Erlent

Mega ekki framselja vald sitt

Hæstiréttur Bandaríkjanna.
Hæstiréttur Bandaríkjanna. Mynd/Getty
Hæstiréttur í Arkansasríki í Bandaríkjunum hefur dæmt lög um dauðarefsingar þar ógild og segir þau ekki standast stjórnarskrá. Tíu fangar sem bíða þess að dauðadómi þeirra verði fullnægt höfðu áður gagnrýnt lögin.

Árið 2009 kaus ríkisþingið að ákvarðanir um dauðarefsingar myndu liggja hjá fangelsismálayfirvöldum ríkisins. Þá ákvörðun ógilti hæstiréttur og klofnaði í afstöðu sinni. Meirihluti dómaranna taldi löggjafarvaldið hafa afsalað valdi sínu til framkvæmdavaldsins. Það er ekki heimilt samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna.

Arkansasríki hefur ekki tekið fanga af lífi síðan árið 2005, meðal annars vegna deilna um löggjöfina.- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×