Björt framtíð Snæfríður Baldvinsdóttir skrifar 16. maí 2012 06:00 Öfugt við væntingar hafa mörg okkar, sem sóttum málþing á vegum Háskólans á Bifröst og Neytendasamtakanna þann 13. apríl s.l. um framtíð landbúnaðar í breyttum heimi, farið af ráðstefnunni bjartsýnni á framtíðina en við vorum fyrir. Öfugt við væntingar, segi ég – og vísa þá til þess bölmóðs, sem þjakar alla umræðu um stöðu og framtíð íslensks landbúnaðar. Það er ekki síst fyrir atbeina bændaforystunnar sjálfrar, sem elur á því sí og æ, að bændur séu í útrýmingarhættu – hvorki meira né minna – ef hróflað verði við óbreyttu kerfi. Kannski er svo komið, að hagsmunir bænda og bændaforystunnar fari ekki lengur saman? Breytingar eru bæði fyrirsjáanlegar og að hluta óhjákvæmilegar. Fulltrúi finnsku bændasamtakanna gerði því efni góð skil á málþinginu. En breytingar boða ekki bara hættur heldur líka ný sóknarfæri. Bölmóðurinn er til þess eins fallinn að birgja mönnum sýn á tækifærin. Ósjálfbært kerfiÓbreytt ástand er að vísu ekki gott. Núverandi landbúnaðarkerfi er ekki sjálfbært og fær því ekki staðist til frambúðar. Um það var ekki ágreiningur á málþinginu. Í þessu felst, að aðföng landbúnaðarins (stórvirkar vélar, innflutt orka, tilbúinn áburður, fóðurbætir o.s.frv.), að viðbættum styrkjum og niðurgreiðslum frá skattgreiðendum, eru dýrari en verðmæti afurðanna. Niðurstaðan er sú, að nettóframlag landbúnaðarins til þjóðarframleiðslunnar er neikvætt. Að óbreyttu á þetta ástand aðeins eftir að versna, því að verð aðfanga mun fyrirsjáanlega fara ört hækkandi í framtíðinni. Það framkallar kröfur um hærri styrki og meiri niðurgreiðslur til að viðhalda óbreyttu kerfi. Við þessi skilyrði er um tómt mál að tala, að óbreytt kerfi geti tryggt þjóðinni „fæðuöryggi". Við þetta bætist, að afkoma stórs hluta bændastéttarinnar er langt undir fátæktarmörkum. Þeir bændur, sem eru betur staddir, eru í reynd hnepptir í skuldafangelsi, sem um leið torveldar nýliðun í greininni. Landbúnaðarkerfi, sem skilar þeim sem eiga afkomu sína undir því ekki meiri árangri en þetta, er ekki á vetur setjandi. Landbúnaðar- og byggðastefna, sem snýst um það að halda dauðahaldi í óbreytt kerfi og að leggjast í andóf gegn nauðsynlegum breytingum, er hvorki bændum né neytendum í hag. Hún er einfaldlega tímaskekkja. Hér þarf nýja hugsun – nýja sýn. Þarna getum við reyndar lært margt af Evrópusambandinu, eins og okkar finnski gestur á málþinginu sýndi fram á. Nýr lífsstíllHvað gefur okkur þá tilefni til bjartsýni – þrátt fyrir allt? Lítum snöggvast út fyrir túnfótinn. Það er ekki langt síðan íbúatala jarðar fór yfir 7 milljarða markið. Meira en helmingur þessa mannfjölda býr nú í borgum. A.m.k. 2 milljarðar eiga eftir að bætast í hópinn á næstu áratugum, áður en aðgerðir til að stemma stigu við stjórnlausri offjölgun fara að bera árangur. Þótt mannlegt hugvit (vísinda- og tækniframfarir) hafi hingað til haft undan við að brauðfæða sívaxandi mannfjölda, er álagið á vistkerfi jarðar farið að nálgast þolmörk. Viðvörunarmerkin blasa hvarvetna við: Það koma 250 þúsund nýir gestir í kvöldmatinn í dag og alla daga næstu árin. Loftslagsbreytingar af manna völdum eiga eftir að raska matvælaframleiðslu víða um heim. Mengandi orkugjafar fara þverrandi og verða sífellt dýrari. Ofnotkun á nítrati í landbúnaðarframleiðslu mengar vatnsforðabúr og drepur allt kvikt í ám og vötnum og á stórum hafsvæðum. Fjöldi dýrategunda er í útrýmingarhættu. Víða er skortur á öllu: ræktanlegu landi, hreinni orku, ómenguðu vatni. Það verður ekki mikið lengur haldið áfram á sömu braut. Við þurfum að breyta um framleiðsluhætti og lífsstíl. En fyrst verðum við að breyta um hugsunarhátt. Það á bæði við um bændur og neytendur. Umbætur byrja heimaUmbætur byrja heima, stendur skrifað. Landið okkar leggur okkur upp í hendur ný tækifæri í breyttri heimsmynd. Loftslagsbreytingar gera okkur kleift að stunda korn(fóður)rækt með arðbærum hætti. Við höfum nóg landrými til ræktunar. Við höfum greiðan aðgang að hreinni orku og jarðhita. Ísland er eitt helsta vatnsforðabúr okkar heimshluta. Við höfum flest það, sem þarf til að vera í fararbroddi nýrra framleiðsluhátta, sem taka mið af nýrri heimsmynd, nýjum lífsstíl. Það er brýnt að eyða óvissu um eignarhald á auðlindum þjóðarinnar. En svo er spurningin: Ætlum við að halda áfram að hjakka í sama farinu af gömlum vana? Eða ætlum við að nýta sóknarfærin, sem hvarvetna blasa við, til að hefja lífræna ræktun í stórum stíl við hagstæð skilyrði – líka til útflutnings? Þar er markaðurinn. Hvers vegna ætti þá samkeppnisörvandi innflutningur á matvælum að vera áfram bannorð? Í hinni nýju heimsmynd mun verð á matvælum – ekki síst lífrænt ræktuðum – fara ört hækkandi. Matvæli verða dýr á heimsmarkaði. Verðmunur á innlendum farmleiðslukostnaði og heimsmarkaðsverði mun minnka. Samkeppnisstaða Íslands mun stórbatna. Þarna liggja sóknarfærin. Þessa nýju framtíðarsýn vildum við fá að ræða við bændaforystuna á málþinginu á Bifröst. En hún mætti ekki – skilaði auðu gagnvart framtíðinni. Er hún svona föst í viðjum fortíðarinnar? Eiga bændur – og við öll af bændum komin – ekki betra skilið? (Þeim sem vilja kynna sér betur efni málþingsins á Bifröst um framtíð íslensks landbúnaðar í breyttri heimsmynd 13. apríl sl., er bent á vefslóðina bifrost.is). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Öfugt við væntingar hafa mörg okkar, sem sóttum málþing á vegum Háskólans á Bifröst og Neytendasamtakanna þann 13. apríl s.l. um framtíð landbúnaðar í breyttum heimi, farið af ráðstefnunni bjartsýnni á framtíðina en við vorum fyrir. Öfugt við væntingar, segi ég – og vísa þá til þess bölmóðs, sem þjakar alla umræðu um stöðu og framtíð íslensks landbúnaðar. Það er ekki síst fyrir atbeina bændaforystunnar sjálfrar, sem elur á því sí og æ, að bændur séu í útrýmingarhættu – hvorki meira né minna – ef hróflað verði við óbreyttu kerfi. Kannski er svo komið, að hagsmunir bænda og bændaforystunnar fari ekki lengur saman? Breytingar eru bæði fyrirsjáanlegar og að hluta óhjákvæmilegar. Fulltrúi finnsku bændasamtakanna gerði því efni góð skil á málþinginu. En breytingar boða ekki bara hættur heldur líka ný sóknarfæri. Bölmóðurinn er til þess eins fallinn að birgja mönnum sýn á tækifærin. Ósjálfbært kerfiÓbreytt ástand er að vísu ekki gott. Núverandi landbúnaðarkerfi er ekki sjálfbært og fær því ekki staðist til frambúðar. Um það var ekki ágreiningur á málþinginu. Í þessu felst, að aðföng landbúnaðarins (stórvirkar vélar, innflutt orka, tilbúinn áburður, fóðurbætir o.s.frv.), að viðbættum styrkjum og niðurgreiðslum frá skattgreiðendum, eru dýrari en verðmæti afurðanna. Niðurstaðan er sú, að nettóframlag landbúnaðarins til þjóðarframleiðslunnar er neikvætt. Að óbreyttu á þetta ástand aðeins eftir að versna, því að verð aðfanga mun fyrirsjáanlega fara ört hækkandi í framtíðinni. Það framkallar kröfur um hærri styrki og meiri niðurgreiðslur til að viðhalda óbreyttu kerfi. Við þessi skilyrði er um tómt mál að tala, að óbreytt kerfi geti tryggt þjóðinni „fæðuöryggi". Við þetta bætist, að afkoma stórs hluta bændastéttarinnar er langt undir fátæktarmörkum. Þeir bændur, sem eru betur staddir, eru í reynd hnepptir í skuldafangelsi, sem um leið torveldar nýliðun í greininni. Landbúnaðarkerfi, sem skilar þeim sem eiga afkomu sína undir því ekki meiri árangri en þetta, er ekki á vetur setjandi. Landbúnaðar- og byggðastefna, sem snýst um það að halda dauðahaldi í óbreytt kerfi og að leggjast í andóf gegn nauðsynlegum breytingum, er hvorki bændum né neytendum í hag. Hún er einfaldlega tímaskekkja. Hér þarf nýja hugsun – nýja sýn. Þarna getum við reyndar lært margt af Evrópusambandinu, eins og okkar finnski gestur á málþinginu sýndi fram á. Nýr lífsstíllHvað gefur okkur þá tilefni til bjartsýni – þrátt fyrir allt? Lítum snöggvast út fyrir túnfótinn. Það er ekki langt síðan íbúatala jarðar fór yfir 7 milljarða markið. Meira en helmingur þessa mannfjölda býr nú í borgum. A.m.k. 2 milljarðar eiga eftir að bætast í hópinn á næstu áratugum, áður en aðgerðir til að stemma stigu við stjórnlausri offjölgun fara að bera árangur. Þótt mannlegt hugvit (vísinda- og tækniframfarir) hafi hingað til haft undan við að brauðfæða sívaxandi mannfjölda, er álagið á vistkerfi jarðar farið að nálgast þolmörk. Viðvörunarmerkin blasa hvarvetna við: Það koma 250 þúsund nýir gestir í kvöldmatinn í dag og alla daga næstu árin. Loftslagsbreytingar af manna völdum eiga eftir að raska matvælaframleiðslu víða um heim. Mengandi orkugjafar fara þverrandi og verða sífellt dýrari. Ofnotkun á nítrati í landbúnaðarframleiðslu mengar vatnsforðabúr og drepur allt kvikt í ám og vötnum og á stórum hafsvæðum. Fjöldi dýrategunda er í útrýmingarhættu. Víða er skortur á öllu: ræktanlegu landi, hreinni orku, ómenguðu vatni. Það verður ekki mikið lengur haldið áfram á sömu braut. Við þurfum að breyta um framleiðsluhætti og lífsstíl. En fyrst verðum við að breyta um hugsunarhátt. Það á bæði við um bændur og neytendur. Umbætur byrja heimaUmbætur byrja heima, stendur skrifað. Landið okkar leggur okkur upp í hendur ný tækifæri í breyttri heimsmynd. Loftslagsbreytingar gera okkur kleift að stunda korn(fóður)rækt með arðbærum hætti. Við höfum nóg landrými til ræktunar. Við höfum greiðan aðgang að hreinni orku og jarðhita. Ísland er eitt helsta vatnsforðabúr okkar heimshluta. Við höfum flest það, sem þarf til að vera í fararbroddi nýrra framleiðsluhátta, sem taka mið af nýrri heimsmynd, nýjum lífsstíl. Það er brýnt að eyða óvissu um eignarhald á auðlindum þjóðarinnar. En svo er spurningin: Ætlum við að halda áfram að hjakka í sama farinu af gömlum vana? Eða ætlum við að nýta sóknarfærin, sem hvarvetna blasa við, til að hefja lífræna ræktun í stórum stíl við hagstæð skilyrði – líka til útflutnings? Þar er markaðurinn. Hvers vegna ætti þá samkeppnisörvandi innflutningur á matvælum að vera áfram bannorð? Í hinni nýju heimsmynd mun verð á matvælum – ekki síst lífrænt ræktuðum – fara ört hækkandi. Matvæli verða dýr á heimsmarkaði. Verðmunur á innlendum farmleiðslukostnaði og heimsmarkaðsverði mun minnka. Samkeppnisstaða Íslands mun stórbatna. Þarna liggja sóknarfærin. Þessa nýju framtíðarsýn vildum við fá að ræða við bændaforystuna á málþinginu á Bifröst. En hún mætti ekki – skilaði auðu gagnvart framtíðinni. Er hún svona föst í viðjum fortíðarinnar? Eiga bændur – og við öll af bændum komin – ekki betra skilið? (Þeim sem vilja kynna sér betur efni málþingsins á Bifröst um framtíð íslensks landbúnaðar í breyttri heimsmynd 13. apríl sl., er bent á vefslóðina bifrost.is).
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun