Erlent

Hægt að breyta athugasemdum á Facebook

Nú geta notendur síðunnar breytt athugasemdum sínum.
Nú geta notendur síðunnar breytt athugasemdum sínum.
Facebook hefur nú tekið upp nýjan fídus sem gerir notendum kleift að breyta athugasemdum sem þeir hafa sett inn. Ekki þarf því lengur að ergja sig svo yfir innsláttar- eða stafsetningarvillum að heilu athugasemdunum sé eytt út, þó enn sé boðið upp á þann möguleika.

Breytingin var kynnt fyrir helgi og hefur verið að taka gildi hjá notendum síðar. Talsmaður Facebook sagði við bandarísku fréttastofuna CNN að breytingasagan muni sjást þannig að aðrir notendur muni hafa betri skilning á umræðunum. Það mun því sjást hvort ummælum er breytt þannig að þau verði úr öllu samhengi. -kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×