Nýtt upphaf – virkilega? Jónas Jónasson skrifar 19. apríl 2012 06:00 Um þessar mundir keppast mörg hrunfyrirtækin við að skapa sér nýja fortíð. Bankarnir og tryggingafélögin auglýsa eins og hrunið hafi aldrei átt sér stað. Meira að segja olíufélögin eru „saklaus”. Þetta minnir á bíl sem kemur af réttingaverkstæði eftir að hafa verið keyrður í klessu. En tjónabíll verður alltaf tjónabíll þó hann fái nýtt lakk. Nýjasta yfirklórið er að finna í auglýsingum Húsasmiðjunnar um nýtt upphaf á íslenskum byggingavörumarkaði. Þar er látið eins og enginn sé gærdagurinn, bara ný hamingja sem blasi við með „sameiningu” við danska fyrirtækið Bygma. Húsasmiðjan var eitt af þessum fyrirtækjum sem fyrrum eigendur mjólkuðu miskunnarlaust, veðsettu upp í rjáfur og renndu með í stórsvigi kringum skattinn. Eftir hrunið tók Landsbankinn Húsasmiðjuna yfir og kom henni síðan á framfæri lífeyrisþega í gegnum Framtakssjóðinn. Milljarða króna skuldir voru felldar niður og þeim breytt í hlutafé svo fyrirtækið yrði söluvænlegra. Húsasmiðjan var rekin með miklu tapi en skorti samt ekki fé. Meðan á því lúxuslífi stóð voru stjórnendur fyrirtækisins staðnir að samkeppnislagabrotum. Von er á risavaxinni sekt fyrir athæfið. Íslenskir neytendur eru síður en svo að upplifa nýtt upphaf á byggingavörumarkaði, ekki frekar en í viðskiptum við banka, tryggingafélög eða olíufélög. Eina nýja upphafið er hjá hinum danska eiganda Húsasmiðjunnar. Bygma eignaðist Húsasmiðjuna með yfirtöku málamyndaskulda og fékk sérkjör sem erlendur fjárfestir. Bygma þarf ekki að bera kostnaðinn af uppbyggingu Húsasmiðjunnar út um allt land síðasta áratuginn. Þann kostnað bera kröfuhafar og eigendur Landsbankans, ásamt eigendum lífeyrissjóðanna (sem sagt við Íslendingar). Græðlingurinn sem sprettur upp í sjálfumglöðum auglýsingum Húsasmiðjunnar er í raun þyrnóttur kaktus fyrir neytendur jafnt sem eigendur Landsbankans. En ef lygin er endurtekin nógu oft þá fer hún að hljóma sem sannleikur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir keppast mörg hrunfyrirtækin við að skapa sér nýja fortíð. Bankarnir og tryggingafélögin auglýsa eins og hrunið hafi aldrei átt sér stað. Meira að segja olíufélögin eru „saklaus”. Þetta minnir á bíl sem kemur af réttingaverkstæði eftir að hafa verið keyrður í klessu. En tjónabíll verður alltaf tjónabíll þó hann fái nýtt lakk. Nýjasta yfirklórið er að finna í auglýsingum Húsasmiðjunnar um nýtt upphaf á íslenskum byggingavörumarkaði. Þar er látið eins og enginn sé gærdagurinn, bara ný hamingja sem blasi við með „sameiningu” við danska fyrirtækið Bygma. Húsasmiðjan var eitt af þessum fyrirtækjum sem fyrrum eigendur mjólkuðu miskunnarlaust, veðsettu upp í rjáfur og renndu með í stórsvigi kringum skattinn. Eftir hrunið tók Landsbankinn Húsasmiðjuna yfir og kom henni síðan á framfæri lífeyrisþega í gegnum Framtakssjóðinn. Milljarða króna skuldir voru felldar niður og þeim breytt í hlutafé svo fyrirtækið yrði söluvænlegra. Húsasmiðjan var rekin með miklu tapi en skorti samt ekki fé. Meðan á því lúxuslífi stóð voru stjórnendur fyrirtækisins staðnir að samkeppnislagabrotum. Von er á risavaxinni sekt fyrir athæfið. Íslenskir neytendur eru síður en svo að upplifa nýtt upphaf á byggingavörumarkaði, ekki frekar en í viðskiptum við banka, tryggingafélög eða olíufélög. Eina nýja upphafið er hjá hinum danska eiganda Húsasmiðjunnar. Bygma eignaðist Húsasmiðjuna með yfirtöku málamyndaskulda og fékk sérkjör sem erlendur fjárfestir. Bygma þarf ekki að bera kostnaðinn af uppbyggingu Húsasmiðjunnar út um allt land síðasta áratuginn. Þann kostnað bera kröfuhafar og eigendur Landsbankans, ásamt eigendum lífeyrissjóðanna (sem sagt við Íslendingar). Græðlingurinn sem sprettur upp í sjálfumglöðum auglýsingum Húsasmiðjunnar er í raun þyrnóttur kaktus fyrir neytendur jafnt sem eigendur Landsbankans. En ef lygin er endurtekin nógu oft þá fer hún að hljóma sem sannleikur.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun