Ofþolinmæði skuldara Birgir Örn Guðjónsson skrifar 19. apríl 2012 06:00 Mér finnst stundum eins og ég sé í hlutverki fábjánans í fáránleikhúsi þjóðfélagsins í dag. Ég er einhver nöldrandi fýlupúki sem getur ekki séð að allt er á blússandi uppleið. Hagstofan staðfesti þetta meira að segja um daginn þegar hún sagði m.a að kaupmátturinn hjá mér væri svipaður og árið 2004. Það hlýtur því að vera tóm ímyndun að launin mín dugi ekki út mánuðinn og að ég sé tæknilega gjaldþrota út af verðtryggðu húsnæðisláni sem ég tók vegna íbúðarinnar minnar árið 2006. Ég hlýt að vera sá eini sem er í þessari stöðu. Eða hvað? Nei, ég hef alveg tekið eftir því að það eru fleiri ósáttir við sinn hlut í dag. Það hefur t.d ekki farið framhjá neinum að sumir bankastjórar eru drullufúlir, eðlilega. Einn er farinn í mál, annar hótar að hætta og sá þriðji er fúll yfir því að fá ekki einhverjar 100 milljónir sem hann segist eiga inni. Já, lífið er ósanngjarnt. Stundum verð ég ótrúlega þreyttur á þessum endalausa barningi við kerfið og að vera í hlutverki nöldrarans. Ég er lífsglaður og hamingjusamur fjölskyldufaðir sem á frábæra eiginkonu og yndisleg börn. Stundum langar mig bara til að gefast upp og spila með í Pollýönnuleiknum þar sem allt er svo frábært og framtíðin björt. En þá slær raunveruleikinn mig utan undir með tómu veskinu og ég fatta að ég verð að halda áfram að berjast. Það er of mikið í húfi. Það má ekki takast að svæfa okkur með þögninni eða kaffæra með sífellt nýjum hitamálum dagsins í dag. Forsetakosningarnar, stjórnarskráin, kvótamálin og ESB eru allt mjög mikilvæg mál en þau eru ekki töfrabragð sem lætur okkur hverfa. Við erum hér enn. Aularnir sem tókum verðtryggð húsnæðislán sem stökkbreyttust í öskrandi sístækkandi ófreskju. Vandamál okkar eru raunveruleg og þarfnast raunverulegra lausna. Eftir ónáttúruhamfarir hrunsins eru fjölmargar venjulegar fjölskyldur fastar í fjöldagröf fátæktar. Það er sannleikurinn, þó svo að einhverjir talnasérfræðingar reyni kannski að sannfæra okkur um annað. Við erum orðin þreytt á að fá sendar vistir ofan í gröfina til þess að halda í okkur lífi. Við viljum heldur fá sendan spotta svo við komumst upp úr þessari gröf og getum séð fram á einhverja framtíð í okkar annars frábæra landi. Það er ekki í lagi að ýta verðtryggingunni og leiðréttingu húsnæðislána stanslaust til hliðar. Sumir segja að stjórnvöld ætli að salta þetta þar til nær dregur kosningum til þess að geta sett þessi mál í kosningaloforðabankann. Ég trúi ekki að það sé raunin. Fórnarkostnaðurinn við það yrði of mikill. Stjórnvöld og lánastofnanir verða að fara að bretta upp ermar og taka á þessum málum fyrir alvöru, ekki seinna en strax. Ég veit að þolinmæði er dyggð en ég er ekki viss um að við höfum efni á henni mikið lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Mér finnst stundum eins og ég sé í hlutverki fábjánans í fáránleikhúsi þjóðfélagsins í dag. Ég er einhver nöldrandi fýlupúki sem getur ekki séð að allt er á blússandi uppleið. Hagstofan staðfesti þetta meira að segja um daginn þegar hún sagði m.a að kaupmátturinn hjá mér væri svipaður og árið 2004. Það hlýtur því að vera tóm ímyndun að launin mín dugi ekki út mánuðinn og að ég sé tæknilega gjaldþrota út af verðtryggðu húsnæðisláni sem ég tók vegna íbúðarinnar minnar árið 2006. Ég hlýt að vera sá eini sem er í þessari stöðu. Eða hvað? Nei, ég hef alveg tekið eftir því að það eru fleiri ósáttir við sinn hlut í dag. Það hefur t.d ekki farið framhjá neinum að sumir bankastjórar eru drullufúlir, eðlilega. Einn er farinn í mál, annar hótar að hætta og sá þriðji er fúll yfir því að fá ekki einhverjar 100 milljónir sem hann segist eiga inni. Já, lífið er ósanngjarnt. Stundum verð ég ótrúlega þreyttur á þessum endalausa barningi við kerfið og að vera í hlutverki nöldrarans. Ég er lífsglaður og hamingjusamur fjölskyldufaðir sem á frábæra eiginkonu og yndisleg börn. Stundum langar mig bara til að gefast upp og spila með í Pollýönnuleiknum þar sem allt er svo frábært og framtíðin björt. En þá slær raunveruleikinn mig utan undir með tómu veskinu og ég fatta að ég verð að halda áfram að berjast. Það er of mikið í húfi. Það má ekki takast að svæfa okkur með þögninni eða kaffæra með sífellt nýjum hitamálum dagsins í dag. Forsetakosningarnar, stjórnarskráin, kvótamálin og ESB eru allt mjög mikilvæg mál en þau eru ekki töfrabragð sem lætur okkur hverfa. Við erum hér enn. Aularnir sem tókum verðtryggð húsnæðislán sem stökkbreyttust í öskrandi sístækkandi ófreskju. Vandamál okkar eru raunveruleg og þarfnast raunverulegra lausna. Eftir ónáttúruhamfarir hrunsins eru fjölmargar venjulegar fjölskyldur fastar í fjöldagröf fátæktar. Það er sannleikurinn, þó svo að einhverjir talnasérfræðingar reyni kannski að sannfæra okkur um annað. Við erum orðin þreytt á að fá sendar vistir ofan í gröfina til þess að halda í okkur lífi. Við viljum heldur fá sendan spotta svo við komumst upp úr þessari gröf og getum séð fram á einhverja framtíð í okkar annars frábæra landi. Það er ekki í lagi að ýta verðtryggingunni og leiðréttingu húsnæðislána stanslaust til hliðar. Sumir segja að stjórnvöld ætli að salta þetta þar til nær dregur kosningum til þess að geta sett þessi mál í kosningaloforðabankann. Ég trúi ekki að það sé raunin. Fórnarkostnaðurinn við það yrði of mikill. Stjórnvöld og lánastofnanir verða að fara að bretta upp ermar og taka á þessum málum fyrir alvöru, ekki seinna en strax. Ég veit að þolinmæði er dyggð en ég er ekki viss um að við höfum efni á henni mikið lengur.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar