Kostnaður hagsmunaaðila í stjórnmálabaráttu Margrét S. Björnsdóttir skrifar 11. maí 2012 06:00 Eftir baráttu ýmissa vinstrimanna fyrir upplýsingaskyldu og hámörkum á fjárframlög til stjórnmálastarfsemi voru loks samþykkt lög þar að lútandi árið 2006. GRECO-nefnd Evrópuráðsins (um pólitíska spillingu) hafði ítrekað sent íslenskum stjórnvöldum aðfinnslur og Jóhanna Sigurðardóttir flutt fjölda þingsályktunartillagna um málið. Þeir sem sáu um fjársafnanir Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks höfðu barist gegn slíkum lögum í nafni stjórnarskrárákvæða um tjáningar- og félagafrelsi, en gáfust loks upp. Markmið laganna frá 2006 er að koma í veg fyrir spillingu, að fjársterkir aðilar geti ráðið frambjóðendum, niðurstöðum kosninga og málefna, en rannsóknir staðfesta áhrif fjármagns, þó fleira komi til. Nú er uppi ný staða sem þarfnast umræðu. Síðastliðin 15 ár hafa hagsmunaaðilar í æ ríkari mæli blandað sér í kosningabaráttu, stillt flokkum og frambjóðendum upp við vegg í aðdraganda kosninga og þannig skert lýðræðislegan hlut almennings og þeirra kjörnu fulltrúa. Síðastliðna mánuði hefur þetta náð nýjum hæðum með milljónatuga auglýsingaherferð hagsmunaaðila gegn breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Um stjórnmálastarfsemi hagsmunaaðila gilda ekki lög um upplýsingaskyldu eða hámark á framlög. Í Bandaríkjunum kljást stjórnmálamenn við sama vanda. Þar hafa frá 1970 gilt lög um upplýsingaskyldu og takmarkanir á fjárframlög til flokka og frambjóðenda. En fjársterkir aðilar hafa fundið hjáleiðir og eyða í dag (í gegnum svonefnd Super PACs og 501c4 samtök) hærri upphæðum til áhrifa á stjórnmálastarfsemi en flokkarnir og frambjóðendur sjálfir. Upphæðum sem hafa margfaldast á síðustu árum. Að baki eru einstaklingar, fyrirtæki eða samtök. Þar eins og hér er ekkert hámark, en loðin upplýsingaskylda, sem auðvelt er að sniðganga. Þingmenn demókrata hafa án árangurs reynt að takmarka þetta, gegn atkvæðum repúblikana. (Economist 25.2.2012). Mikilvægt er að ræða hvernig bregðast skal við þessu, þó ljóst sé að setning reglna um þetta sé snúnari en um fjárreiður flokka og frambjóðenda. Jafnljóst er að við viljum ekki á Íslandi lýðræði og skoðanamyndun sem ræðst af fjármagni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Eftir baráttu ýmissa vinstrimanna fyrir upplýsingaskyldu og hámörkum á fjárframlög til stjórnmálastarfsemi voru loks samþykkt lög þar að lútandi árið 2006. GRECO-nefnd Evrópuráðsins (um pólitíska spillingu) hafði ítrekað sent íslenskum stjórnvöldum aðfinnslur og Jóhanna Sigurðardóttir flutt fjölda þingsályktunartillagna um málið. Þeir sem sáu um fjársafnanir Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks höfðu barist gegn slíkum lögum í nafni stjórnarskrárákvæða um tjáningar- og félagafrelsi, en gáfust loks upp. Markmið laganna frá 2006 er að koma í veg fyrir spillingu, að fjársterkir aðilar geti ráðið frambjóðendum, niðurstöðum kosninga og málefna, en rannsóknir staðfesta áhrif fjármagns, þó fleira komi til. Nú er uppi ný staða sem þarfnast umræðu. Síðastliðin 15 ár hafa hagsmunaaðilar í æ ríkari mæli blandað sér í kosningabaráttu, stillt flokkum og frambjóðendum upp við vegg í aðdraganda kosninga og þannig skert lýðræðislegan hlut almennings og þeirra kjörnu fulltrúa. Síðastliðna mánuði hefur þetta náð nýjum hæðum með milljónatuga auglýsingaherferð hagsmunaaðila gegn breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Um stjórnmálastarfsemi hagsmunaaðila gilda ekki lög um upplýsingaskyldu eða hámark á framlög. Í Bandaríkjunum kljást stjórnmálamenn við sama vanda. Þar hafa frá 1970 gilt lög um upplýsingaskyldu og takmarkanir á fjárframlög til flokka og frambjóðenda. En fjársterkir aðilar hafa fundið hjáleiðir og eyða í dag (í gegnum svonefnd Super PACs og 501c4 samtök) hærri upphæðum til áhrifa á stjórnmálastarfsemi en flokkarnir og frambjóðendur sjálfir. Upphæðum sem hafa margfaldast á síðustu árum. Að baki eru einstaklingar, fyrirtæki eða samtök. Þar eins og hér er ekkert hámark, en loðin upplýsingaskylda, sem auðvelt er að sniðganga. Þingmenn demókrata hafa án árangurs reynt að takmarka þetta, gegn atkvæðum repúblikana. (Economist 25.2.2012). Mikilvægt er að ræða hvernig bregðast skal við þessu, þó ljóst sé að setning reglna um þetta sé snúnari en um fjárreiður flokka og frambjóðenda. Jafnljóst er að við viljum ekki á Íslandi lýðræði og skoðanamyndun sem ræðst af fjármagni.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar