Erlent

Elstu merki um notkun á mjólk

Mynd/ayurmantra.com
Efnafræðilegar rannsóknir á leifum af ílátum sem talin eru um 7.000 ára gamlar sýna að fólk í Norður-Afríku var byrjað að nýta sér mjólk úr nautgripum mun fyrr en áður hefur verið sýnt fram á, mögulega til að bregðast við þurrkum á svæðinu.

Ílátin fundust í Líbíu, og staðfesta rannsóknir að þau voru notuð til að geyma mjólk eða mjólkurafurðir. Áður voru elstu staðfestu munirnir sem sýndu fram á notkun mjólkur úr nautgripum um 2.500 ára gamlir.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×