Grunnur að sanngjörnu fiskveiðistjórnunarkerfi Friðrik Hansen Guðmundsson skrifar 18. apríl 2012 06:00 Ein af þeim hagsmunaklíkum sem hafa arðrænt íslenskt samfélag í áratugi eru eigendur fiskveiðikvóta, en þeir fengu á sínum tíma gefins fiskveiðikvóta út á það að hafa á þeim tíma verið með veiddan afla. Þessir aðilar segja í dag að 90% af aflaheimildum hafi skipt um eigendur og ef þær væru innkallaðar í dag, væri verið að hegna röngum aðilum sem hafi keypt og greitt fyrir sínar aflaheimildir. Þetta er rangt því stór hluti af kvótanum er í dag hjá sömu aðilum undir nýjum kennitölum. Margir í þessari hagsmunaklíku spiluðu með arðinn af gjafakvótanum í íslensku og erlendu fjármálalífi og fengu síðan þegar illa fór, niðurfelldar gríðarlega skuldir og eru áfram með sín fyrirtæki í rekstri. Rök stjórnvalda voru að farsælla væri að halda þekkingu þessara aðila inni í fyrirtækjunum, en á sama tíma var ekki hægt að gera sömu hluti fyrir önnur íslensk fyrirtæki eða íslensk heimili. Eitthvað hefur stórlega misfarist við stjórnun fiskveiða á þeim 28 árum sem liðin eru frá innleiðingu núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis. Endurskoða þarf vinnubrögð Hafrannsóknastofnunar og komast að því hvers vegna svona illa gengur að byggja upp fiskistofna við landið og ekki hefur verið hægt að vernda uppeldisstöðvar sjávarfiska og laxfiska (sjóbirtings og bleikju) meðan þeir dvelja í sjó. Samkvæmt núverandi kvótakerfi er hið raunverulega eignarhald á íslensku fiskveiðiauðlindinni í höndum erlendra lánadrottna sem hirða mikinn arð af nýtingu hennar. Afleiðing núverandi kvótakerfis með framsali og sölu aflaheimilda er á þann veg að auðlindin er og verður alltaf gríðarlega skuldsett. Áætlaðar skuldir sem nú hvíla á fiskveiðiauðlindinni eru 500 til 900 milljarðar og vaxtagreiðslur af þessum skuldum eru 50 til 100 milljarðar á ári. Aflaverðmæti upp úr sjó eru um 170 milljarðar og það þjónar ekki hagsmunum þjóðarinnar að stjórn auðlindarinnar skuli vera með þeim hætti að allur afrakstur af henni fari í fjármagnskostnað sem endi í höndum erlendra fjármálastofnana. Með breyttu fyrirkomulagi gætu þær fjárhæðir sem nú fara í fjármagnskostnað, farið í sameiginlega sjóði landsmanna í stað þess að flæða úr landi. Breyta þarf lögum um kvótakerfið með það að markmiði að arðurinn af auðlindinni hætti að renna til erlendra fjármálastofnana og verði í þess stað arðgefandi atvinnuvegur til hagsmuna fyrir þjóðarheild. Aflaheimildir ætti að innkalla á einu kjörtímabili og setja í auðlindasjóð landsmanna og leigja síðan út til mest 5-10 ára með uppboðsfyrirkomulagi. Fyrstu árin yrði leigugjaldið nýtt til að greiða skaðabætur til þeirra sem með sannanlegum hætti hafi stofnað til skulda vegna kvótakaupa. Þetta þarf að gera: Ÿ Allar veiðiheimildir fari á uppboðsmarkaði og verði aldrei úthlutað til lengri tíma en 5 ára í senn. Ÿ Allar veiðiheimildir skulu greiddar um leið og þær eru nýttar. Ÿ Öllum fiski skal landað á fiskmarkaði á Íslandi og hann boðinn hæstbjóðanda. Með nýju borgaralegu stjórnmálaafli undir formerkjum „Liberal Democrats“ væri hægt að leggja grunn að miklum breytingum í nýtingu aflaveiðiheimilda og láta sanngjarnan arð af þeim renna til samfélagsins. Klíku- og hagsmunahópar í íslenskri hagsmunapólitík hafa í áratugi sagt okkur að þetta sé ekki hægt eða lofað að breyta þessu og ekkert gert. Það er því ljóst að útbrunnir stjórnmálaflokkar, hagsmunatengdir stjórnmálamenn eða þriðja kynslóð stefnulausra stjórnmálamanna á egósiglingu geta ekki gert þetta og eina leiðin til að þetta geti orðið er að koma til áhrifa nýju borgaralegu stjórnmálafli sem vinnur af alvöru fyrir almenning og þorir að taka á málum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Ein af þeim hagsmunaklíkum sem hafa arðrænt íslenskt samfélag í áratugi eru eigendur fiskveiðikvóta, en þeir fengu á sínum tíma gefins fiskveiðikvóta út á það að hafa á þeim tíma verið með veiddan afla. Þessir aðilar segja í dag að 90% af aflaheimildum hafi skipt um eigendur og ef þær væru innkallaðar í dag, væri verið að hegna röngum aðilum sem hafi keypt og greitt fyrir sínar aflaheimildir. Þetta er rangt því stór hluti af kvótanum er í dag hjá sömu aðilum undir nýjum kennitölum. Margir í þessari hagsmunaklíku spiluðu með arðinn af gjafakvótanum í íslensku og erlendu fjármálalífi og fengu síðan þegar illa fór, niðurfelldar gríðarlega skuldir og eru áfram með sín fyrirtæki í rekstri. Rök stjórnvalda voru að farsælla væri að halda þekkingu þessara aðila inni í fyrirtækjunum, en á sama tíma var ekki hægt að gera sömu hluti fyrir önnur íslensk fyrirtæki eða íslensk heimili. Eitthvað hefur stórlega misfarist við stjórnun fiskveiða á þeim 28 árum sem liðin eru frá innleiðingu núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis. Endurskoða þarf vinnubrögð Hafrannsóknastofnunar og komast að því hvers vegna svona illa gengur að byggja upp fiskistofna við landið og ekki hefur verið hægt að vernda uppeldisstöðvar sjávarfiska og laxfiska (sjóbirtings og bleikju) meðan þeir dvelja í sjó. Samkvæmt núverandi kvótakerfi er hið raunverulega eignarhald á íslensku fiskveiðiauðlindinni í höndum erlendra lánadrottna sem hirða mikinn arð af nýtingu hennar. Afleiðing núverandi kvótakerfis með framsali og sölu aflaheimilda er á þann veg að auðlindin er og verður alltaf gríðarlega skuldsett. Áætlaðar skuldir sem nú hvíla á fiskveiðiauðlindinni eru 500 til 900 milljarðar og vaxtagreiðslur af þessum skuldum eru 50 til 100 milljarðar á ári. Aflaverðmæti upp úr sjó eru um 170 milljarðar og það þjónar ekki hagsmunum þjóðarinnar að stjórn auðlindarinnar skuli vera með þeim hætti að allur afrakstur af henni fari í fjármagnskostnað sem endi í höndum erlendra fjármálastofnana. Með breyttu fyrirkomulagi gætu þær fjárhæðir sem nú fara í fjármagnskostnað, farið í sameiginlega sjóði landsmanna í stað þess að flæða úr landi. Breyta þarf lögum um kvótakerfið með það að markmiði að arðurinn af auðlindinni hætti að renna til erlendra fjármálastofnana og verði í þess stað arðgefandi atvinnuvegur til hagsmuna fyrir þjóðarheild. Aflaheimildir ætti að innkalla á einu kjörtímabili og setja í auðlindasjóð landsmanna og leigja síðan út til mest 5-10 ára með uppboðsfyrirkomulagi. Fyrstu árin yrði leigugjaldið nýtt til að greiða skaðabætur til þeirra sem með sannanlegum hætti hafi stofnað til skulda vegna kvótakaupa. Þetta þarf að gera: Ÿ Allar veiðiheimildir fari á uppboðsmarkaði og verði aldrei úthlutað til lengri tíma en 5 ára í senn. Ÿ Allar veiðiheimildir skulu greiddar um leið og þær eru nýttar. Ÿ Öllum fiski skal landað á fiskmarkaði á Íslandi og hann boðinn hæstbjóðanda. Með nýju borgaralegu stjórnmálaafli undir formerkjum „Liberal Democrats“ væri hægt að leggja grunn að miklum breytingum í nýtingu aflaveiðiheimilda og láta sanngjarnan arð af þeim renna til samfélagsins. Klíku- og hagsmunahópar í íslenskri hagsmunapólitík hafa í áratugi sagt okkur að þetta sé ekki hægt eða lofað að breyta þessu og ekkert gert. Það er því ljóst að útbrunnir stjórnmálaflokkar, hagsmunatengdir stjórnmálamenn eða þriðja kynslóð stefnulausra stjórnmálamanna á egósiglingu geta ekki gert þetta og eina leiðin til að þetta geti orðið er að koma til áhrifa nýju borgaralegu stjórnmálafli sem vinnur af alvöru fyrir almenning og þorir að taka á málum.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun