Yfirvegun í lyfjaumræðunni Jakob Falur Garðarsson skrifar 3. júlí 2012 06:00 Undanfarna daga hefur umræðan um skaðlegar aukaverkanir lyfja verið fyrirferðarmikil í fjölmiðlum. Auk þess hefur einnig verið fjallað um óhefðbundnar lækningar í baráttunni við krabbamein og jafnvel leitt að því getum að þau krabbameinslyf og meðferðarúrræði sem einstaklingum, sem greinast með þennan vágest, stendur til boða sé hægt að kasta fyrir róða. Í allri umfjöllun um lyfjaiðnaðinn og lyfjanotkun er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir aðalatriðinu. Það sem mestu máli skiptir fyrir okkar samfélag er að við viðurkennum mikilvægi þess að vera tilbúin til að fjárfesta í heilbrigðisgeiranum. Þegar til lengri tíma er litið þá er það fjárhagslegur ávinningur fyrir samfélagið í heild sinni að fjárfesta í vísindum, rannsóknum og lyfjaprófunum, þ.e. heilbrigðiskerfinu, einum af mikilvægustu málaflokkum þess velferðarþjóðfélags sem er okkur öllum svo mikilvægt. Annað var ekki að skilja á Jóhönnu Sigurðardóttur á fundi sem fór fram í Lofoten í Noregi fyrr í vor með forsætisráðherrum annarra norrænna ríkja. Lokaályktun þess fundar var að nauðsynlegt væri fyrir Norðurlöndin öll að renna styrkari stoðum undir lýðheilsu og heilbrigði þegna sinna. Mikilvægt sé að Norðurlönd tapi ekki þeirri forystu sem þau hafa haft í álfunni þegar kemur að því að veita þegnum sínum öryggi í heilbrigðismálum. Aukaverkanir af lyfjum geta verið alvarlegt mál sem bæði læknar og starfsfólk heilbrigðisstétta eru meðvitaðir um. Það hlýtur að vera markmið þeirra, sem taka þátt í og stuðla að lyfjaþróun, að lágmarka skaðsemi aukaverkana eins mikið og mögulegt er. Nauðsynlegt skref í átt að því er sameiginlegur vilji starfsfólks í heilbrigðiskerfinu, lyfjafyrirtækja, vísindasamfélagsins og stjórnvalda til að renna styrkari stoðum undir velferðarkerfið. Öflugasta verkfærið til þess er fjárfesting í heilbrigðiskerfinu. Frumtök telja umræðu um lyf og lyfjanotkun vera af hinu góða. Þegar öllu er á botninn hvolft stuðla lyf að því að tugmilljónir einstaklinga geti lifað við sjúkdóm sinn á þann hátt að hann raskar lífi þeirra eins lítið og mögulegt er. Vissulega geta aukaverkanir verið alvarlegar, en í stað þess að kasta vopnum okkar í baráttunni við alvarlega sjúkdóma væri nær að efla þau og styrkja með auknum rannsóknum og fjárveitingum til að við öll getum lifað eins heilbrigðu og góðu lífi og lækna- og lyfjavísindin gera okkur kleift á hverjum tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur umræðan um skaðlegar aukaverkanir lyfja verið fyrirferðarmikil í fjölmiðlum. Auk þess hefur einnig verið fjallað um óhefðbundnar lækningar í baráttunni við krabbamein og jafnvel leitt að því getum að þau krabbameinslyf og meðferðarúrræði sem einstaklingum, sem greinast með þennan vágest, stendur til boða sé hægt að kasta fyrir róða. Í allri umfjöllun um lyfjaiðnaðinn og lyfjanotkun er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir aðalatriðinu. Það sem mestu máli skiptir fyrir okkar samfélag er að við viðurkennum mikilvægi þess að vera tilbúin til að fjárfesta í heilbrigðisgeiranum. Þegar til lengri tíma er litið þá er það fjárhagslegur ávinningur fyrir samfélagið í heild sinni að fjárfesta í vísindum, rannsóknum og lyfjaprófunum, þ.e. heilbrigðiskerfinu, einum af mikilvægustu málaflokkum þess velferðarþjóðfélags sem er okkur öllum svo mikilvægt. Annað var ekki að skilja á Jóhönnu Sigurðardóttur á fundi sem fór fram í Lofoten í Noregi fyrr í vor með forsætisráðherrum annarra norrænna ríkja. Lokaályktun þess fundar var að nauðsynlegt væri fyrir Norðurlöndin öll að renna styrkari stoðum undir lýðheilsu og heilbrigði þegna sinna. Mikilvægt sé að Norðurlönd tapi ekki þeirri forystu sem þau hafa haft í álfunni þegar kemur að því að veita þegnum sínum öryggi í heilbrigðismálum. Aukaverkanir af lyfjum geta verið alvarlegt mál sem bæði læknar og starfsfólk heilbrigðisstétta eru meðvitaðir um. Það hlýtur að vera markmið þeirra, sem taka þátt í og stuðla að lyfjaþróun, að lágmarka skaðsemi aukaverkana eins mikið og mögulegt er. Nauðsynlegt skref í átt að því er sameiginlegur vilji starfsfólks í heilbrigðiskerfinu, lyfjafyrirtækja, vísindasamfélagsins og stjórnvalda til að renna styrkari stoðum undir velferðarkerfið. Öflugasta verkfærið til þess er fjárfesting í heilbrigðiskerfinu. Frumtök telja umræðu um lyf og lyfjanotkun vera af hinu góða. Þegar öllu er á botninn hvolft stuðla lyf að því að tugmilljónir einstaklinga geti lifað við sjúkdóm sinn á þann hátt að hann raskar lífi þeirra eins lítið og mögulegt er. Vissulega geta aukaverkanir verið alvarlegar, en í stað þess að kasta vopnum okkar í baráttunni við alvarlega sjúkdóma væri nær að efla þau og styrkja með auknum rannsóknum og fjárveitingum til að við öll getum lifað eins heilbrigðu og góðu lífi og lækna- og lyfjavísindin gera okkur kleift á hverjum tíma.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar