Nýr Landspítali – Leiðréttingar Ingólfs Guðlaugur Gauti Jónsson skrifar 5. júní 2012 06:00 Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspítalans, skrifar grein í Fréttablaðið þann 1. júní sl. með nafninu Guðlaugur Gauti leiðréttur. Ég leitaði logandi ljósi að leiðréttingum Ingólfs en fann ekki. Greinin gefur þó tilefni til að gera betur grein fyrir þáttum sem skipta máli. Eru allir að tala um sama verkið?Í fyrsta lagi er gott að hafa á hreinu að þegar ég fjalla um áformaðar framkvæmdir við nýja Landspítalann þá á ég við báða áfangana eins og þeim er lýst í drögum að greinargerð og skilmálum með deiliskipulaginu. Það er eini mátinn til að meta samanlögð áhrif nýja spítalans á umhverfið. Sumir hafa gripið til þess að tala um 1. áfanga eingöngu, eins og Ingólfur gerir, eða jafnvel hluta af 1. áfanga eins og velferðarráðherra hefur gert. Það læðist reyndar að manni grunur um blekkingar þegar ráðherra segir án frekari skýringa að áætlaður framkvæmdakostnaður verði 45 milljarðar en það gerði hann í ávarpi til ársfundar Landspítalans. Samkvæmt upplýsingum sem ég aflaði mér frá velferðarráðuneytinu er hér átt við að 1. áfangi án bygginga sem HÍ hyggst byggja á lóðinni, án endurbóta á eldra húsnæði og án tækjakaupa muni kosta 45 milljarða. Full starfhæfur fyrsti áfangi verður miklu dýrari en þetta og öll framkvæmdin mun vart kosta minna en 100 milljarða. Skiptir umferð og mengun máli?Það er rétt hjá Ingólfi að mér verður tíðrætt um umferð og mengun. Samkvæmt drögum að Greinargerð um samgöngur frá janúar 2012 er ætlað að ferðum til og frá svæðinu muni fjölga um allt að 12.000 vegna þessa verkefnis (bls. 11). Þetta hefur í för með sér aukna mengun á svæðum sem nú þegar búa við mengun yfir viðmiðunarmörkum í margar vikur á ári. Bílastæðum sem standa notendum spítalans til boða við lok 1. áfanga mun hins vegar fækka um 400 frá því sem nú er. Nú þegar leggja notendur spítalans undir sig fjölda stæða utan lóða spítalans (bls. 10). Þegar bílastæðum fækkar, notendum fjölgar og strangri notkunarstýringu (gjaldtöku) hefur verið komið á munu bílastæði í götum umhverfis lóðina verða notuð í enn ríkara mæli. Árdegis og síðdegis munu myndast biðraðir í götum og við gatnamót umhverfis spítalann (bls. 12). Það er nærtækt að draga þá ályktun að fjöldi ökumanna muni reyna að komast hjá þessum töfum með því að stytta sér leið gegnum nærliggjandi íbúðahverfi. Um þetta hefur ekki verið fjallað svo ég viti. Hefur staðarvalsgreining verið unnin?Ingólfur segir að erlendir sérfræðingar hafi í tvígang unnið hagkvæmnismat fyrir væntanlega framkvæmd. Ég hef bent á að hagkvæmnismat eitt og sér sem unnið er eftir á fyrir einn valkost um staðsetningu hefur takmarkað gildi. Hagkvæmnismat þarf að vera hluti af ítarlegri staðarvalsgreiningu þar sem borin eru saman umhverfisleg, félagsleg, tæknileg og hagræn áhrif margra valkosta um staðsetningu. Ég stend í þeirri meiningu að það hafi ekki legið fyrir hagkvæmnismat þegar 2002 skýrslan um staðsetningu spítalans var gerð og staðsetningin ákveðin. Í skýrslunni stendur m.a. eftirfarandi (bls. 14): „Gerð er lausleg áætlun um heildarkostnað við nýjan spítala í samræmi við þá tillögu White arkitekta, sem nefnd hefur verið Hringbraut II. Í henni er miðað við að meginstarfsemi spítalans verði á suðurhluta lóðarinnar á svæði milli núverandi og fyrirhugaðrar legu Hringbrautar.“ Má bera stærð spítalans saman við Smáralind?Ég held að ég hafi fyrstur manna notað Smáralindina til viðmiðunar um byggingarmagnið sem áætlað er að reisa á lóð Landspítalans. Ég get fallist á að sú bygging er talsvert frábrugðin fyrirhuguðum byggingum Landspítalans. Þess vegna notaði ég líka annað viðmið í grein minni sem er Fellahverfi ásamt allri Mjóddinni. En það er erfitt um vik því í raun eru ekki til á Íslandi nægilega stórar byggingar til að nota til samanburðar við nýja Landspítalann. Samanlögð stærð Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar með öllum tengigöngum og brottfararskálum er t.d. ekki nema 55 þús. ferm. Það er innan við 20% af því byggingarmagni sem á að koma fyrir á lóð Landspítalans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Guðlaugur Gauti leiðréttur Guðlaugur Gauti Jónsson arkitekt skrifar grein í Fréttablaðið fimmtudaginn 31. maí um nýjan Landspítala. Það er ekki mitt að finna að stílbrögðum annarra. Ég tel þó nauðsynlegt að leiðrétta Guðlaug Gauta því hann gefur sér rangar forsendur og dregur af þeim stóryrtar fullyrðingar. 1. júní 2012 06:00 Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspítalans, skrifar grein í Fréttablaðið þann 1. júní sl. með nafninu Guðlaugur Gauti leiðréttur. Ég leitaði logandi ljósi að leiðréttingum Ingólfs en fann ekki. Greinin gefur þó tilefni til að gera betur grein fyrir þáttum sem skipta máli. Eru allir að tala um sama verkið?Í fyrsta lagi er gott að hafa á hreinu að þegar ég fjalla um áformaðar framkvæmdir við nýja Landspítalann þá á ég við báða áfangana eins og þeim er lýst í drögum að greinargerð og skilmálum með deiliskipulaginu. Það er eini mátinn til að meta samanlögð áhrif nýja spítalans á umhverfið. Sumir hafa gripið til þess að tala um 1. áfanga eingöngu, eins og Ingólfur gerir, eða jafnvel hluta af 1. áfanga eins og velferðarráðherra hefur gert. Það læðist reyndar að manni grunur um blekkingar þegar ráðherra segir án frekari skýringa að áætlaður framkvæmdakostnaður verði 45 milljarðar en það gerði hann í ávarpi til ársfundar Landspítalans. Samkvæmt upplýsingum sem ég aflaði mér frá velferðarráðuneytinu er hér átt við að 1. áfangi án bygginga sem HÍ hyggst byggja á lóðinni, án endurbóta á eldra húsnæði og án tækjakaupa muni kosta 45 milljarða. Full starfhæfur fyrsti áfangi verður miklu dýrari en þetta og öll framkvæmdin mun vart kosta minna en 100 milljarða. Skiptir umferð og mengun máli?Það er rétt hjá Ingólfi að mér verður tíðrætt um umferð og mengun. Samkvæmt drögum að Greinargerð um samgöngur frá janúar 2012 er ætlað að ferðum til og frá svæðinu muni fjölga um allt að 12.000 vegna þessa verkefnis (bls. 11). Þetta hefur í för með sér aukna mengun á svæðum sem nú þegar búa við mengun yfir viðmiðunarmörkum í margar vikur á ári. Bílastæðum sem standa notendum spítalans til boða við lok 1. áfanga mun hins vegar fækka um 400 frá því sem nú er. Nú þegar leggja notendur spítalans undir sig fjölda stæða utan lóða spítalans (bls. 10). Þegar bílastæðum fækkar, notendum fjölgar og strangri notkunarstýringu (gjaldtöku) hefur verið komið á munu bílastæði í götum umhverfis lóðina verða notuð í enn ríkara mæli. Árdegis og síðdegis munu myndast biðraðir í götum og við gatnamót umhverfis spítalann (bls. 12). Það er nærtækt að draga þá ályktun að fjöldi ökumanna muni reyna að komast hjá þessum töfum með því að stytta sér leið gegnum nærliggjandi íbúðahverfi. Um þetta hefur ekki verið fjallað svo ég viti. Hefur staðarvalsgreining verið unnin?Ingólfur segir að erlendir sérfræðingar hafi í tvígang unnið hagkvæmnismat fyrir væntanlega framkvæmd. Ég hef bent á að hagkvæmnismat eitt og sér sem unnið er eftir á fyrir einn valkost um staðsetningu hefur takmarkað gildi. Hagkvæmnismat þarf að vera hluti af ítarlegri staðarvalsgreiningu þar sem borin eru saman umhverfisleg, félagsleg, tæknileg og hagræn áhrif margra valkosta um staðsetningu. Ég stend í þeirri meiningu að það hafi ekki legið fyrir hagkvæmnismat þegar 2002 skýrslan um staðsetningu spítalans var gerð og staðsetningin ákveðin. Í skýrslunni stendur m.a. eftirfarandi (bls. 14): „Gerð er lausleg áætlun um heildarkostnað við nýjan spítala í samræmi við þá tillögu White arkitekta, sem nefnd hefur verið Hringbraut II. Í henni er miðað við að meginstarfsemi spítalans verði á suðurhluta lóðarinnar á svæði milli núverandi og fyrirhugaðrar legu Hringbrautar.“ Má bera stærð spítalans saman við Smáralind?Ég held að ég hafi fyrstur manna notað Smáralindina til viðmiðunar um byggingarmagnið sem áætlað er að reisa á lóð Landspítalans. Ég get fallist á að sú bygging er talsvert frábrugðin fyrirhuguðum byggingum Landspítalans. Þess vegna notaði ég líka annað viðmið í grein minni sem er Fellahverfi ásamt allri Mjóddinni. En það er erfitt um vik því í raun eru ekki til á Íslandi nægilega stórar byggingar til að nota til samanburðar við nýja Landspítalann. Samanlögð stærð Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar með öllum tengigöngum og brottfararskálum er t.d. ekki nema 55 þús. ferm. Það er innan við 20% af því byggingarmagni sem á að koma fyrir á lóð Landspítalans.
Guðlaugur Gauti leiðréttur Guðlaugur Gauti Jónsson arkitekt skrifar grein í Fréttablaðið fimmtudaginn 31. maí um nýjan Landspítala. Það er ekki mitt að finna að stílbrögðum annarra. Ég tel þó nauðsynlegt að leiðrétta Guðlaug Gauta því hann gefur sér rangar forsendur og dregur af þeim stóryrtar fullyrðingar. 1. júní 2012 06:00
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar