Forsetavaldið Skúli Magnússson skrifar 7. júní 2012 06:00 Í umræðu undanfarna daga um vald forseta Íslands, þ. á m. heimild hans til þingrofs, hefur skort á að greinarmunur sé gerður á annars vegar jákvæðum valdheimildum og hins vegar neikvæðum. Íslensk stjórnskipun byggir á þeirri meginreglu að mikilvægustu stjórnarathafnir ríkisins hljóti gildi við sameiginlega undirritun forseta og ráðherra. Þessi meginregla styðst við 19. gr. stjskr. þar sem segir að undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veiti þeim gildi er ráðherra riti undir þau með honum, en einnig kemur hún fram í 13. gr. um að forseti láti ráðherra „framkvæma vald sitt“. Samkvæmt þessari reglu, sem rekja má til afnáms einveldis Danakonungs árið 1849, verður valdheimildum forseta ekki beitt án þess að til komi atbeini ráðherra sem ber stjórnskipulega ábyrgð á máli (sbr. 14. gr. stjskr.). Reglan á t.d. við um embættisveitingar forseta (20. gr. stjskr.), framlagningu lagafrumvarpa (25. gr. stjskr.) og útgáfu bráðabirgðalaga (28. gr. stjskr.). Hins vegar gildir reglan ekki um synjunarvald forseta skv. 26. gr. stjskr. Forseti getur því synjað lögum Alþingis staðfestingar án atbeina ráðherra en að öðru leyti nýtur hann ekki formlegra jákvæðra heimilda. Það er því ástæðulaust að velta vöngum yfir því hvort forseti geti á eigin spýtur skipað embættismenn eða lagt fram stjórnarfrumvörp, svo dæmi séu tekin. Á hinn bóginn er ljóst að þessar ákvarðanir verða ekki teknar með gildum hætti án þess að til komi staðfesting forseta á tillögu ráðherra. Neikvæðar valdheimildir forseta skv. ákvæðum stjórnarskrárinnar eru því verulegar. Þótt jafnan sé rætt um þessar heimildir sem aðeins „formlegar“ með hliðsjón af þeirri framkvæmd að forseti fer jafnan að tillögu ráðherra, stendur eftir sú blákalda staðreynd að forseti verður ekki þvingaður til staðfestingar. Um þingrof gildir framangreind meginregla fullum fetum. Forseti getur því ekki rofið þing skv. 24. gr. stjskr. án atbeina ráðherra og hefur því ótvírætt ekki jákvæða eða sjálfstæða heimild til þingrofs. Á hinn bóginn leiðir af reglunni að forseti verður heldur ekki þvingaður til að fallast á tillögu ráðherra um þingrof. Sú framkvæmd að forseti fallist jafnan á tillögu ráðherra um þingrof getur ekki haggað þessari staðreynd. Sama á við um skipun ráðherra (15. gr. stjskr.). Það flækir hins vegar málið að tillaga um skipun nýs forsætisráðherra getur verið borin upp af forsætisráðherraefni sem verður þá ráðherra þegar við undirskrift forseta. Fræðilega stenst því sú ímyndaða atburðarás sem Svanur Kristjánsson brá upp í viðtali við Spegilinn fyrir stuttu þar sem forseti skipaði nýjan forsætisráðherra sem gerði umsvifalaust tillögu til forseta um lausn sitjandi ríkisstjórnar, þingrof og nýjar kosningar. Hér verður þó að hafa í huga að slíkar athafnir forseta væru háðar því að fyrir hendi væri stjórnmálamaður sem vildi axla þá pólitísku og lagalegu ábyrgð sem þessum ákvörðunum fylgja. Sá stjórnmálamaður gæti orðið vandfundinn, a.m.k. í hópi alþingismanna. Hér verður og að hafa í huga að þrátt fyrir þingrof myndi Alþingi halda umboði sínu til kjördags og gæti því samþykkt vantraust á hina nýju ríkisstjórn (24. gr. stjskr.). Að lokum verður að benda á heimild þingsins til að krefjast þess með 3/4 hluta atkvæða að forseti sé leystur frá með þjóðaratkvæðagreiðslu (3. mgr. 11. gr. stjskr.) en við slíka samþykkt myndi forseti láta umsvifalaust af störfum og handhafar forsetavalds fara með hlutverk hans þar til niðurstaða atkvæðagreiðslu lægi fyrir. Alþingi hefur það þannig í hendi sér að víkja forseta tímabundið frá og virkja pólitíska ábyrgð hans gagnvart þjóðinni. Þar af leiðandi fer því fjarri að Alþingi hafi engin spil á hendi í skiptum við forseta sem bryti gegn viðteknum venjum í stjórnskipun landsins, svo sem þingræðisreglunni. Það er svo annað mál, sem ekki er unnt að fjalla um nánar hér, hvort rétt sé að skýra og skilgreina lagalega ábyrgð forseta um þau atriði sem að framan