Hillary Clinton ítrekar að Assad verði að víkja 8. júní 2012 03:00 Sýrlenskir uppreisnarmenn Sveitir uppreisnarmanna segjast ekki lengur bundnar af vopnahléi og hafa síðustu daga fellt tugi stjórnarhermanna.Fréttablaðið/AP Hrottasveitir Sýrlandshers sagðar hafa myrt flesta þorpsbúa í Qubair í kjölfar loftárása á þorpið. Einungis örfáum tókst að komast undan og skýra frá því sem gerðist. Clinton ómyrk í máli um ofbeldið í Sýrlandi. „Það sem við sjáum gerast vekur okkur viðbjóð,“ sagði Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gær, um nýjustu fjöldamorðin, sem framin voru í Sýrlandi á miðvikudag. „Ofbeldið, sem við urðum vitni að aftur í Hama í gær og stjórnin ber ábyrgð á, er einfaldlega samviskulaust,“ sagði hún í Istanbúl í Tyrklandi í gær að loknum fundi sem hún átti þar með utanríkisráðherrum og erindrekum sex-tán ríkja. „Grimmd og undirferli Assads hefur eflst um allan helming og Sýrland mun ekki verða og getur ekki orðið friðvænlegt, stöðugt og hvað þá lýðræðislegt fyrr en Assad fer,“ bætti hún við. Bandaríkin og fleiri Vesturlönd jafnt sem arabaríki hafa undanfarnar vikur og mánuði reynt að ná samstöðu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um harðari aðgerðir gegn Sýrlandsstjórn. Þær tilraunir hafa jafnan mætt andstöðu Rússa og Kínverja sem geta ekki hugsað sér að styðja erlenda íhlutun í málefni Sýrlands, enda gætu bæði Rússar og Kínverjar þá hugsanlega átt von á sambærilegum kröfum síðar meir um alþjóðlega íhlutun, til dæmis í málefni ýmissa minnihlutahópa í Rússlandi og Kína. Friðargæsluliðum á vegum Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins var í gær meinaður aðgangur að þorpinu Qubair, sem er skammt norður af borginni Hama. Það voru félagar í stjórnarher Assads, sem hindruðu för þeirra. Nokkrum íbúum þorpsins tókst að flýja þaðan á miðvikudag, þegar vígasveitir fóru um þorpið og myrtu þar nánast hvern einasta mann, einkum konur og börn. Þeir sem tókst að komast lifandi burt segja að árásin á þorpið hafi byrjað með sprengjuárásum stjórnarhersins en í framhaldinu hafi vígasveitirnar haldið inn í þorpið, gengið hús úr húsi og drepið fólk. Þetta er lítið þorp. Íbúðarhúsin eru ekki nema um þrjátíu en engin leið hefur verið að fá staðfestar upplýsingar um það, hve margir voru myrtir. Ríkisfjölmiðlar í Sýrlandi hafa neitað öllum frásögnum um fjöldamorð, en segja að stjórnarherinn hafi gert árás á þorpið eftir að hafa fengið ábendingu frá almenningi. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Hrottasveitir Sýrlandshers sagðar hafa myrt flesta þorpsbúa í Qubair í kjölfar loftárása á þorpið. Einungis örfáum tókst að komast undan og skýra frá því sem gerðist. Clinton ómyrk í máli um ofbeldið í Sýrlandi. „Það sem við sjáum gerast vekur okkur viðbjóð,“ sagði Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gær, um nýjustu fjöldamorðin, sem framin voru í Sýrlandi á miðvikudag. „Ofbeldið, sem við urðum vitni að aftur í Hama í gær og stjórnin ber ábyrgð á, er einfaldlega samviskulaust,“ sagði hún í Istanbúl í Tyrklandi í gær að loknum fundi sem hún átti þar með utanríkisráðherrum og erindrekum sex-tán ríkja. „Grimmd og undirferli Assads hefur eflst um allan helming og Sýrland mun ekki verða og getur ekki orðið friðvænlegt, stöðugt og hvað þá lýðræðislegt fyrr en Assad fer,“ bætti hún við. Bandaríkin og fleiri Vesturlönd jafnt sem arabaríki hafa undanfarnar vikur og mánuði reynt að ná samstöðu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um harðari aðgerðir gegn Sýrlandsstjórn. Þær tilraunir hafa jafnan mætt andstöðu Rússa og Kínverja sem geta ekki hugsað sér að styðja erlenda íhlutun í málefni Sýrlands, enda gætu bæði Rússar og Kínverjar þá hugsanlega átt von á sambærilegum kröfum síðar meir um alþjóðlega íhlutun, til dæmis í málefni ýmissa minnihlutahópa í Rússlandi og Kína. Friðargæsluliðum á vegum Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins var í gær meinaður aðgangur að þorpinu Qubair, sem er skammt norður af borginni Hama. Það voru félagar í stjórnarher Assads, sem hindruðu för þeirra. Nokkrum íbúum þorpsins tókst að flýja þaðan á miðvikudag, þegar vígasveitir fóru um þorpið og myrtu þar nánast hvern einasta mann, einkum konur og börn. Þeir sem tókst að komast lifandi burt segja að árásin á þorpið hafi byrjað með sprengjuárásum stjórnarhersins en í framhaldinu hafi vígasveitirnar haldið inn í þorpið, gengið hús úr húsi og drepið fólk. Þetta er lítið þorp. Íbúðarhúsin eru ekki nema um þrjátíu en engin leið hefur verið að fá staðfestar upplýsingar um það, hve margir voru myrtir. Ríkisfjölmiðlar í Sýrlandi hafa neitað öllum frásögnum um fjöldamorð, en segja að stjórnarherinn hafi gert árás á þorpið eftir að hafa fengið ábendingu frá almenningi. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira