Erlent

Fá bónus fyrir nýja starfsmenn

Starfsmenn einnar deildar hjá norska olíurisanum Statoil fá 20 þúsund norskar krónur, jafngildi rúmlega 400 þúsunda íslenskra króna, í bónus takist þeim að fá verkfræðing eða annan fagmann til starfa hjá fyrirtækinu, að því er segir á fréttavefnum e24.no. Þar kemur fram að Statoil þurfi að ráða 1.500 nýja starfsmenn í ár.

Norski þingmaðurinn Alf Holmelid gagnrýnir boðið og segir samkeppni eiga að vera á heilbrigðum grundvelli.- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×