Vísindagreinar á mannamáli Pétur Berg Matthíasson skrifar 16. maí 2012 06:00 Þó nokkur umfjöllun hefur átt sér stað í fjölmiðlum og í fræðasamfélaginu eftir að Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild HÍ, tók saman hve margar greinar eftir íslenska vísindamenn hafa birst í virtum erlendum tímaritum undanfarin ár og áratugi. Hann komst að því að greinum eftir íslenska vísindamenn hafði fjölgað jafnt og þétt undanfarna tvo áratugi og verið 1.049 árið 2010. Þeim hafi síðan fækkað um 13% árið 2011 og verið þá um 900. Fram kemur í skýrslu Rannís um rannsóknir og þróun árið 2011 að Íslendingar hafa sýnt mesta hlutfallslega aukningu í birtingu á greinum í ritrýndum fagritum frá 1984 til 2008 sé tekið mið af frammistöðu annarra norrænna ríkja. Að mati Magnúsar má skýringuna finna í kreppunni sem lýsi sér í minnkuðum framlögum til samkeppnissjóðanna sem er ein aðal fjárveitingarleið þeirra vísindamanna sem vinna á alþjóðlegum grunni (háskólarnir sjálfir eru á fjárlögum og fjármagna rannsóknir með og án aðkomu samkeppnissjóðanna). Það er margt til í þessu en framlag ríkisins til rannsókna og þróunar í fjárlögum var um 17,4 milljarðar króna árið 2010 og 15,3 milljarðar króna árið 2011 á verðlagi 2010. Háskólar taka við um 40% af því fé og opinberar stofnanir um 30%. Samkvæmt tölum frá OECD hefur Ísland verið að standa sig ágætlega þegar kemur að útgjöldum til rannsókna og þróunar. Ísland var t.a.m. í 5. sæti af ríkjum OECD þegar kemur að útgjöldum til rannsókna og þróunar árið 2009 í hlutfalli við verga landsframleiðslu. Aðgengi að vísindagreinumÞegar almenningur sér þessar upphæðir er ekki ósennilegt að hann staldri við. Um er að ræða mjög háar fjárhæðir af fjármunum skattborgara og því mikilvægt að upplýsingar og gögn um þessar rannsóknir sem verið er að fjármagna séu aðgengilegar. Á hinum síðari árum hafa orðið ýmsar breytingar í þessum efnum og meiri kröfur gerðar til vísindamanna um að afrakstur rannsókna sé birtur í opnum aðgangi. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið slík tilmæli til háskóla, rannsóknasjóða, sem og Rannís. Ítök alþjóðlegra vísindatímarita hafa lengi verið sterk en þau bestu fá fremstu fræðimennina á sínu sviði til að skrifa ókeypis greinar um merkilegar rannsóknir sem fjármagnaðar eru af sjóðum, háskólum, einkaaðilum o.fl. Síðan þurfa háskólarnir, þar sem þessir fræðimenn starfa, að greiða háar fjárhæðir þessum vísindatímaritum fyrir áskrift að greinum sem fræðimennirnir sem starfa hjá háskólanum hafa skrifað. Þetta er mjög sérstakt fyrirkomulag en ýmislegt er að þokast í rétta átt í þessum efnum. Berlínaryfirlýsingin sem Vísinda- og tækniráð skrifaði undir árið 2010 er sáttmáli um opinn aðgang með það markmið að hvetja vísindamenn til að birta rannsóknir sínar í opnum aðgangi. Frá samþykkt yfirlýsingarinnar árið 2003 hafa 375 aðilar, þ.m.t. ríkisstjórnir, háskólar, rannsóknastofnanir, bókasöfn og fagfélög, undirritað yfirlýsinguna. Með henni er m.a. verið að hvetja til varðveislu vísindarita í varðveislusöfnum og að þau verði opin almenningi án endurgjalds. Jafnframt er mælst til þess að vísindastyrkþegar noti hluta af rannsóknarfé sínu til að gefa út niðurstöður rannsókna í rafrænum opnum vísindaritum. Vísindarannsóknir fyrir hverja?Almennt eru vísindagreinar ekki skrifaðar fyrir almenning heldur fyrir kollega starfandi á sambærilegum sviðum og vísindamaðurinn sjálfur sem skrifaði greinina. Oft getur verið erfitt fyrir einstakling sem ekki er menntaður í faginu að skilja hvað átt er við og sjaldnast verður það einfaldara á ensku þar sem íðorðaforði fræðigreinarinnar getur verið mjög torskilinn. Í sumum íslenskum fræðiritum má hins vegar finna greinar sem almenningur getur bæði lesið og skilið en slíkt er mjög mikilvægt. Vísindamenn og fjölmiðlar hafa í gegnum tíðina vanrækt að gera niðurstöður vísindarannsókna skiljanlegar og aðgengilegar fyrir almenning. Stöku sinnum fá fjölmiðlarnir áhuga á niðurstöðum rannsókna og er það þá oft í tengslum við mál eins og einelti í skólum, neyslu unglinga á áfengi, afbrot o.s.frv. Þetta er hins vegar bara brot af því sem er að gerast. Sjaldnast er verið að fjalla um niðurstöður í vísindagreinum heldur niðurstöður úr viðhorfskönnunum sem í fæstum tilfellum enda í vísindagreinum. Aðeins er verið að taka út einhverja stöðu á tilteknum tíma og ræða. Mikilvægt er að vísindamenn geri betur grein fyrir niðurstöðum rannsókna sinna á mannamáli, sérstaklega þeir sem þiggja opinbert fé til að fjármagna þær. Hægt er að gera þetta með ýmsum hætti, s.s. á vefsíðum, með bloggi, greinum í blöðum o.s.frv. Svo er aldrei að vita nema fréttastofur ljósvakamiðlanna fjalli um þær. Í raun er vert að spyrja af hverju ekki sé fjallað með markvissari hætti um íslenskar vísindarannsóknir í fjölmiðlum. Það ætti ekki að vera erfitt að réttlæta mun umfangsmeiri umfjöllun í fjölmiðlum um vísindarannsóknir á Íslandi sé litið til þess hversu mikil gróska er í vísindastarfi á Íslandi. Það má ekki gleymast að forsenda nýsköpunar í samfélögum er flæði tækni og upplýsinga á milli almennings, fyrirtækja og stofnana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Þó nokkur umfjöllun hefur átt sér stað í fjölmiðlum og í fræðasamfélaginu eftir að Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild HÍ, tók saman hve margar greinar eftir íslenska vísindamenn hafa birst í virtum erlendum tímaritum undanfarin ár og áratugi. Hann komst að því að greinum eftir íslenska vísindamenn hafði fjölgað jafnt og þétt undanfarna tvo áratugi og verið 1.049 árið 2010. Þeim hafi síðan fækkað um 13% árið 2011 og verið þá um 900. Fram kemur í skýrslu Rannís um rannsóknir og þróun árið 2011 að Íslendingar hafa sýnt mesta hlutfallslega aukningu í birtingu á greinum í ritrýndum fagritum frá 1984 til 2008 sé tekið mið af frammistöðu annarra norrænna ríkja. Að mati Magnúsar má skýringuna finna í kreppunni sem lýsi sér í minnkuðum framlögum til samkeppnissjóðanna sem er ein aðal fjárveitingarleið þeirra vísindamanna sem vinna á alþjóðlegum grunni (háskólarnir sjálfir eru á fjárlögum og fjármagna rannsóknir með og án aðkomu samkeppnissjóðanna). Það er margt til í þessu en framlag ríkisins til rannsókna og þróunar í fjárlögum var um 17,4 milljarðar króna árið 2010 og 15,3 milljarðar króna árið 2011 á verðlagi 2010. Háskólar taka við um 40% af því fé og opinberar stofnanir um 30%. Samkvæmt tölum frá OECD hefur Ísland verið að standa sig ágætlega þegar kemur að útgjöldum til rannsókna og þróunar. Ísland var t.a.m. í 5. sæti af ríkjum OECD þegar kemur að útgjöldum til rannsókna og þróunar árið 2009 í hlutfalli við verga landsframleiðslu. Aðgengi að vísindagreinumÞegar almenningur sér þessar upphæðir er ekki ósennilegt að hann staldri við. Um er að ræða mjög háar fjárhæðir af fjármunum skattborgara og því mikilvægt að upplýsingar og gögn um þessar rannsóknir sem verið er að fjármagna séu aðgengilegar. Á hinum síðari árum hafa orðið ýmsar breytingar í þessum efnum og meiri kröfur gerðar til vísindamanna um að afrakstur rannsókna sé birtur í opnum aðgangi. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið slík tilmæli til háskóla, rannsóknasjóða, sem og Rannís. Ítök alþjóðlegra vísindatímarita hafa lengi verið sterk en þau bestu fá fremstu fræðimennina á sínu sviði til að skrifa ókeypis greinar um merkilegar rannsóknir sem fjármagnaðar eru af sjóðum, háskólum, einkaaðilum o.fl. Síðan þurfa háskólarnir, þar sem þessir fræðimenn starfa, að greiða háar fjárhæðir þessum vísindatímaritum fyrir áskrift að greinum sem fræðimennirnir sem starfa hjá háskólanum hafa skrifað. Þetta er mjög sérstakt fyrirkomulag en ýmislegt er að þokast í rétta átt í þessum efnum. Berlínaryfirlýsingin sem Vísinda- og tækniráð skrifaði undir árið 2010 er sáttmáli um opinn aðgang með það markmið að hvetja vísindamenn til að birta rannsóknir sínar í opnum aðgangi. Frá samþykkt yfirlýsingarinnar árið 2003 hafa 375 aðilar, þ.m.t. ríkisstjórnir, háskólar, rannsóknastofnanir, bókasöfn og fagfélög, undirritað yfirlýsinguna. Með henni er m.a. verið að hvetja til varðveislu vísindarita í varðveislusöfnum og að þau verði opin almenningi án endurgjalds. Jafnframt er mælst til þess að vísindastyrkþegar noti hluta af rannsóknarfé sínu til að gefa út niðurstöður rannsókna í rafrænum opnum vísindaritum. Vísindarannsóknir fyrir hverja?Almennt eru vísindagreinar ekki skrifaðar fyrir almenning heldur fyrir kollega starfandi á sambærilegum sviðum og vísindamaðurinn sjálfur sem skrifaði greinina. Oft getur verið erfitt fyrir einstakling sem ekki er menntaður í faginu að skilja hvað átt er við og sjaldnast verður það einfaldara á ensku þar sem íðorðaforði fræðigreinarinnar getur verið mjög torskilinn. Í sumum íslenskum fræðiritum má hins vegar finna greinar sem almenningur getur bæði lesið og skilið en slíkt er mjög mikilvægt. Vísindamenn og fjölmiðlar hafa í gegnum tíðina vanrækt að gera niðurstöður vísindarannsókna skiljanlegar og aðgengilegar fyrir almenning. Stöku sinnum fá fjölmiðlarnir áhuga á niðurstöðum rannsókna og er það þá oft í tengslum við mál eins og einelti í skólum, neyslu unglinga á áfengi, afbrot o.s.frv. Þetta er hins vegar bara brot af því sem er að gerast. Sjaldnast er verið að fjalla um niðurstöður í vísindagreinum heldur niðurstöður úr viðhorfskönnunum sem í fæstum tilfellum enda í vísindagreinum. Aðeins er verið að taka út einhverja stöðu á tilteknum tíma og ræða. Mikilvægt er að vísindamenn geri betur grein fyrir niðurstöðum rannsókna sinna á mannamáli, sérstaklega þeir sem þiggja opinbert fé til að fjármagna þær. Hægt er að gera þetta með ýmsum hætti, s.s. á vefsíðum, með bloggi, greinum í blöðum o.s.frv. Svo er aldrei að vita nema fréttastofur ljósvakamiðlanna fjalli um þær. Í raun er vert að spyrja af hverju ekki sé fjallað með markvissari hætti um íslenskar vísindarannsóknir í fjölmiðlum. Það ætti ekki að vera erfitt að réttlæta mun umfangsmeiri umfjöllun í fjölmiðlum um vísindarannsóknir á Íslandi sé litið til þess hversu mikil gróska er í vísindastarfi á Íslandi. Það má ekki gleymast að forsenda nýsköpunar í samfélögum er flæði tækni og upplýsinga á milli almennings, fyrirtækja og stofnana.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun