez Mota, frambjóðandi PAN-flokksins, fékk aðeins fjórðung atkvæða í forsetakosningunum, og lenti í þriðja sæti. Næstflest atkvæði fékk hins vegar Andrés Manuel Lopez Obrador, frambjóðandi Lýðræðislega byltingarflokksins, sem er töluvert lengra til vinstri en PRI-flokkurinn. Byltingarflokknum hefur tekist að ná til kjósenda með nýrri forystusveit af yngri kynslóðinni. Auk þess virðast kjósendur vonast til þess að gamli valdaflokkurinn geti náð betri tökum á fíkniefnabarónum, sem flokknum tókst jafnan að halda sæmilega í skefjum meðan hann var við völd. Árangur Nietos og PRI-flokksins varð hins vegar engan veginn jafn glæsilegur og skoðanakannanir höfðu gefið fyrirheit um fyrir nokkrum vikum. Allt stefndi í að hann fengi meira en 50 prósent atkvæða í þessum kosningum, en úrslitin urðu þegar til kom þau að Nieto fékk um 38 prósent atkvæða. Hann lét það hins vegar ekki á sig fá og sagði við fjölmiðla: „Þetta er bara upphafið að því verki sem framundan er hjá okkur."gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira