Erlent

Fundu fimmtíu beinagrindur

Pokinn á maga risavambans var nægilega stór til að rúma fullvaxta mann.Nordicphotos/Afp
Pokinn á maga risavambans var nægilega stór til að rúma fullvaxta mann.Nordicphotos/Afp
Fornleifafræðingar í Ástralíu fundu um fimmtíu beinagrindur af svokölluðum risavömbum í Queensland í gær. Beinin munu líklega gefa vísindamönnum betri skýringar á því hvers vegna tegundin dó út.

Risavambi er stærsta pokadýr sem uppi hefur verið og getur poki þess rúmað fullvaxna manneskju. Þeir lifðu á plöntum og voru á stærð við nashyrning. Talið er að beinagrindurnar sem fundust í gær séu á bilinu 100 þúsund til 200 þúsund ára gamlar. Ástralir kalla uppgötvunina „Gullnámu fornleifafræðinga“.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×