Landsbyggðarskólar kvarta yfir Söngkeppninni 21. apríl 2012 11:00 Dagur Sigurðsson bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna í fyrra. Pálmi Geir Jónsson er ósáttur við fyrirkomulag keppninnar í ár. mynd/hugi hlynsson „Þetta þyrfti að vera þannig að allir ættu að fá sama tækifæri í sjónvarpi og allir framhaldsskólanemendur ættu að fá tækifæri til að hvetja sína keppendur áfram. Annars er þetta keppni nokkurra skóla en ekki allra," segir Pálmi Geir Jónsson, formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Félagið hefur sagt sig úr Sambandi íslenskra framhaldsskólanema vegna nýs fyrirkomulags Söngkeppni framhaldsskólanna, en úrslit keppninnar verða haldin í Vodafone-höllinni í kvöld í beinni útsendingu Sjónvarpsins. „Við heyrðum í vinaskólum úti á landi, svona tíu til tólf skólum, og það var ákveðið að við skyldum vera flaggberar þessara ósáttu skóla og koma með smá yfirlýsingu." Nýtt fyrirkomulag var á keppninni í ár til að gera hana styttri og um leið sjónvarpsvænni. Fulltrúar 32 skóla tóku upp myndbönd við lögin sín. Þau voru birt á netinu og hægt var að kjósa um besta lagið með SMS-skilaboðum. Vægi dómnefndar vó síðan 50 prósent á móti SMS-atkvæðunum og tólf skólar voru valdir áfram. Pálmi Geir telur að með þessu fyrirkomulagi sé augljóst að fjölmennustu skólarnir komist áfram og hinir sitji eftir með sárt ennið. Til að mynda komst enginn skóli frá Austurlandi í úrslitin í ár og heldur ekki frá Vesturlandi. Andri Steinn Hilmarsson, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema sem sér um keppnina, segir að nauðsynlegt hafi verið að breyta fyrirkomulagi keppninnar til að tryggja að hún yrði sýnd í beinni útsendingu. „Ætlum við að halda keppnina í sjónvarpi eða í íþróttasal einhvers staðar með litlu fjármagni og litla sem enga umfjöllun um keppendur? Við töldum hagsmuni keppninnar og keppenda best borgið með þessu," segir Andri Steinn. Hann bætir við að með því að láta dómnefnd vega á móti SMS-atvæðum hafi verið komið í veg fyrir að fjölmennustu skólarnir einokuðu keppnina. „En auðvitað eins gefur að skilja þegar þú ert með virkilega stóran skóla hefur þú að öllum líkindum yfir hæfileikaríkara fólki að ráða," segir hann og leggur áherslu á að tólf bestu atriðin hafi komist áfram í úrslitin í kvöld. Að sögn Andra Steins er þetta nýja fyrirkomulag þó ekki komið til að vera. „Við viljum sjá undankeppni, jafnvel landshluta, í sjónvarpi og gera miklu meira fyrir keppnina. Við erum búnir að semja við Saga Film og okkur eru allir vegir færir til að stækka keppnina og búa til vettvang fyrir þá sem vilja verða atvinnumenn í tónlist. Fólk hefur litið mjög jákvæðum augum á þetta." freyr@frettabladid.is Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Leikjavísir Fleiri fréttir Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Sjá meira
„Þetta þyrfti að vera þannig að allir ættu að fá sama tækifæri í sjónvarpi og allir framhaldsskólanemendur ættu að fá tækifæri til að hvetja sína keppendur áfram. Annars er þetta keppni nokkurra skóla en ekki allra," segir Pálmi Geir Jónsson, formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Félagið hefur sagt sig úr Sambandi íslenskra framhaldsskólanema vegna nýs fyrirkomulags Söngkeppni framhaldsskólanna, en úrslit keppninnar verða haldin í Vodafone-höllinni í kvöld í beinni útsendingu Sjónvarpsins. „Við heyrðum í vinaskólum úti á landi, svona tíu til tólf skólum, og það var ákveðið að við skyldum vera flaggberar þessara ósáttu skóla og koma með smá yfirlýsingu." Nýtt fyrirkomulag var á keppninni í ár til að gera hana styttri og um leið sjónvarpsvænni. Fulltrúar 32 skóla tóku upp myndbönd við lögin sín. Þau voru birt á netinu og hægt var að kjósa um besta lagið með SMS-skilaboðum. Vægi dómnefndar vó síðan 50 prósent á móti SMS-atkvæðunum og tólf skólar voru valdir áfram. Pálmi Geir telur að með þessu fyrirkomulagi sé augljóst að fjölmennustu skólarnir komist áfram og hinir sitji eftir með sárt ennið. Til að mynda komst enginn skóli frá Austurlandi í úrslitin í ár og heldur ekki frá Vesturlandi. Andri Steinn Hilmarsson, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema sem sér um keppnina, segir að nauðsynlegt hafi verið að breyta fyrirkomulagi keppninnar til að tryggja að hún yrði sýnd í beinni útsendingu. „Ætlum við að halda keppnina í sjónvarpi eða í íþróttasal einhvers staðar með litlu fjármagni og litla sem enga umfjöllun um keppendur? Við töldum hagsmuni keppninnar og keppenda best borgið með þessu," segir Andri Steinn. Hann bætir við að með því að láta dómnefnd vega á móti SMS-atvæðum hafi verið komið í veg fyrir að fjölmennustu skólarnir einokuðu keppnina. „En auðvitað eins gefur að skilja þegar þú ert með virkilega stóran skóla hefur þú að öllum líkindum yfir hæfileikaríkara fólki að ráða," segir hann og leggur áherslu á að tólf bestu atriðin hafi komist áfram í úrslitin í kvöld. Að sögn Andra Steins er þetta nýja fyrirkomulag þó ekki komið til að vera. „Við viljum sjá undankeppni, jafnvel landshluta, í sjónvarpi og gera miklu meira fyrir keppnina. Við erum búnir að semja við Saga Film og okkur eru allir vegir færir til að stækka keppnina og búa til vettvang fyrir þá sem vilja verða atvinnumenn í tónlist. Fólk hefur litið mjög jákvæðum augum á þetta." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Leikjavísir Fleiri fréttir Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning