Þrír menn og króna Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir skrifar 25. maí 2012 06:00 Árið 2006 tókum við hjónin lán fyrir íbúð. Við áttum von á okkar fyrsta barni og fannst ábyrgðarlaust að vera ekki búin að festa rætur í fasteign áður en barnið kæmi. Við tókum lán upp á 18 milljónir sem stæði í dag í tæpum 27 milljónum eftir afborganir. Ákvörðun okkar um að taka lán færði nýja barninu ekki öryggi og festu, heldur gerði foreldrana að áhættufjárfestum. Íbúðina seldum við svo fyrir um ári fyrir 23 milljónir. Ef lánið hefði verið tekið í evruríki væru eftirstöðvarnar hins vegar um 15 milljónir og við værum 11 milljónum ríkari. Eftir þessa reynslu er gremjulegt að fylgjast með stjórnmálamönnum tala um krónuna eins og hún sé bara unglingur í uppreisn. Þar eru fyrirferðamestir formennirnir Steingrímur J., Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð, sem telja að vandi krónunnar sé sú uppeldisstefna sem hefur verið notuð hingað til, en ekki sú staðreynd að myntin okkar er sú eina í öndunarvél í allri Evrópu. Krónan í höndum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur þó aldrei verið fyrirmyndarbarn og féll gagnvart dönsku vinkonu sinni um 99,5% frá því þær skildu. Steingrímur J. hefur haft þrjú ár til að reyna að hemja krónuna en ekki tekist en þrátt fyrir allt blasir sú staðreynd við að lífvænleiki krónunnar er ekkert betri í dag en hann var í upphafi kjörtímabilsins. Formennirnir þrír láta þó hvorki þessar né aðrar sögulegar staðreyndir trufla sannfæringu sína fyrir því að þrátt fyrir allt séu þeir og auðvitað bara þeir, hver um sig, sá pabbi sem getur skikkað krónubarnið til hlýðni. Með fullri virðingu fyrir drengslegu sjálfstrausti þá geta stjórnmálamenn ekki lengur eytt tíma í að blaðra um óraunhæfar lausnir. Við áhættufjárfestar heimilanna höfum einfaldlega ekki efni á því. Ein raunhæf leið til framtíðar, sem margar þjóðir hafa valið, er að taka upp evru með aðild að ESB. Í vikunni opnaði vefurinn lan.jaisland.is þar sem allir geta gert samanburð á húsnæðisláninu sínu á milli kjara á Íslandi og á evrusvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2006 tókum við hjónin lán fyrir íbúð. Við áttum von á okkar fyrsta barni og fannst ábyrgðarlaust að vera ekki búin að festa rætur í fasteign áður en barnið kæmi. Við tókum lán upp á 18 milljónir sem stæði í dag í tæpum 27 milljónum eftir afborganir. Ákvörðun okkar um að taka lán færði nýja barninu ekki öryggi og festu, heldur gerði foreldrana að áhættufjárfestum. Íbúðina seldum við svo fyrir um ári fyrir 23 milljónir. Ef lánið hefði verið tekið í evruríki væru eftirstöðvarnar hins vegar um 15 milljónir og við værum 11 milljónum ríkari. Eftir þessa reynslu er gremjulegt að fylgjast með stjórnmálamönnum tala um krónuna eins og hún sé bara unglingur í uppreisn. Þar eru fyrirferðamestir formennirnir Steingrímur J., Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð, sem telja að vandi krónunnar sé sú uppeldisstefna sem hefur verið notuð hingað til, en ekki sú staðreynd að myntin okkar er sú eina í öndunarvél í allri Evrópu. Krónan í höndum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur þó aldrei verið fyrirmyndarbarn og féll gagnvart dönsku vinkonu sinni um 99,5% frá því þær skildu. Steingrímur J. hefur haft þrjú ár til að reyna að hemja krónuna en ekki tekist en þrátt fyrir allt blasir sú staðreynd við að lífvænleiki krónunnar er ekkert betri í dag en hann var í upphafi kjörtímabilsins. Formennirnir þrír láta þó hvorki þessar né aðrar sögulegar staðreyndir trufla sannfæringu sína fyrir því að þrátt fyrir allt séu þeir og auðvitað bara þeir, hver um sig, sá pabbi sem getur skikkað krónubarnið til hlýðni. Með fullri virðingu fyrir drengslegu sjálfstrausti þá geta stjórnmálamenn ekki lengur eytt tíma í að blaðra um óraunhæfar lausnir. Við áhættufjárfestar heimilanna höfum einfaldlega ekki efni á því. Ein raunhæf leið til framtíðar, sem margar þjóðir hafa valið, er að taka upp evru með aðild að ESB. Í vikunni opnaði vefurinn lan.jaisland.is þar sem allir geta gert samanburð á húsnæðisláninu sínu á milli kjara á Íslandi og á evrusvæðinu.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar