Innvígð og innmúruð glámskyggni Torfi H. Tulinius skrifar 8. maí 2012 06:00 Í Silfri Egils þann 6. maí síðastliðinn tók Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, þátt í umræðum um kosningar í nokkrum Evrópuríkjum þar sem öfgahægriflokkar hafa nýlega styrkt sig í sessi. Hann sagði m.a. að ein helsta ástæða fyrir þessari þróun væri sú að stjórnmálamenn hefðu reynst ófærir um að hafa hemil á fjármálakerfinu og þeirri kreppu sem það hefur leitt yfir álfuna. Fjármálastofnanir fengu að græða ótæpilega á bóluárunum en þegar kreppan knúði dyra hefðu vestrænar ríkisstjórnir þjóðnýtt tapið með alvarlegum afleiðingum fyrir efnahag landanna og afkomu íbúanna. Það er ekki hægt að vera ósammála því. Aftur á móti er ástæða til að andmæla ályktun Styrmis um að þetta sýni að enginn munur sé lengur á hægri stefnu og vinstri í stjórnmálum. Það nægir að líta á árangur sitjandi ríkisstjórnar á Íslandi til að sannfærast um að sá munur er mikill. Klassísk hægri leið út úr kreppu felst í niðurskurði á velferðarkerfinu og lækkun á sköttum í því skyni að örva hagvöxt. Ef til vill skilar þessi aðferð árangri en hún eykur bæði ójöfnuð og tilfinningu fyrir óréttlæti. Á móti vinnur sú tilfinning gegn samhug og ógnar friðnum í samfélaginu. Jafnaðarmenn skera líka niður, en hlífa velferðarkerfinu og þeim sem minnst mega sín með aðgerðum í skattamálum og bótum sem vinna gegn sárustu afleiðingum kreppunnar. Þannig standa þeir vörð um kaupmátt hinna tekjulægstu. Hinir tekjuhærri draga saman seglin og leggja meira til sameiginlegra sjóða. Það er bæði réttlátt og efnahagslega skynsamlegt. Lágtekjuhóparnir eyða launum sínum innanlands og því fer nánast allt sem gert er í þeirra þágu aftur út í hagkerfið með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á hagvöxt. Nýbirt skýrsla Þjóðmálastofnunar eftir þá Stefán Ólafsson og Arnald Sölva Kristjánsson staðfestir að hægri stefna sú sem hér var rekin af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki um árabil leiddi til ójöfnuðar. Hún sannar líka að fjármálahrunið 2008 varð til þess að lífskjör Íslendinga drógust saman um tugi prósentustiga. Fyrst og fremst segir hún okkur að aðferðir jafnaðarmanna séu bæði réttlátari og efnahagslega skynsamlegri en þær sem hægri menn hafa upp á að bjóða, því hún sýnir með óyggjandi hætti að hagur þeirra sem minnst bera úr býtum hefur verið varinn. Það er því umtalsverður munur á hægri og vinstri, ekki síst sá að hægri stefnan beið eftirminnilegt skipbrot hér á landi. Ef til vill er til of mikils mælst að innmúraður og innvígður talsmaður hennar um árabil geti séð það eða vilji viðurkenna það. Aftur á móti eru aðrir beðnir um að opna augu fyrir því að það skiptir máli hverjir stjórna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Í Silfri Egils þann 6. maí síðastliðinn tók Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, þátt í umræðum um kosningar í nokkrum Evrópuríkjum þar sem öfgahægriflokkar hafa nýlega styrkt sig í sessi. Hann sagði m.a. að ein helsta ástæða fyrir þessari þróun væri sú að stjórnmálamenn hefðu reynst ófærir um að hafa hemil á fjármálakerfinu og þeirri kreppu sem það hefur leitt yfir álfuna. Fjármálastofnanir fengu að græða ótæpilega á bóluárunum en þegar kreppan knúði dyra hefðu vestrænar ríkisstjórnir þjóðnýtt tapið með alvarlegum afleiðingum fyrir efnahag landanna og afkomu íbúanna. Það er ekki hægt að vera ósammála því. Aftur á móti er ástæða til að andmæla ályktun Styrmis um að þetta sýni að enginn munur sé lengur á hægri stefnu og vinstri í stjórnmálum. Það nægir að líta á árangur sitjandi ríkisstjórnar á Íslandi til að sannfærast um að sá munur er mikill. Klassísk hægri leið út úr kreppu felst í niðurskurði á velferðarkerfinu og lækkun á sköttum í því skyni að örva hagvöxt. Ef til vill skilar þessi aðferð árangri en hún eykur bæði ójöfnuð og tilfinningu fyrir óréttlæti. Á móti vinnur sú tilfinning gegn samhug og ógnar friðnum í samfélaginu. Jafnaðarmenn skera líka niður, en hlífa velferðarkerfinu og þeim sem minnst mega sín með aðgerðum í skattamálum og bótum sem vinna gegn sárustu afleiðingum kreppunnar. Þannig standa þeir vörð um kaupmátt hinna tekjulægstu. Hinir tekjuhærri draga saman seglin og leggja meira til sameiginlegra sjóða. Það er bæði réttlátt og efnahagslega skynsamlegt. Lágtekjuhóparnir eyða launum sínum innanlands og því fer nánast allt sem gert er í þeirra þágu aftur út í hagkerfið með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á hagvöxt. Nýbirt skýrsla Þjóðmálastofnunar eftir þá Stefán Ólafsson og Arnald Sölva Kristjánsson staðfestir að hægri stefna sú sem hér var rekin af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki um árabil leiddi til ójöfnuðar. Hún sannar líka að fjármálahrunið 2008 varð til þess að lífskjör Íslendinga drógust saman um tugi prósentustiga. Fyrst og fremst segir hún okkur að aðferðir jafnaðarmanna séu bæði réttlátari og efnahagslega skynsamlegri en þær sem hægri menn hafa upp á að bjóða, því hún sýnir með óyggjandi hætti að hagur þeirra sem minnst bera úr býtum hefur verið varinn. Það er því umtalsverður munur á hægri og vinstri, ekki síst sá að hægri stefnan beið eftirminnilegt skipbrot hér á landi. Ef til vill er til of mikils mælst að innmúraður og innvígður talsmaður hennar um árabil geti séð það eða vilji viðurkenna það. Aftur á móti eru aðrir beðnir um að opna augu fyrir því að það skiptir máli hverjir stjórna.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar