Dansinn í Hruna Sverrir Hermannsson skrifar 4. maí 2012 06:00 Þær sögur hafa gengið fjöllum hærra að mjög mikil afbrot hafi verið framin í fjármálakerfi þjóðarinnar síðustu tuttugu árin eða svo. Eitt og eitt mál, árlega, sér dagsins ljós fyrir dómstólum og sveitist þá „sérstakur saksóknari" blóðinu, ásamt liðssafnaði við að rannsaka ávirðingar. Alþingi tók einnig þátt í dansinum með því að fela Landsdómi að sækja einn mann til saka fyrir mistök í starfi. Við dómsuppkvaðningu kom ekkert á óvart nema viðbrögð Geirs Haarde við sakfellingu í einu huglægu ákæruefni; að öðru leyti var hann sýknaður. Af ótilgreindum ástæðum er og hefir skrifara þessara orða verið vel til Geirs. En hann varð fyrir vonbrigðum með viðbrögð hans. Má vera að áralöng áþján hafi villt Geir sýn, en hann hefði ekki þurft að kippa sér upp við dómsáfelli þetta. Hann var sýknaður af öllum efnisatriðum, en dæmdur sekur fyrir stjórnarfar, sem hann hafði alizt upp við í a.m.k. áratug hjá Davíð Oddssyni og hans nánustu. Geir hefði átt að játa hreinskilnislega að þá stjórnarhætti mætti betrumbæta. Davíð Oddsson sagðist fyrir dómstólnum hafa varað við á sínum tíma að bankarnir væru komnir á heljarþröm. Ekki er að undra þótt kunnugir tækju á slíku ekkert mark, vitandi að vitnið hafði ekkert vit á fjármálum eða peningamálum yfirleitt – og vildi ekki vita. Það eina sem hann tók mark á í því sambandi voru Chicago-vitsmunir Hannesar Hólmsteins, svo gæfusamlegir sem þeir reyndust íslenzkum þjóðarbúskap. Davíð Oddsson lét við það sitja að deila og drottna með smjörklípuaðferð sinni. Allan einvaldstíma Davíðs lágu ráðherrar hundflatir fyrir honum; hið sama átti við um þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem risu aldrei hærra fyrir honum en á hné, þegar þeir þurftu að flaðra upp um hann í von um klípu. Geir var því alls óvanur fjölskipaðri ríkisstjórn. Má það heita afbötun hans. Þó ekki með öllu fullnægjandi. Átti hann líka þess vegna að taka niðurstöðu dóms Landsdóms öðruvísi en raun varð á. Frá hundraðshöfðingjanum „Sérstökum" heyrist á stundum, enda opinberar atlögur hans að Hrunverjum orðnar einar þrjár á jafnmörgum árum. Hvað ætli það fyrirbrigði kosti orðið þjóðina? Fyrrverandi dómsmálaráðherra mun hafa svarað því til, þegar efast var um ágæti mannsins að skipa embættið, að enginn annar hefði fengizt til starfans. Það voru öll meðmælin. Ekki er þó manneklu að kenna að árangur reynist í rýrara lagi. Að minnsta kosti virðist fjöldinn allur af þeim, sem fleyttu rjómann á valdaárum Davíðs og Halldórs, ganga rösklega aftur. Hafa þeir sem mest að vinna við að þiggja laun margföld á borð við forsætisráðherra, eða standa á hálshnútunum við að afskrifa bankalán fjármálavíkinga. Dæmi um afskriftir eru mýmörg. Nefna má „Mónu" á Hornafirði. Það félag var stofnað af fyrirtækinu Skinney-Þinganes, sem er erfðagóss Halldórs Ásgrímssonar. „Móna" virðist hafa verið stofnað til þess eins að slá lán hjá Landsbankanum, en eignir þar litlar sem engar. Út á hvað voru „Mónu" lánaðir milljarðar króna, sem síðan hafa verið afskrifaðir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Þær sögur hafa gengið fjöllum hærra að mjög mikil afbrot hafi verið framin í fjármálakerfi þjóðarinnar síðustu tuttugu árin eða svo. Eitt og eitt mál, árlega, sér dagsins ljós fyrir dómstólum og sveitist þá „sérstakur saksóknari" blóðinu, ásamt liðssafnaði við að rannsaka ávirðingar. Alþingi tók einnig þátt í dansinum með því að fela Landsdómi að sækja einn mann til saka fyrir mistök í starfi. Við dómsuppkvaðningu kom ekkert á óvart nema viðbrögð Geirs Haarde við sakfellingu í einu huglægu ákæruefni; að öðru leyti var hann sýknaður. Af ótilgreindum ástæðum er og hefir skrifara þessara orða verið vel til Geirs. En hann varð fyrir vonbrigðum með viðbrögð hans. Má vera að áralöng áþján hafi villt Geir sýn, en hann hefði ekki þurft að kippa sér upp við dómsáfelli þetta. Hann var sýknaður af öllum efnisatriðum, en dæmdur sekur fyrir stjórnarfar, sem hann hafði alizt upp við í a.m.k. áratug hjá Davíð Oddssyni og hans nánustu. Geir hefði átt að játa hreinskilnislega að þá stjórnarhætti mætti betrumbæta. Davíð Oddsson sagðist fyrir dómstólnum hafa varað við á sínum tíma að bankarnir væru komnir á heljarþröm. Ekki er að undra þótt kunnugir tækju á slíku ekkert mark, vitandi að vitnið hafði ekkert vit á fjármálum eða peningamálum yfirleitt – og vildi ekki vita. Það eina sem hann tók mark á í því sambandi voru Chicago-vitsmunir Hannesar Hólmsteins, svo gæfusamlegir sem þeir reyndust íslenzkum þjóðarbúskap. Davíð Oddsson lét við það sitja að deila og drottna með smjörklípuaðferð sinni. Allan einvaldstíma Davíðs lágu ráðherrar hundflatir fyrir honum; hið sama átti við um þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem risu aldrei hærra fyrir honum en á hné, þegar þeir þurftu að flaðra upp um hann í von um klípu. Geir var því alls óvanur fjölskipaðri ríkisstjórn. Má það heita afbötun hans. Þó ekki með öllu fullnægjandi. Átti hann líka þess vegna að taka niðurstöðu dóms Landsdóms öðruvísi en raun varð á. Frá hundraðshöfðingjanum „Sérstökum" heyrist á stundum, enda opinberar atlögur hans að Hrunverjum orðnar einar þrjár á jafnmörgum árum. Hvað ætli það fyrirbrigði kosti orðið þjóðina? Fyrrverandi dómsmálaráðherra mun hafa svarað því til, þegar efast var um ágæti mannsins að skipa embættið, að enginn annar hefði fengizt til starfans. Það voru öll meðmælin. Ekki er þó manneklu að kenna að árangur reynist í rýrara lagi. Að minnsta kosti virðist fjöldinn allur af þeim, sem fleyttu rjómann á valdaárum Davíðs og Halldórs, ganga rösklega aftur. Hafa þeir sem mest að vinna við að þiggja laun margföld á borð við forsætisráðherra, eða standa á hálshnútunum við að afskrifa bankalán fjármálavíkinga. Dæmi um afskriftir eru mýmörg. Nefna má „Mónu" á Hornafirði. Það félag var stofnað af fyrirtækinu Skinney-Þinganes, sem er erfðagóss Halldórs Ásgrímssonar. „Móna" virðist hafa verið stofnað til þess eins að slá lán hjá Landsbankanum, en eignir þar litlar sem engar. Út á hvað voru „Mónu" lánaðir milljarðar króna, sem síðan hafa verið afskrifaðir?
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar