Erlent

Uppþvotturinn veitir hamingju

Karlar sem þvo upp og sinna öðrum almennum heimilisstörfum eru hamingjusamari en aðrir karlar. Þetta er niðurstaða könnunar sem starfsmenn við Cambridge-háskólann í Englandi gerði á viðhorfum karla.

Rannsakendur áttu von á að konur sem væru í samböndum þar sem verkaskiptingin á heimilinu væri jöfn væru talsvert hamingjusamari en aðrar konur. Sú var ekki raunin heldur voru það karlarnir í slíkum samböndum sem voru ánægðari en viðmiðunarhópur.- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×