Tölum um það sem skiptir máli Pétur Jakob Pétursson skrifar 19. apríl 2012 06:00 Mig langaði að skrifa grein fyrir okkar ágætu alþingismenn og ríkisstarfsmenn. Mig langaði að benda á nokkur atriði sem því miður hafa ekki fengið nægilega mikið vægi í almennri umræðu. Nú hafa rúm 5.480 manns flutt af landi brott umfram það fólk sem flutt hefur til Íslands frá árinu 2009 eða síðan þessi ríkisstjórn tók við. Þetta hefur fengið umfjöllun en ekki sá mikli auður sem fer með þessum einstaklingum. Nefnilega verðmætin sem þessir einstaklingar skapa og ævitekjur þessa fólks. Ef við einföldum málið í litlu reiknisdæmi og miðum við meðalheildarlaun fólks árið 2009 samkvæmt Hagstofunni. n Fáum við að mánaðarlaunin eru 366 þúsund krónur á mánuði eða tæpar 4,4 milljónir króna á ári. n Ef við gefum okkur að þetta fólk vinni 40 ár af ævinni með tæpar 4,4 milljónir á ári, gefur það okkur að hver einstaklingur vinnur sér inn tæpar 176 milljónir króna í heildarlaun yfir ævina. n Ef við margföldum svo ævitekjur einstaklings með fjölda brottfluttra frá árinu 2009 til 2011 eða 5.480 einstaklingar fáum við rúma 960 milljarða króna í heildarævitekjur sem þessir einstaklingar vinna sér inn. Til einföldunar er ekki tekið tillit til almennra launahækkana yfir ævina. Hvað væru því skatttekjurnar af þessum rúmum 960 milljörðum króna? Ríkið, við fólkið verðum af 365 milljörðum króna yfir 40 ára tímabil frá þessum 5.480 einstaklingum sem eru nú brottfluttir. Núna er verið að vinna í að kollvarpa aðalundirstöðuatvinnugrein Íslands, sjávarútveginum og menn horfa með glampa í augunum á að taka út úr greininni aukalega 25 milljarða króna, í formi skatta, á næsta ári. Ef núverandi ríkisstjórn myndi nú leggja meiri metnað í að skapa ný störf og stöðugt og gott atvinnuumhverfi fyrir bæði gömul og ný fyrirtæki, gæti hún reynt að laða þessa 5.480 einstaklinga aftur heim. Skatttekjurnar af þeim á einu ári nema rúmum 9 milljörðum króna miðað við 4,4 milljónir í heildartekjur einstaklings og 38% skatt. Ég er þrítugur, þriggja barna faðir og það er verið að þurrka út mína kynslóð með verðtryggingunni, metnaðarleysi í atvinnumálum og skort á framtíðarsýn fyrir Ísland. Svo ég vitni í úttekt sem gerð var af Verkalýðsfélagi Akraness þá var verðmætasköpun síðustu loðnuvertíðar áætluð 30 milljarðar króna og hefur ekki verið svona góð í áratugi. Á sama tímabili þá hækkuðu verðtryggðar skuldir heimilanna um 30,5 milljarða króna, sem sagt þurrkaði út þann auð sem ein besta loðnuvertíð síðari ára skapaði fyrir íslenskt þjóðarbú. Að lokum vil ég hvetja alþingismenn og starfsfólk ríkisstofnana til að hætta að eyða tíma og orku í hluti sem skipta minna máli, t.d. nýja stjórnarskrá, breytingu á ráðuneytum, löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga og kjarnorkuendurvinnslustöðina í Sellafield og fleiri og fleiri mál. Ég bið ykkur frekar að fara að vinna að því sem raunverulega skiptir máli, skapa heilbrigt og stöðugt atvinnuumhverfi, heilnæma framtíðarsýn fyrir Ísland og afnema verðtrygginguna sem er að sliga þetta þjóðfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Mig langaði að skrifa grein fyrir okkar ágætu alþingismenn og ríkisstarfsmenn. Mig langaði að benda á nokkur atriði sem því miður hafa ekki fengið nægilega mikið vægi í almennri umræðu. Nú hafa rúm 5.480 manns flutt af landi brott umfram það fólk sem flutt hefur til Íslands frá árinu 2009 eða síðan þessi ríkisstjórn tók við. Þetta hefur fengið umfjöllun en ekki sá mikli auður sem fer með þessum einstaklingum. Nefnilega verðmætin sem þessir einstaklingar skapa og ævitekjur þessa fólks. Ef við einföldum málið í litlu reiknisdæmi og miðum við meðalheildarlaun fólks árið 2009 samkvæmt Hagstofunni. n Fáum við að mánaðarlaunin eru 366 þúsund krónur á mánuði eða tæpar 4,4 milljónir króna á ári. n Ef við gefum okkur að þetta fólk vinni 40 ár af ævinni með tæpar 4,4 milljónir á ári, gefur það okkur að hver einstaklingur vinnur sér inn tæpar 176 milljónir króna í heildarlaun yfir ævina. n Ef við margföldum svo ævitekjur einstaklings með fjölda brottfluttra frá árinu 2009 til 2011 eða 5.480 einstaklingar fáum við rúma 960 milljarða króna í heildarævitekjur sem þessir einstaklingar vinna sér inn. Til einföldunar er ekki tekið tillit til almennra launahækkana yfir ævina. Hvað væru því skatttekjurnar af þessum rúmum 960 milljörðum króna? Ríkið, við fólkið verðum af 365 milljörðum króna yfir 40 ára tímabil frá þessum 5.480 einstaklingum sem eru nú brottfluttir. Núna er verið að vinna í að kollvarpa aðalundirstöðuatvinnugrein Íslands, sjávarútveginum og menn horfa með glampa í augunum á að taka út úr greininni aukalega 25 milljarða króna, í formi skatta, á næsta ári. Ef núverandi ríkisstjórn myndi nú leggja meiri metnað í að skapa ný störf og stöðugt og gott atvinnuumhverfi fyrir bæði gömul og ný fyrirtæki, gæti hún reynt að laða þessa 5.480 einstaklinga aftur heim. Skatttekjurnar af þeim á einu ári nema rúmum 9 milljörðum króna miðað við 4,4 milljónir í heildartekjur einstaklings og 38% skatt. Ég er þrítugur, þriggja barna faðir og það er verið að þurrka út mína kynslóð með verðtryggingunni, metnaðarleysi í atvinnumálum og skort á framtíðarsýn fyrir Ísland. Svo ég vitni í úttekt sem gerð var af Verkalýðsfélagi Akraness þá var verðmætasköpun síðustu loðnuvertíðar áætluð 30 milljarðar króna og hefur ekki verið svona góð í áratugi. Á sama tímabili þá hækkuðu verðtryggðar skuldir heimilanna um 30,5 milljarða króna, sem sagt þurrkaði út þann auð sem ein besta loðnuvertíð síðari ára skapaði fyrir íslenskt þjóðarbú. Að lokum vil ég hvetja alþingismenn og starfsfólk ríkisstofnana til að hætta að eyða tíma og orku í hluti sem skipta minna máli, t.d. nýja stjórnarskrá, breytingu á ráðuneytum, löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga og kjarnorkuendurvinnslustöðina í Sellafield og fleiri og fleiri mál. Ég bið ykkur frekar að fara að vinna að því sem raunverulega skiptir máli, skapa heilbrigt og stöðugt atvinnuumhverfi, heilnæma framtíðarsýn fyrir Ísland og afnema verðtrygginguna sem er að sliga þetta þjóðfélag.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun