Þegar ég missi trúna á mannkyninu Daníel Geir Moritz skrifar 18. maí 2012 06:00 Heima í Neskaupstað er eitt af þeim glæsilegu félagsheimilum sem landið státar af. Í því fór ég á mína fyrstu bíósýningu, steig í fyrsta sinn á svið, sá mitt fyrsta leikrit, upplifði mína fyrstu tónleika, vann í bingói Þróttar, fór í minn fyrsta skemmtistaðasleik og svo mætti lengi telja. Ég á þaðan margar góðar minningar og eru verðmæti félagsheimila ekki metin til fjár. Ég hef búið í Reykjavík síðan 2005 og síðan þá sótt ófáar skemmtanir á Nasa. Skemmtanir af öllum stærðum og gerðum. Húsið er sérlega hlýlegt, einhvern veginn í réttri stærð og stemningin sem þar myndast slær öllum skemmtistöðum borgarinnar við. Í einhverjum tilfellum kemst þetta nálægt því að vera sveitaball í borg. Þetta er félagsheimili Reykvíkinga. Hús sem marga dreymir um að fá að stíga á stokk í. Hús sem margir hafa stigið á stokk í, stoltir og skemmt sér og ekki síður öðrum. Þegar ég heyrði fyrst af áformum þess að rífa ætti húsið hristi ég hausinn og hugsaði með mér, þetta gerist aldrei. Fólk myndi aldrei vilja rífa Nasa. Ekki frekar en að virkja Gullfoss, byggja blokk í Ásbyrgi, losa skolp í Þingvallavatn eða selja Höfða útrásarvíkingum. Ef eitthvað af þessu myndi gerast myndi trú mín á mannkyninu minnka. En hvað er svo að gerast? Allt útlit er fyrir að Nasa verði rifið og skarð höggvið í bæjarmynd og menningu Reykjavíkur. Skarð sem skilur eftir sig ör, svekkelsi og vonbrigði. Gjörningur sem fær fólk til að hugsa, þetta er svo rangt! Er í alvöru ekkert hægt að gera? Er þetta óhjákvæmilegt skref ósanngirnis, auðmangs og viðbjóðs? Þetta er mál sem snýst ekki um trefla, latte eða Eurovision-partí. Þetta snertir okkur öll. Til hvers er borgarstjórn, húsafriðunarnefnd og réttlætiskennd almennings? M.a. til þess að harmleikur eins og brotthvarf Nasa verði ekki raunin, ekki satt? Plís ekki láta rífa Nasa! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Heima í Neskaupstað er eitt af þeim glæsilegu félagsheimilum sem landið státar af. Í því fór ég á mína fyrstu bíósýningu, steig í fyrsta sinn á svið, sá mitt fyrsta leikrit, upplifði mína fyrstu tónleika, vann í bingói Þróttar, fór í minn fyrsta skemmtistaðasleik og svo mætti lengi telja. Ég á þaðan margar góðar minningar og eru verðmæti félagsheimila ekki metin til fjár. Ég hef búið í Reykjavík síðan 2005 og síðan þá sótt ófáar skemmtanir á Nasa. Skemmtanir af öllum stærðum og gerðum. Húsið er sérlega hlýlegt, einhvern veginn í réttri stærð og stemningin sem þar myndast slær öllum skemmtistöðum borgarinnar við. Í einhverjum tilfellum kemst þetta nálægt því að vera sveitaball í borg. Þetta er félagsheimili Reykvíkinga. Hús sem marga dreymir um að fá að stíga á stokk í. Hús sem margir hafa stigið á stokk í, stoltir og skemmt sér og ekki síður öðrum. Þegar ég heyrði fyrst af áformum þess að rífa ætti húsið hristi ég hausinn og hugsaði með mér, þetta gerist aldrei. Fólk myndi aldrei vilja rífa Nasa. Ekki frekar en að virkja Gullfoss, byggja blokk í Ásbyrgi, losa skolp í Þingvallavatn eða selja Höfða útrásarvíkingum. Ef eitthvað af þessu myndi gerast myndi trú mín á mannkyninu minnka. En hvað er svo að gerast? Allt útlit er fyrir að Nasa verði rifið og skarð höggvið í bæjarmynd og menningu Reykjavíkur. Skarð sem skilur eftir sig ör, svekkelsi og vonbrigði. Gjörningur sem fær fólk til að hugsa, þetta er svo rangt! Er í alvöru ekkert hægt að gera? Er þetta óhjákvæmilegt skref ósanngirnis, auðmangs og viðbjóðs? Þetta er mál sem snýst ekki um trefla, latte eða Eurovision-partí. Þetta snertir okkur öll. Til hvers er borgarstjórn, húsafriðunarnefnd og réttlætiskennd almennings? M.a. til þess að harmleikur eins og brotthvarf Nasa verði ekki raunin, ekki satt? Plís ekki láta rífa Nasa!
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar