Barsmíðar og bollukinnar Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 24. maí 2012 22:00 Bíó. Safe. Leikstjórn: Boaz Yakin. Leikarar: Jason Statham, Catherine Chan, Chris Sarandon, Robert John Burke, James Hong, Reggie Lee, Danny Hoch, Danni Lang. Ferill hasarmyndaleikarans Jasons Statham hefur einkennst af miklum sveiflum í gegnum tíðina. Hann hefur leikið í risastórum sumarsmellum, lágstemmdari gáfumannaþrillerum, og svo inn á milli sést hann í myndum sem enginn með réttu ráði myndi leika í. Kvikmyndin Safe var af stiklunni að dæma líkleg til að falla í síðasta flokkinn, en oft er bókin betri en spjöldin. Hér er Statham í hlutverki fyrrverandi löggu með þriggja daga skegg sem þarf að taka á honum stóra sínum því lífi lítillar kínverskrar stúlku er ógnað. Nauðug er hún flutt til Ameríku og látin gera allskyns hundakúnstir fyrir kínverskt glæpagengi, en hún er undrabarn í stærðfræði og kínverskir krimmar nota ekki vasareikni. Rússneska mafían vill koma höndum yfir telpuna í sama tilgangi en gera þau afdrifaríku mistök að myrða eiginkonu Stathams. Hann fær því tækifæri til að slá nokkrar flugur í einu höggi: Bjarga stúlkunni, hefna fyrir eiginkonuna og ná sér niðri á spilltum fyrrverandi félögum í lögreglunni. Handritið kæmist vel fyrir handskrifað á glasamottu og atburðum fortíðar er linnulaust ljóstrað upp fyrir áhorfendum í klaufalegum samtölum persónanna. Þá er söguframvindan oftast nokkuð fyrirsjáanleg auk þess sem raunveruleikanum eru gerð afar bjöguð skil. Það er þó einhver gífurlegur kraftur í leikstjórninni sem hífir myndina upp á miklu hærra plan. Tæknivinnan er vel úthugsuð og handalögmálin gríðarlega sannfærandi. Statham stendur sig prýðilega bæði í drápunum og kaldhæðninni og Catherine litla Chan státar af krúttlegustu bollukinnum kvikmyndasögunnar. Illmennin eru verri en skattur og hælsæri samanlagt, en það er líka allt í lagi því við vitum jú öll hvernig fer fyrir þeim. Niðurstaða: Aðdáendur órakaða ólátabelgsins verða himinlifandi, en realistar ættu að halda sig fjarri. Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bíó. Safe. Leikstjórn: Boaz Yakin. Leikarar: Jason Statham, Catherine Chan, Chris Sarandon, Robert John Burke, James Hong, Reggie Lee, Danny Hoch, Danni Lang. Ferill hasarmyndaleikarans Jasons Statham hefur einkennst af miklum sveiflum í gegnum tíðina. Hann hefur leikið í risastórum sumarsmellum, lágstemmdari gáfumannaþrillerum, og svo inn á milli sést hann í myndum sem enginn með réttu ráði myndi leika í. Kvikmyndin Safe var af stiklunni að dæma líkleg til að falla í síðasta flokkinn, en oft er bókin betri en spjöldin. Hér er Statham í hlutverki fyrrverandi löggu með þriggja daga skegg sem þarf að taka á honum stóra sínum því lífi lítillar kínverskrar stúlku er ógnað. Nauðug er hún flutt til Ameríku og látin gera allskyns hundakúnstir fyrir kínverskt glæpagengi, en hún er undrabarn í stærðfræði og kínverskir krimmar nota ekki vasareikni. Rússneska mafían vill koma höndum yfir telpuna í sama tilgangi en gera þau afdrifaríku mistök að myrða eiginkonu Stathams. Hann fær því tækifæri til að slá nokkrar flugur í einu höggi: Bjarga stúlkunni, hefna fyrir eiginkonuna og ná sér niðri á spilltum fyrrverandi félögum í lögreglunni. Handritið kæmist vel fyrir handskrifað á glasamottu og atburðum fortíðar er linnulaust ljóstrað upp fyrir áhorfendum í klaufalegum samtölum persónanna. Þá er söguframvindan oftast nokkuð fyrirsjáanleg auk þess sem raunveruleikanum eru gerð afar bjöguð skil. Það er þó einhver gífurlegur kraftur í leikstjórninni sem hífir myndina upp á miklu hærra plan. Tæknivinnan er vel úthugsuð og handalögmálin gríðarlega sannfærandi. Statham stendur sig prýðilega bæði í drápunum og kaldhæðninni og Catherine litla Chan státar af krúttlegustu bollukinnum kvikmyndasögunnar. Illmennin eru verri en skattur og hælsæri samanlagt, en það er líka allt í lagi því við vitum jú öll hvernig fer fyrir þeim. Niðurstaða: Aðdáendur órakaða ólátabelgsins verða himinlifandi, en realistar ættu að halda sig fjarri.
Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira