Foreldrafirring er alvarlegt ofbeldi Heimir Hilmarsson skrifar 5. júní 2012 06:00 Í fréttum RÚV, 2. júní sl., var frétt með fyrirsögninni „Foreldrafirringarheilkennið ekki til" og vitnað í Hrefnu Friðriksdóttur, formann nefndar á vegum innanríkisráðuneytis sem fjallaði um barnalög, sem sagði ekki vísindalega sannað að sjúkdómshugtakið foreldrafirringarheilkenni (Parent Alienation Syndrome) væri til. Hér verður því ekki haldið fram að um sjúkdóm sé að ræða, en benda má á að 95 ár liðu frá því að kenningar um Tourette komu fyrst fram, þar til þær urðu vísindalega sannað sjúkdómshugtak, en fyrstu kenningar um PAS eru 27 ára.Vald lögheimilisforeldra Hvaða nafn sem gefa má því andlega ofbeldi sem felst í tilefnislausum umgengnistálmunum, neikvæðri innrætingu, heilaþvotti eða kúgun á börnum, þá hjálpum við engum með hártogunum um það hvaða nafn á að gefa slíku ofbeldi eða afleiðingum þess fyrir börn. Engu skiptir hvort afleiðingar þess andlega ofbeldis sem foreldri beitir barn heiti foreldrafirringarheilkenni, áfallastreituröskun eða eitthvað annað því hér er um gróft andlegt og tilfinningalegt ofbeldi á börnum að ræða sem framið er fyrst og fremst í skjóli þess valds sem lögheimilisforeldri hefur yfir barni. Barn á allt sitt undir þessu foreldri og þarf að treysta því fyrir öryggi, velferð, fæði, klæði og öllu lífi sínu og er því algjörlega varnarlaust gagnvart ofbeldinu. Barn sem þolir alvarlegt andlegt ofbeldi af þessu tagi getur hvorki tjáð jákvæðar tilfinningar sínar í garð þess foreldris sem það má ekki að hitta, né borið hönd fyrir höfuð sér í ofbeldisfullu umhverfi lögheimilisins.Lögin eru ónothæf Í meistararitgerð Maríu Júlíu Rúnarsdóttur frá 2009, þar sem fjallað er um foreldrafirringu sem eina tegund tálmunar á umgengni, kemur fram að foreldrafirring er raunverulegur vandi og vel þekktur í íslenskum umgengnis- og forsjármálum. Jafnframt kom fram í rannsóknarritgerðinni að mikið vanti upp á að íslensk lög og verklagsreglur geti mætt þeim vanda þegar foreldri sem fer með lögheimilisvald beitir umgengnistálmunum og því ofbeldi sem þeim fylgir. Í ritgerðinni koma fram sterk ummæli fagfólks sem tengist deilum foreldra í umgengnis- og forsjármálum: Þriggja félagsmálastjóra, þriggja fulltrúa sýslumanna, fjögurra sálfræðinga, starfsmanns barnahúss, fjögurra lögmanna og tveggja dómara. Nær allir þekktu til einkenna foreldrafirringar eins og þau eru skilgreind í kenningum hennar og voru sammála um að þetta er mjög alvarlegt ofbeldi gegn börnum. Í máli þeirra kom fram að: n Úrræði sem lög leyfa í dag vegna tálmunarmála eru ónothæf. Algert úrræðaleysi ríkir. n Skilgreina þarf foreldrafirringu sem andlegt ofbeldi í barnaverndarlögum. n Skilgreina þarf tálmunarmál sem barnaverndarmál og meðhöndla þau eins og hvert annað ofbeldismál gegn börnum. n Núverandi sáttameðferðarúrræði eru máttlaus. n Skylda þarf foreldra til sáttameðferðar. n Stytta þarf viðbragðstíma og málsmeðferð. n Nauðsyn er á foreldrafræðslu um inntak foreldraábyrgðar og forsjár. n Tálmunarmál eiga oft upptök sín í deilum um peninga (t.d. viðbótarmeðlag). n Nauðsynlegt er að gefa dómurum heimild til að dæma sameiginlega forsjá. n Horfast þarf í augu við þann veruleika, að til eru mæður sem beita börn sín ofbeldi. n Hægt þarf að vera að færa forsjá tímabundið eða alfarið frá lögheimilisforeldri í tálmunarmálum, enda þurfi að koma börnum burt úr ofbeldinu. n Auka þarf umræðu um umgengnistálmanir. n Tálmunarmál verði að færa frá sýslumönnum til dómstóla. Afleiðingar foreldrafirringar geta haft skelfilegar afleiðingar á líf barns fram á fullorðinsár. Vitað er um mál þar sem barn reyndi sjálfsmorð í kjölfar slíks ofbeldis. Einnig þekkist að börn hafni foreldri sem beitti slíku ofbeldi þegar þau komast til vits og ára.Lögvarið ofbeldi Ofbeldi hefur verið hluti af jafnréttisumræðunni um nokkurt skeið og þá er iðulega talað um „kynbundið ofbeldi" í þeim skilningi að karlar eru þar gerendur, konur þolendur og börn óbeinir þolendur. Lög um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi eru nokkuð skýr og ströng viðurlög við slíku ofbeldi í hegningarlögum. En í lögunum er hvergi minnst á andlegt ofbeldi, nánast eins og það sé ekki til. Og þá má spyrja: Er andlegt ofbeldi ekki til? Hvers vegna er talað um „kynbundið ofbeldi"? Beita kvenkyns Íslendingar aldrei ofbeldi? Hafa sumir rétt til að beita ofbeldi um fram aðra? Hverjir? Svarið við þeirri spurningu gæti verið, að þeir sem beita ofbeldi sem ekki hefur verið skilgreint í lögum sem refsivert ofbeldi, hafi rétt löggjafans til þess að beita slíku ofbeldi. Er virkilega til sá Íslendingur sem vill áframhaldandi lögverndun og refsileysi þeim lögheimilisforeldrum til handa, sem beita börn sín alvarlegu andlegu ofbeldi? Er til fólk sem óskar þess að íslensk börn séu áfram varnarlaus í höndum slíkra foreldra? Viljum við m.ö.o. að sumir foreldrar hafi leyfi löggjafans til að beita börn sín ofbeldi? Eða viljum við að hver einasti Íslendingur, og börn þar með talin, njóti verndar frá ofbeldi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í fréttum RÚV, 2. júní sl., var frétt með fyrirsögninni „Foreldrafirringarheilkennið ekki til" og vitnað í Hrefnu Friðriksdóttur, formann nefndar á vegum innanríkisráðuneytis sem fjallaði um barnalög, sem sagði ekki vísindalega sannað að sjúkdómshugtakið foreldrafirringarheilkenni (Parent Alienation Syndrome) væri til. Hér verður því ekki haldið fram að um sjúkdóm sé að ræða, en benda má á að 95 ár liðu frá því að kenningar um Tourette komu fyrst fram, þar til þær urðu vísindalega sannað sjúkdómshugtak, en fyrstu kenningar um PAS eru 27 ára.Vald lögheimilisforeldra Hvaða nafn sem gefa má því andlega ofbeldi sem felst í tilefnislausum umgengnistálmunum, neikvæðri innrætingu, heilaþvotti eða kúgun á börnum, þá hjálpum við engum með hártogunum um það hvaða nafn á að gefa slíku ofbeldi eða afleiðingum þess fyrir börn. Engu skiptir hvort afleiðingar þess andlega ofbeldis sem foreldri beitir barn heiti foreldrafirringarheilkenni, áfallastreituröskun eða eitthvað annað því hér er um gróft andlegt og tilfinningalegt ofbeldi á börnum að ræða sem framið er fyrst og fremst í skjóli þess valds sem lögheimilisforeldri hefur yfir barni. Barn á allt sitt undir þessu foreldri og þarf að treysta því fyrir öryggi, velferð, fæði, klæði og öllu lífi sínu og er því algjörlega varnarlaust gagnvart ofbeldinu. Barn sem þolir alvarlegt andlegt ofbeldi af þessu tagi getur hvorki tjáð jákvæðar tilfinningar sínar í garð þess foreldris sem það má ekki að hitta, né borið hönd fyrir höfuð sér í ofbeldisfullu umhverfi lögheimilisins.Lögin eru ónothæf Í meistararitgerð Maríu Júlíu Rúnarsdóttur frá 2009, þar sem fjallað er um foreldrafirringu sem eina tegund tálmunar á umgengni, kemur fram að foreldrafirring er raunverulegur vandi og vel þekktur í íslenskum umgengnis- og forsjármálum. Jafnframt kom fram í rannsóknarritgerðinni að mikið vanti upp á að íslensk lög og verklagsreglur geti mætt þeim vanda þegar foreldri sem fer með lögheimilisvald beitir umgengnistálmunum og því ofbeldi sem þeim fylgir. Í ritgerðinni koma fram sterk ummæli fagfólks sem tengist deilum foreldra í umgengnis- og forsjármálum: Þriggja félagsmálastjóra, þriggja fulltrúa sýslumanna, fjögurra sálfræðinga, starfsmanns barnahúss, fjögurra lögmanna og tveggja dómara. Nær allir þekktu til einkenna foreldrafirringar eins og þau eru skilgreind í kenningum hennar og voru sammála um að þetta er mjög alvarlegt ofbeldi gegn börnum. Í máli þeirra kom fram að: n Úrræði sem lög leyfa í dag vegna tálmunarmála eru ónothæf. Algert úrræðaleysi ríkir. n Skilgreina þarf foreldrafirringu sem andlegt ofbeldi í barnaverndarlögum. n Skilgreina þarf tálmunarmál sem barnaverndarmál og meðhöndla þau eins og hvert annað ofbeldismál gegn börnum. n Núverandi sáttameðferðarúrræði eru máttlaus. n Skylda þarf foreldra til sáttameðferðar. n Stytta þarf viðbragðstíma og málsmeðferð. n Nauðsyn er á foreldrafræðslu um inntak foreldraábyrgðar og forsjár. n Tálmunarmál eiga oft upptök sín í deilum um peninga (t.d. viðbótarmeðlag). n Nauðsynlegt er að gefa dómurum heimild til að dæma sameiginlega forsjá. n Horfast þarf í augu við þann veruleika, að til eru mæður sem beita börn sín ofbeldi. n Hægt þarf að vera að færa forsjá tímabundið eða alfarið frá lögheimilisforeldri í tálmunarmálum, enda þurfi að koma börnum burt úr ofbeldinu. n Auka þarf umræðu um umgengnistálmanir. n Tálmunarmál verði að færa frá sýslumönnum til dómstóla. Afleiðingar foreldrafirringar geta haft skelfilegar afleiðingar á líf barns fram á fullorðinsár. Vitað er um mál þar sem barn reyndi sjálfsmorð í kjölfar slíks ofbeldis. Einnig þekkist að börn hafni foreldri sem beitti slíku ofbeldi þegar þau komast til vits og ára.Lögvarið ofbeldi Ofbeldi hefur verið hluti af jafnréttisumræðunni um nokkurt skeið og þá er iðulega talað um „kynbundið ofbeldi" í þeim skilningi að karlar eru þar gerendur, konur þolendur og börn óbeinir þolendur. Lög um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi eru nokkuð skýr og ströng viðurlög við slíku ofbeldi í hegningarlögum. En í lögunum er hvergi minnst á andlegt ofbeldi, nánast eins og það sé ekki til. Og þá má spyrja: Er andlegt ofbeldi ekki til? Hvers vegna er talað um „kynbundið ofbeldi"? Beita kvenkyns Íslendingar aldrei ofbeldi? Hafa sumir rétt til að beita ofbeldi um fram aðra? Hverjir? Svarið við þeirri spurningu gæti verið, að þeir sem beita ofbeldi sem ekki hefur verið skilgreint í lögum sem refsivert ofbeldi, hafi rétt löggjafans til þess að beita slíku ofbeldi. Er virkilega til sá Íslendingur sem vill áframhaldandi lögverndun og refsileysi þeim lögheimilisforeldrum til handa, sem beita börn sín alvarlegu andlegu ofbeldi? Er til fólk sem óskar þess að íslensk börn séu áfram varnarlaus í höndum slíkra foreldra? Viljum við m.ö.o. að sumir foreldrar hafi leyfi löggjafans til að beita börn sín ofbeldi? Eða viljum við að hver einasti Íslendingur, og börn þar með talin, njóti verndar frá ofbeldi?
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun