Erlent

Assange vill hæli í Ekvador

Stofnandi Wikileaks á yfir höfði sér að verða framseldur til Svíþjóðar.
Stofnandi Wikileaks á yfir höfði sér að verða framseldur til Svíþjóðar.
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur sótt um pólitískt hæli í Ekvador og var í sendiráði landsins í London í gærkvöldi. Þetta sagði utanríkisráðherra Ekvadors, Ricardo Patino, við breska ríkisútvarpið.

Patino sagði ríkið nú skoða og meta beiðni Assange. Assange á yfir höfði sér að verða framseldur til Svíþjóðar, þar sem hann er sakaður um kynferðisbrot. Hæstiréttur í landinu hefur gefið honum frest til 28. júní, en þá mun vinna við framsalið hefjast. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×