Erlent

Dæmdur í langa fangelsisvist

Innan veggja þessa fangelsis situr Shakil Afridi, læknirinn sem staðfesti að Osama bin Laden væri í Abottabad.
Innan veggja þessa fangelsis situr Shakil Afridi, læknirinn sem staðfesti að Osama bin Laden væri í Abottabad. nordicphotos/AFP
Shakil Afridi, læknir i Pakistan, hefur hlotið þungan fangelsisdóm og fésekt að auki fyrir að hjálpa Bandaríkjamönnum að hafa uppi á Osama bin Laden.

Samkvæmt úrskurði dómstólsins þarf hann að sitja 33 ár í fangelsi og greiða um það bil 450 þúsund krónur í sekt. Greiði hann ekki sektina bætast um það bil þrjú og hálft ár við fangavistina.

Afridi tókst að útvega bandarísku leyniþjónustunni CIA staðfestingu á því að Osama bin Laden væri búsettur í borginni Abottabad, þar sem bandarískir sérsveitarmenn réðu hann af dögum í maímánuði á síðasta ári.

Staðfestinguna útvegaði Afridi með því að þykjast vera að bólusetja fólk, en var í raun og veru að safna lífsýnum á vegum Bandaríkjamanna.

Pakistönsk stjórnvöld voru afar ósátt við þessa framtakssemi Bandaríkjamanna, og ekki skánaði samband ríkjanna þegar 24 pakistanskir hermenn féllu í loftárásum Bandaríkjanna nokkrum mánuðum síðar.

Pakistanir lokuðu í mótmælaskyni fyrir alla umferð Bandaríkjamanna með vistir og búnað um Khyber-skarðið, sem er þjóðbrautin milli Afganistans og Pakistans.- gb


Tengdar fréttir

Langar biðraðir við kjörstaði

„Byltingin hefur breyst mikið. Bæði til hins betra og til hins verra,“ segir Wael Ramadan, fertugur Egypti sem starfar hjá símafyrirtæki og stóð í gær í biðröð eftir því að fá að greiða atkvæði á kjörstað í Kaíró.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×