greinir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu undanfarna daga um vald forseta Íslands, þ. á m. heimild hans til þingrofs, hefur skort á að greinarmunur sé gerður á annars vegar jákvæðum valdheimildum og hins vegar neikvæðum. Íslensk stjórnskipun byggir á þeirri meginreglu að mikilvægustu stjórnarathafnir ríkisins hljóti gildi við sameiginlega undirritun forseta og ráðherra. Þessi meginregla styðst við 19. gr. stjskr. þar sem segir að undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veiti þeim gildi er ráðherra riti undir þau með honum, en einnig kemur hún fram í 13. gr. um að forseti láti ráðherra „framkvæma vald sitt“. Samkvæmt þessari reglu, sem rekja má til afnáms einveldis Danakonungs árið 1849, verður valdheimildum forseta ekki beitt án þess að til komi atbeini ráðherra sem ber stjórnskipulega ábyrgð á máli (sbr. 14. gr. stjskr.). Reglan á t.d. við um embættisveitingar forseta (20. gr. stjskr.), framlagningu lagafrumvarpa (25. gr. stjskr.) og útgáfu bráðabirgðalaga (28. gr. stjskr.). Hins vegar gildir reglan ekki um synjunarvald forseta skv. 26. gr. stjskr. Forseti getur því synjað lögum Alþingis staðfestingar án atbeina ráðherra en að öðru leyti nýtur hann ekki formlegra jákvæðra heimilda. Það er því ástæðulaust að velta vöngum yfir því hvort forseti geti á eigin spýtur skipað embættismenn eða lagt fram stjórnarfrumvörp, svo dæmi séu tekin. Á hinn bóginn er ljóst að þessar ákvarðanir verða ekki teknar með gildum hætti án þess að til komi staðfesting forseta á tillögu ráðherra. Neikvæðar valdheimildir forseta skv. ákvæðum stjórnarskrárinnar eru því verulegar. Þótt jafnan sé rætt um þessar heimildir sem aðeins „formlegar“ með hliðsjón af þeirri framkvæmd að forseti fer jafnan að tillögu ráðherra, stendur eftir sú blákalda staðreynd að forseti verður ekki þvingaður til staðfestingar. Um þingrof gildir framangreind meginregla fullum fetum. Forseti getur því ekki rofið þing skv. 24. gr. stjskr. án atbeina ráðherra og hefur því ótvírætt ekki jákvæða eða sjálfstæða heimild til þingrofs. Á hinn bóginn leiðir af reglunni að forseti verður heldur ekki þvingaður til að fallast á tillögu ráðherra um þingrof. Sú framkvæmd að forseti fallist jafnan á tillögu ráðherra um þingrof getur ekki haggað þessari staðreynd. Sama á við um skipun ráðherra (15. gr. stjskr.). Það flækir hins vegar málið að tillaga um skipun nýs forsætisráðherra getur verið borin upp af forsætisráðherraefni sem verður þá ráðherra þegar við undirskrift forseta. Fræðilega stenst því sú ímyndaða atburðarás sem Svanur Kristjánsson brá upp í viðtali við Spegilinn fyrir stuttu þar sem forseti skipaði nýjan forsætisráðherra sem gerði umsvifalaust tillögu til forseta um lausn sitjandi ríkisstjórnar, þingrof og nýjar kosningar. Hér verður þó að hafa í huga að slíkar athafnir forseta væru háðar því að fyrir hendi væri stjórnmálamaður sem vildi axla þá pólitísku og lagalegu ábyrgð sem þessum ákvörðunum fylgja. Sá stjórnmálamaður gæti orðið vandfundinn, a.m.k. í hópi alþingismanna. Hér verður og að hafa í huga að þrátt fyrir þingrof myndi Alþingi halda umboði sínu til kjördags og gæti því samþykkt vantraust á hina nýju ríkisstjórn (24. gr. stjskr.). Að lokum verður að benda á heimild þingsins til að krefjast þess með 3/4 hluta atkvæða að forseti sé leystur frá með þjóðaratkvæðagreiðslu (3. mgr. 11. gr. stjskr.) en við slíka samþykkt myndi forseti láta umsvifalaust af störfum og handhafar forsetavalds fara með hlutverk hans þar til niðurstaða atkvæðagreiðslu lægi fyrir. Alþingi hefur það þannig í hendi sér að víkja forseta tímabundið frá og virkja pólitíska ábyrgð hans gagnvart þjóðinni. Þar af leiðandi fer því fjarri að Alþingi hafi engin spil á hendi í skiptum við forseta sem bryti gegn viðteknum venjum í stjórnskipun landsins, svo sem þingræðisreglunni. Það er svo annað mál, sem ekki er unnt að fjalla um nánar hér, hvort rétt sé að skýra og skilgreina lagalega ábyrgð forseta um þau atriði sem að framan greinir.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun