Þór en ekki Þóra Eva Björk Kaaber skrifar 25. júní 2012 06:00 Ertu jafnréttissinnuð/jafnréttissinnaður? Finnst þér að konur eigi að hafa atvinnutækifæri til jafns við karlmenn? Telurðu að karlmaður geti veitt barni sínu gott og ástríkt uppeldi? Þó svo að flestir svari þessum spurningum játandi þá eru til staðar ákveðnar gagnrýnisraddir varðandi framboð Þóru Arnórsdóttur til forseta Íslands. Þessar gagnrýnisraddir felast annars vegar í því að kona, með nýfætt barn, sem býður sig fram til embættis forseta Íslands, geti ekki veitt barni sínu þá umönnun sem það þarf á að halda, samhliða því að gera starfi sínu nægilega góð skil, nái hún kjöri. Hins vegar felast þær í því að faðir barnsins, sem hyggst vera heimavinnandi húsfaðir, nái kona hans kjöri, sé ekki fær um að veita barni sínu fullnægjandi umönnun og uppeldi. Þessi gagnrýni í garð Þóru og eiginmanns hennar er í raun mjög and-jafnréttisleg, bæði hvað konur og karla varðar. Hér á landi eru ótal konur í hvers kyns annasömum störfum sem ná engu að síður að sinna börnum og búi vel og vandlega og þá oft í samstarfi við feður barnanna. Og hér á landi eru einnig ótal ástríkir feður sem annast og ala upp börn sín. Hvort sem þeir gera það í samstarfi við mæður barnanna, eru einhleypir eða hommar. Ef við höfum áhyggjur af því að börn almennt fái ekki nægan tíma með foreldrum sínum, ættum við þá ekki heldur öll, konur og karlar, að líta í eigin barm, í stað þess að taka einstaka „framakonur" fyrir? Felst lausnin í því að herja á konur? Í því að skerða frelsi kvenna til atvinnu? Að taka konur fyrir, og þá sér í lagi þær sem eiga börn samhliða því að sækjast eftir háttsettum embættum, gagnrýna þær einar og sér og óbeint segja þeim að þeirra staður sé ekki á vettvangi annasamra starfa heldur, þegar allt kemur til alls, heimilið? Væri ekki heldur ráð að hvert og eitt okkar, reyndi að stuðla að samfélagi sem er hliðhollara fjölskyldunni í heild sinni, um leið og það býður konum og körlum raunverulega sömu tækifærin? Og að sama skapi treysta Þóru fyrir ákvörðun sinni ásamt eiginmanni sínum. Þóru sem er ekki að fara að yfirgefa fjölskyldu sína og snúa baki við móðurhlutverkinu, heldur Þóru sem sækist eftir því að búa á Bessastöðum ásamt eiginmanni og börnum og gegna embætti forseta Íslands. Starfi sem er vafalaust annasamt, rétt eins og svo mörg önnur störf í okkar þjóðfélagi. Mundu gagnrýnisraddir sem þessar heyrast ef Þóra væri Þór; nýbakaður faðir í framboði til forseta Íslands? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ertu jafnréttissinnuð/jafnréttissinnaður? Finnst þér að konur eigi að hafa atvinnutækifæri til jafns við karlmenn? Telurðu að karlmaður geti veitt barni sínu gott og ástríkt uppeldi? Þó svo að flestir svari þessum spurningum játandi þá eru til staðar ákveðnar gagnrýnisraddir varðandi framboð Þóru Arnórsdóttur til forseta Íslands. Þessar gagnrýnisraddir felast annars vegar í því að kona, með nýfætt barn, sem býður sig fram til embættis forseta Íslands, geti ekki veitt barni sínu þá umönnun sem það þarf á að halda, samhliða því að gera starfi sínu nægilega góð skil, nái hún kjöri. Hins vegar felast þær í því að faðir barnsins, sem hyggst vera heimavinnandi húsfaðir, nái kona hans kjöri, sé ekki fær um að veita barni sínu fullnægjandi umönnun og uppeldi. Þessi gagnrýni í garð Þóru og eiginmanns hennar er í raun mjög and-jafnréttisleg, bæði hvað konur og karla varðar. Hér á landi eru ótal konur í hvers kyns annasömum störfum sem ná engu að síður að sinna börnum og búi vel og vandlega og þá oft í samstarfi við feður barnanna. Og hér á landi eru einnig ótal ástríkir feður sem annast og ala upp börn sín. Hvort sem þeir gera það í samstarfi við mæður barnanna, eru einhleypir eða hommar. Ef við höfum áhyggjur af því að börn almennt fái ekki nægan tíma með foreldrum sínum, ættum við þá ekki heldur öll, konur og karlar, að líta í eigin barm, í stað þess að taka einstaka „framakonur" fyrir? Felst lausnin í því að herja á konur? Í því að skerða frelsi kvenna til atvinnu? Að taka konur fyrir, og þá sér í lagi þær sem eiga börn samhliða því að sækjast eftir háttsettum embættum, gagnrýna þær einar og sér og óbeint segja þeim að þeirra staður sé ekki á vettvangi annasamra starfa heldur, þegar allt kemur til alls, heimilið? Væri ekki heldur ráð að hvert og eitt okkar, reyndi að stuðla að samfélagi sem er hliðhollara fjölskyldunni í heild sinni, um leið og það býður konum og körlum raunverulega sömu tækifærin? Og að sama skapi treysta Þóru fyrir ákvörðun sinni ásamt eiginmanni sínum. Þóru sem er ekki að fara að yfirgefa fjölskyldu sína og snúa baki við móðurhlutverkinu, heldur Þóru sem sækist eftir því að búa á Bessastöðum ásamt eiginmanni og börnum og gegna embætti forseta Íslands. Starfi sem er vafalaust annasamt, rétt eins og svo mörg önnur störf í okkar þjóðfélagi. Mundu gagnrýnisraddir sem þessar heyrast ef Þóra væri Þór; nýbakaður faðir í framboði til forseta Íslands?
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar