Erlent

Talibanar réðust á borgara

Vígbúnir talibanskir uppreisnarmenn réðust inn í hótel norður af Kabúl, höfuðborg Afganistans, og skutu á gesti í gær. Átján féllu, flestir þeirra óbreyttir borgarar.

Uppreisnarmennirnir héldu hótelgestum í gíslingu í tólf klukkustundir á meðan þeir börðust við afganskar öryggissveitir. Talið er að með árásinni hafi talibanar viljað sýna styrk sinn áður en bandarískar hersveitir hverfa frá Afganistan í lok árs 2014.

- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×