Erlent

Sósíalistar ná meirihluta í Frakklandi

Francois Hollande
Francois Hollande
Sósíalistaflokkurinn getur myndað hreinan meirihluta í neðri deild franska þingsins samkvæmt útgönguspám. Samkvæmt spánum hlaut flokkurinn, sem er flokkur Francois Hollande forseta, 312 af 577 þingsætum.

Ef útgönguspárnar ganga eftir þurfa sósíalistar ekki að reiða sig á stuðning frá öðrum flokkum. Það skiptir miklu máli fyrir Hollande, sem mun með þessu hafa stuðning meirihluta þingsins.

Hollande hefur lofað að fjölga opinberum starfsmönnum og beita sér fyrir breytingum á björgunaráætlunum Evrópusambandsins, svo þær snúist í auknum mæli um hagvöxt en ekki niðurskurð. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×