Skyldan til að tala saman Guðmundur Kristjánsson skrifar 16. maí 2012 06:00 Síðustu misseri hef ég lesið margar greinar og hlustað á ljósvakamiðla og játa að mig setur hljóðan. Þekkingarleysið og lýðskrumið er ótrúlegt hjá mörgu áhrifafólki gagnvart íslenskum sjávarútvegi. Mjög oft er skautað framhjá staðreyndum og blekkingarleikurinn stundaður af kappi. Slíkan leik má stunda í leikhúsum og tölvum en er öllu alvarlegri þegar um undirstöðuatvinnuveg þjóðar er teflt. Nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða sem ríkisstjórnin er búin að leggja fram á Alþingi og búið er að taka til fyrstu umræðu er komið til atvinnuveganefndar. Nefndin fær óháða fræðimenn úr Háskóla Íslands til að taka frumvarpið út og þeir gefa því falleinkunn. Segja skýrum orðum að lífskjör hér á landi muni versna verði þetta frumvarp að lögum. Forsætisráðherra segir í grein að hún og hennar ríkisstjórn ætli að fjölga störfum hér á landi á næstu misserum. Á sama tíma ætlar hún að standa fyrir gríðarlegri eyðileggingu á grunnatvinnuvegi þjóðarinnar og hunsa sjónarmið ólíkra fagaðila sem vara við þessu voðaverki sem frumvarpið er. Hún hæðist að okkur öllum sem störfum við sjávarútveg og gildir einu þó við getum sýnt fram á góðan rekstur. Ég er ekki að tala um útvegsmenn eina, heldur alla sem tengjast greininni, þjónustuaðilar, tæknifólk, bankafólk, íslenskir fræðimenn og fleiri og fleiri. Hvernig var staðan í íslenskum sjávarútvegi þegar forsætisráðherra byrjaði á þingi fyrir rúmum 30 árum? Það var allt á hausnum, meðal annars vegna mikilla pólitískra afskipta stjórnmálamanna af atvinnulífinu á Íslandi á þeim tíma. Síðan var sett á skynsamlegt fiskveiðistjórnarkerfi árið 1984. Sjávarútvegurinn og allir sem tengjast honum fara að vinna út frá þessu kerfi og svo 30 árum seinna er greinin orðin ein sú besta í heiminum. Ekki bara í að veiða og vinna fisk, heldur hafa hér líka komið fram frábær tæknifyrirtæki og útflutningsfyrirtæki sem selja vöru sína og þjónustu um allan heim. Auk þess eru sjómenn okkar orðnir meðal tekjuhæstu einstaklinga í samfélaginu. Sjávarútvegsfyrirtækin eru rekin með hagnaði og það er mikið af faglegu og vel menntuðu fólki í fyrirtækjunum. Það sem virðist hafa gleymst í umræðunni árið 1984 er hvað gerum við ef vel gengur næstu áratugi í sjávarútvegi. Eigum við þá að fara til baka eins og núverandi stjórnvöld eru að leggja til í nafni heilagrar réttlætiskenndar? Finnst einhverjum það virkilega skynsamlegt? Árið 1984 var offjárfesting í veiðum og vinnslu. Skipin voru of mörg um of lítinn afla. Fiskistofnarnir við Ísland þoldu ekki þessa miklu sókn. Það voru ekki bara vísindamenn sem vildu minnka veiðina, það voru íslenskir útvegsmenn sem fóru í forystu um að minnka veiðina til að fiskistofnar hér við land yrðu ekki ofveiddir eins og þeir voru búnir að sjá gerast hjá nágrannaþjóðum. En þessum árangri hér á landi hefur ekki verið náð þrautalaust. Hér urðu bæði fyrirtæki og sjávarpláss undir í þessum mikla niðurskurði á aflaheimildum sem óhjákvæmilega varð að gerast ef átti að búa til arð út úr greininni. Þjóðin ákvað sjálf að setja lög um stjórn fiskveiða árið 1984 og lögin um framsal árið 1990 til að auka verðmæti greinarinnar. Nú ber svo við að útgerðinni er kennt um allt bæði að sjávarpláss hafi orðið undir og ekki síður að sjávarútvegur sé orðinn of verðmætur. Engu er líkara en að þessi verðmæti séu þjóðarskömm en ekki þjóðarstolt. Sterkur sjávarútvegur getur skipt sköpum einmitt nú þegar erfiðleikar steðja að þjóðarbúinu. Ef stjórnvöld vilja raunverulega að sjávarútvegur leggi meira til samfélagsins þá er það lýðræðisleg skylda þeirra að setjast niður með fulltrúum greinarinnar og fara yfir hvernig greinin getur lagt meira til samfélagsins en nú er gert, að mati stjórnvalda. Eins og er haga stjórnvöld sér eins og krakka kjánar. Undirritaður átti fund með forsætisráðherra fyrir nokkrum árum og þá vissi hún og hennar ráðgjafar eiginlega ekkert um greinina. Ég efast um að forsætisráðherra eða hennar ráðgjafar hafi farið um borð í íslenskt fiskiskip eða fiskvinnslu síðasta áratuginn. Hvað þá að þau þekki mun á þorski og makríl, okkar helstu nytjategundum í dag. Þetta er ekki boðlegt íslenskri þjóð. Allir þeir fjölmörgu aðilar sem hafa lesið og rýnt í þetta frumvarp ríkisstjórnar og sjávarútvegsráðherra eru á einu máli um að frumvarpið sé mikill skaðvaldur fyrir íslenska þjóð. Samt ætla stjórnvöld að hunsa sína eigin þegna á þeim forsendum að þeir séu í aumkunarverðri hagsmunagæslu. Er þá íslensk pólitík rétt eina ferðina enn á valdi tækifærismennskunnar. Þegnar landsins mega sem sagt ekki nýta sinn lýðræðislega rétt til að fræða þjóðina öðruvísi en að hljóta háð og spott forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra. Ég skora hér með á forystumenn ríkisstjórnarinnar að koma úr felum og setjast niður með forystumönnum sjávarútvegsins og ræða þessi mál án sleggjudóma í garð fólks í sjávarútvegi sem rekur fyrirtækin vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu misseri hef ég lesið margar greinar og hlustað á ljósvakamiðla og játa að mig setur hljóðan. Þekkingarleysið og lýðskrumið er ótrúlegt hjá mörgu áhrifafólki gagnvart íslenskum sjávarútvegi. Mjög oft er skautað framhjá staðreyndum og blekkingarleikurinn stundaður af kappi. Slíkan leik má stunda í leikhúsum og tölvum en er öllu alvarlegri þegar um undirstöðuatvinnuveg þjóðar er teflt. Nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða sem ríkisstjórnin er búin að leggja fram á Alþingi og búið er að taka til fyrstu umræðu er komið til atvinnuveganefndar. Nefndin fær óháða fræðimenn úr Háskóla Íslands til að taka frumvarpið út og þeir gefa því falleinkunn. Segja skýrum orðum að lífskjör hér á landi muni versna verði þetta frumvarp að lögum. Forsætisráðherra segir í grein að hún og hennar ríkisstjórn ætli að fjölga störfum hér á landi á næstu misserum. Á sama tíma ætlar hún að standa fyrir gríðarlegri eyðileggingu á grunnatvinnuvegi þjóðarinnar og hunsa sjónarmið ólíkra fagaðila sem vara við þessu voðaverki sem frumvarpið er. Hún hæðist að okkur öllum sem störfum við sjávarútveg og gildir einu þó við getum sýnt fram á góðan rekstur. Ég er ekki að tala um útvegsmenn eina, heldur alla sem tengjast greininni, þjónustuaðilar, tæknifólk, bankafólk, íslenskir fræðimenn og fleiri og fleiri. Hvernig var staðan í íslenskum sjávarútvegi þegar forsætisráðherra byrjaði á þingi fyrir rúmum 30 árum? Það var allt á hausnum, meðal annars vegna mikilla pólitískra afskipta stjórnmálamanna af atvinnulífinu á Íslandi á þeim tíma. Síðan var sett á skynsamlegt fiskveiðistjórnarkerfi árið 1984. Sjávarútvegurinn og allir sem tengjast honum fara að vinna út frá þessu kerfi og svo 30 árum seinna er greinin orðin ein sú besta í heiminum. Ekki bara í að veiða og vinna fisk, heldur hafa hér líka komið fram frábær tæknifyrirtæki og útflutningsfyrirtæki sem selja vöru sína og þjónustu um allan heim. Auk þess eru sjómenn okkar orðnir meðal tekjuhæstu einstaklinga í samfélaginu. Sjávarútvegsfyrirtækin eru rekin með hagnaði og það er mikið af faglegu og vel menntuðu fólki í fyrirtækjunum. Það sem virðist hafa gleymst í umræðunni árið 1984 er hvað gerum við ef vel gengur næstu áratugi í sjávarútvegi. Eigum við þá að fara til baka eins og núverandi stjórnvöld eru að leggja til í nafni heilagrar réttlætiskenndar? Finnst einhverjum það virkilega skynsamlegt? Árið 1984 var offjárfesting í veiðum og vinnslu. Skipin voru of mörg um of lítinn afla. Fiskistofnarnir við Ísland þoldu ekki þessa miklu sókn. Það voru ekki bara vísindamenn sem vildu minnka veiðina, það voru íslenskir útvegsmenn sem fóru í forystu um að minnka veiðina til að fiskistofnar hér við land yrðu ekki ofveiddir eins og þeir voru búnir að sjá gerast hjá nágrannaþjóðum. En þessum árangri hér á landi hefur ekki verið náð þrautalaust. Hér urðu bæði fyrirtæki og sjávarpláss undir í þessum mikla niðurskurði á aflaheimildum sem óhjákvæmilega varð að gerast ef átti að búa til arð út úr greininni. Þjóðin ákvað sjálf að setja lög um stjórn fiskveiða árið 1984 og lögin um framsal árið 1990 til að auka verðmæti greinarinnar. Nú ber svo við að útgerðinni er kennt um allt bæði að sjávarpláss hafi orðið undir og ekki síður að sjávarútvegur sé orðinn of verðmætur. Engu er líkara en að þessi verðmæti séu þjóðarskömm en ekki þjóðarstolt. Sterkur sjávarútvegur getur skipt sköpum einmitt nú þegar erfiðleikar steðja að þjóðarbúinu. Ef stjórnvöld vilja raunverulega að sjávarútvegur leggi meira til samfélagsins þá er það lýðræðisleg skylda þeirra að setjast niður með fulltrúum greinarinnar og fara yfir hvernig greinin getur lagt meira til samfélagsins en nú er gert, að mati stjórnvalda. Eins og er haga stjórnvöld sér eins og krakka kjánar. Undirritaður átti fund með forsætisráðherra fyrir nokkrum árum og þá vissi hún og hennar ráðgjafar eiginlega ekkert um greinina. Ég efast um að forsætisráðherra eða hennar ráðgjafar hafi farið um borð í íslenskt fiskiskip eða fiskvinnslu síðasta áratuginn. Hvað þá að þau þekki mun á þorski og makríl, okkar helstu nytjategundum í dag. Þetta er ekki boðlegt íslenskri þjóð. Allir þeir fjölmörgu aðilar sem hafa lesið og rýnt í þetta frumvarp ríkisstjórnar og sjávarútvegsráðherra eru á einu máli um að frumvarpið sé mikill skaðvaldur fyrir íslenska þjóð. Samt ætla stjórnvöld að hunsa sína eigin þegna á þeim forsendum að þeir séu í aumkunarverðri hagsmunagæslu. Er þá íslensk pólitík rétt eina ferðina enn á valdi tækifærismennskunnar. Þegnar landsins mega sem sagt ekki nýta sinn lýðræðislega rétt til að fræða þjóðina öðruvísi en að hljóta háð og spott forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra. Ég skora hér með á forystumenn ríkisstjórnarinnar að koma úr felum og setjast niður með forystumönnum sjávarútvegsins og ræða þessi mál án sleggjudóma í garð fólks í sjávarútvegi sem rekur fyrirtækin vel.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun