Erlent

Dómarar mega líta til aldurs

Dómurinn klofnaði í málinu. Þeir frjálslyndari höfðu betur, fjórir gegn þremur.Mynd/stöð 2
Dómurinn klofnaði í málinu. Þeir frjálslyndari höfðu betur, fjórir gegn þremur.Mynd/stöð 2
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur bannað alla löggjöf sem kveður á um refsingu án tillits til þess hvort sá brotlegi er lögráða eða ekki.

Í sumum ríkjum landsins hefur öllum sakhæfum brotamönnum verið refsað á sama hátt þegar þeir fremja alvarlegustu afbrotin, með lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn. Þetta hefur átt við allt niður í fjórtán ára börn.

Nú hefur hæstirétturinn, með fjórum atkvæðum gegn þremur, lagt blátt bann við þessu og skyldað ríki til að leyfa dómurum að taka tillit til aldurs sakamannsins. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×