Eftirlitið upp á borðið Brynhildur Pétursdóttir skrifar 19. apríl 2012 06:00 Ferðalangar í Danmörku hafa ef til vill tekið eftir því að úttektir heilbrigðisfulltrúa hanga til sýnis á veitingastöðum og kaffihúsum. Danir telja nefnilega að niðurstöður eftirlitsaðila séu ekki einkamál seljenda og eftirlitsins og Neytendasamtökin eru á sömu skoðun. Leiða má líkur að því að opinbert og gagnsætt eftirlit auki traust og tiltrú neytenda á eftirlitskerfinu auk þess sem það veitir fyrirtækjunum mikilvægt aðhald. Samtökin hafa því ítrekað sent erindi á stjórnvöld og krafist þess að svokallað broskarlakerfi verði tekið upp hér á landi.Út á hvað gengur kerfið? Danir innleiddu broskarlakerfið (smiley-ordning) árið 2001 en það gengur í stuttu máli út á að opinbera eftirlitsskýrslur heilbrigðisfulltrúa. Eftir hverja úttekt hjá fyrirtæki sem selur matvæli (veitingahús, bakarí, pylsuvagnar, mötuneyti, kaffihús o.s.frv.) eru niðurstöður eftirlitsins hengdar upp á áberandi stað þannig að neytendur geti kynnt sér niðurstöðuna. Þá eru allar skýrslur aðgengilegar á heimasíðunni findsmiley.dk. Danir lögðu mikla áherslu á að skilaboðin til neytenda væru einföld og skiljanleg og var því tekin sú ákvörðun að gefa „einkunnir“ í formi broskarla. Allir skilja jú muninn á broskarli með breitt bros og samsvarandi karli með skeifu.Ánægja með kerfið Fyrirtæki sem fá bestu úttekt fjórum sinnum í röð fá svokallaðan úrvalsbroskarl eða „elite smiley“ eins og Danir kalla það. Þessi fyrirtæki fá færri eftirlitsheimsóknir þar sem þau þykja hafa sýnt að þau séu traustsins verð. Úrvalsfyrirtækin mega þó ekki sofna á verðinum því þau geta eftir sem áður átt von á skyndiúttektum. Innleiðing kerfisins hefur gengið mjög vel í Danmörku þrátt fyrir að fyrirtæki og heilbrigðisfulltrúar hafi haft nokkrar efasemdir í fyrstu. Þekking danskra neytenda á kerfinu er líka mjög mikil enda hafa þarlend stjórnvöld lagt áherslu á að kynna það vel.Íslensk stjórnvöld ítrekað hvött til dáða Vorið 2009 sendu Neytendasamtökin öllum ráðherrum í nýrri ríkisstjórn helstu áherslur samtakanna en í þeim var m.a. lögð til innleiðing broskarlakerfis. Í febrúar 2011 sendu samtökin síðan erindi á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og hvöttu hann til að innleiða kerfið og í janúar síðastliðnum var erindið ítrekað. Neytendasamtökin hafa enn engin svör fengið þótt rúmt ár sé liðið síðan fyrra erindið var póstlagt en í því var sérstaklega kallað eftir afstöðu stjórnvalda.Málið á dagsskrá Siv Friðleifsdóttir hefur nú fyrst alþingismanna lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um upptöku broskarlakerfis og fagna Neytendasamtökin þessu framtaki. Samtökin skora á alþingismenn að leggja málinu lið enda er eðlilegt að úttektir eftirlitsstofnana sem varða heilbrigði og öryggi neytenda séu aðgengilegar. Finna má ítarlegri upplýsingar um broskarlakerfið á www.ns.is undir „Matvæli“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ferðalangar í Danmörku hafa ef til vill tekið eftir því að úttektir heilbrigðisfulltrúa hanga til sýnis á veitingastöðum og kaffihúsum. Danir telja nefnilega að niðurstöður eftirlitsaðila séu ekki einkamál seljenda og eftirlitsins og Neytendasamtökin eru á sömu skoðun. Leiða má líkur að því að opinbert og gagnsætt eftirlit auki traust og tiltrú neytenda á eftirlitskerfinu auk þess sem það veitir fyrirtækjunum mikilvægt aðhald. Samtökin hafa því ítrekað sent erindi á stjórnvöld og krafist þess að svokallað broskarlakerfi verði tekið upp hér á landi.Út á hvað gengur kerfið? Danir innleiddu broskarlakerfið (smiley-ordning) árið 2001 en það gengur í stuttu máli út á að opinbera eftirlitsskýrslur heilbrigðisfulltrúa. Eftir hverja úttekt hjá fyrirtæki sem selur matvæli (veitingahús, bakarí, pylsuvagnar, mötuneyti, kaffihús o.s.frv.) eru niðurstöður eftirlitsins hengdar upp á áberandi stað þannig að neytendur geti kynnt sér niðurstöðuna. Þá eru allar skýrslur aðgengilegar á heimasíðunni findsmiley.dk. Danir lögðu mikla áherslu á að skilaboðin til neytenda væru einföld og skiljanleg og var því tekin sú ákvörðun að gefa „einkunnir“ í formi broskarla. Allir skilja jú muninn á broskarli með breitt bros og samsvarandi karli með skeifu.Ánægja með kerfið Fyrirtæki sem fá bestu úttekt fjórum sinnum í röð fá svokallaðan úrvalsbroskarl eða „elite smiley“ eins og Danir kalla það. Þessi fyrirtæki fá færri eftirlitsheimsóknir þar sem þau þykja hafa sýnt að þau séu traustsins verð. Úrvalsfyrirtækin mega þó ekki sofna á verðinum því þau geta eftir sem áður átt von á skyndiúttektum. Innleiðing kerfisins hefur gengið mjög vel í Danmörku þrátt fyrir að fyrirtæki og heilbrigðisfulltrúar hafi haft nokkrar efasemdir í fyrstu. Þekking danskra neytenda á kerfinu er líka mjög mikil enda hafa þarlend stjórnvöld lagt áherslu á að kynna það vel.Íslensk stjórnvöld ítrekað hvött til dáða Vorið 2009 sendu Neytendasamtökin öllum ráðherrum í nýrri ríkisstjórn helstu áherslur samtakanna en í þeim var m.a. lögð til innleiðing broskarlakerfis. Í febrúar 2011 sendu samtökin síðan erindi á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og hvöttu hann til að innleiða kerfið og í janúar síðastliðnum var erindið ítrekað. Neytendasamtökin hafa enn engin svör fengið þótt rúmt ár sé liðið síðan fyrra erindið var póstlagt en í því var sérstaklega kallað eftir afstöðu stjórnvalda.Málið á dagsskrá Siv Friðleifsdóttir hefur nú fyrst alþingismanna lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um upptöku broskarlakerfis og fagna Neytendasamtökin þessu framtaki. Samtökin skora á alþingismenn að leggja málinu lið enda er eðlilegt að úttektir eftirlitsstofnana sem varða heilbrigði og öryggi neytenda séu aðgengilegar. Finna má ítarlegri upplýsingar um broskarlakerfið á www.ns.is undir „Matvæli“.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun