
Trúarbragðafræðsla – af vettvangi Evrópuráðsins og ÖSE
Veraldarvæðing
Þjóðfélög Evrópu tóku miklum breytingum á síðustu öld. Þau breyttust úr fremur einsleitum kristnum þjóðfélögum í veraldarvædd fjölmenningarsamfélög. Veraldarvæðingin (e. secularization) er sögð fela í sér: a) aðskilnað pólitískra og trúarlegra stofnana, b) víkjandi trúarlega áherslu í umræðum um þjóðfélagsmál, vísindi, heimspeki og siðferði, c) minnkandi þátttöku í trúarlegum athöfnum og „einkavæðingu“ hins trúarlega og d) veraldarvæðingu eða afhelgun hugarfarsins. Um miðja síðustu öld settu félagsfræðingar fram kenningar um að þróunin yrði sú að trúarbrögð myndu nánast engu máli skipta í vestrænum samfélögum framtíðarinnar. Einn þeirra var Peter L. Berger, sem rétt fyrir síðustu aldamót hélt fyrirlestur við Johns Hopkins University í Bandaríkjunum, sem nefndist The Desecularization of the World. Þar sagði m.a.: „Hugmynd okkar um að við lifum í veraldarvæddum heimi er röng. Heimurinn í dag er, með nokkrum undantekningum, jafn feiknarlega trúarlegur og hann hefur ætíð verið og sums staðar fremur en nokkru sinni. Þetta merkir að allir þeir bókastaflar sem ritaðir hafa verið af sagnfræðingum og félagsvísindamönnum og merktir hafa verið „kenningar um veraldarvæðingu“ hafa í grundvallaratriðum rangt fyrir sér.“
Fjölmenning og umburðarlyndi
Endurkoma trúarbragða á vettvang alþjóðastjórnmála og aukin fjölmenning hefur vakið umræðu á vettvangi Evrópuráðsins um trúarbragðafræðslu. Komið hafa út nokkur nefndarálit þar sem bent er á nauðsyn þess að vinna markvisst að auknu umburðarlyndi í trúarlegum efnum, í nafni lýðræðis og mannréttinda. Til að svo geti orðið er mikilvægt að fræðsla um trúarbrögð sé í námskrám opinberra skóla í því skyni að efla þekkingu og skilning á ólíkum trúarbrögðum og lífsviðhorfum. Mikilvægt sé að auka þekkingu nemenda á ríkjandi trúarbrögðum og siðgæðisviðmiðum í eigin samfélagi, enda geti þekkingarskortur leitt til fordóma gagnvart eigin trúar- og menningararfi. Aðildarríkin eru hvött til að líta á endurskoðun námskrár á öllum skólastigum sem forgangsverkefni í því skyni að efla trúarbragðafræðslu.
Árið 2005 kom út hjá Evrópuráðinu álit frá Committee on Culture, Science and Education. Þar eru ríkisstjórnir aðildarríkjanna hvattar til að tryggja trúarbragðafræðslu, bæði í grunn- og framhaldsskólum. Skortur á hæfum kennurum er einnig ræddur og bent á nauðsyn stóraukinnar kennaramenntunar í trúarbragðafræðum. Nú þegar verið er að lengja kennaranám hér á landi er ástæða til að benda á að menntun íslenskra kennara í þessum fræðum er með öllu óviðunandi. Aðeins lítill hluti kennaranema velur trúarbrögð sem valgrein, þannig að meirihluti útskrifaðra kennara hefur enga fræðslu fengið um trúarbrögð, hvorki kristni né önnur, frá því að þeir luku grunnskólaprófi.
Árið 2008 gaf Evrópuráðið út White Paper on Intercultural Dialogue. Þar er rætt um áhrif trúarbragða, einkum hins gyðing-kristna arfs, á vestræna menningu. Bent er á mikilvægi þvermenningarlegrar og þvertrúarlegrar samræðu, til aukins skilnings og þekkingar á ólíkum hópum þjóðfélagsins svo vinna megi gegn fordómum og stuðla að umburðarlyndi. Til þess að slík umræða geti átt sér stað þurfi að auka þekkingu fólks á eigin trúar- og menningararfi, auk þekkingar á helstu trúarbrögðum heims. Við endurskoðun námskrár grunnskóla sem nú stendur yfir er mikilvægt að gefa þessu gaum. Án þekkingar á Biblíunni eru menn ólæsir á vestræna menningu, þar sem úir og grúir af tilvísunum í biblíusögur, bæði í bókmenntum, myndlist og tónlist, og eru ófærir um að taka þátt í umræðu um trúmál almennt og tengsl trúar og menningar í eigin samfélagi.
Leiðbeinandi meginreglur
Í mars 2007 var haldin í Toledo á Spáni ráðstefna um trúarbragðafræðslu á vegum ÖSE. Að ráðstefnunni komu tugir sérfræðinga um uppeldi og menntun, auk lögfræðinga, guðfræðinga, trúarbragðafræðinga, fulltrúa frá veraldlegum lífsskoðanasamtökum, auk fræðimanna á sviði mannréttinda. Gefið var út ritið Toledo Guiding Principles on Teaching About Religions and Beliefs in Public Schools. Í formála segir að þrálátar ranghugmyndir um trúarbrögð og menningarheildir hafi leitt í ljós mikilvægi þess að stuðla að umburðarlyndi og jafnræði ásamt trú- og skoðanafrelsi. Þörfin fyrir betri skilning og þekkingu á trúarbrögðum og lífsviðhorfum verði æ ljósari og bent á að trúarbragðafræðsla sé nauðsynlegur þáttur í sérhverri gæðamenntun (e. quality education). Lögð er áhersla á mikilvægi vandaðrar kennaramenntunar svo kennarar verði færir um að mæta fjölbreyttum hópi nemenda af skilningi og umburðarlyndi. Hér með er skorað á yfirvöld menntamála á Íslandi að gefa þessu gaum.
(Ítarlegri umfjöllun má sjá á Netlu, veftímariti um uppeldi og menntun (netla.hi.is), undir Menntakvika, árslok 2011).
Skoðun

Jón Steinar tekur upp hanskann
Sævar Þór Jónsson skrifar

Verum bleik – fyrir okkur öll!
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Hvar skildi pabbi vera á biðlistanum, ætli honum endist ævin að komast af þeim lista?
Davíð Bergmann skrifar

Skipulagsmál á sjálfstýringu hjá meirihlutanum í Kópavogi
Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar

Vanþekking
Eymundur Eymundsson skrifar

Hvalreki eða Maybe Mútur?
Pétur Heimisson skrifar

Fyrirbyggjum áreitni og ofbeldi innan ferðaþjónustunnar
Bryndís Skarphéðinsdóttir,Margrét Wendt,Ólína Laxdal skrifar

Hittumst og ræðum um menntamál!
Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar

Kyrrstaða þrátt fyrir tækifæri til breytinga
Hildur Harðardóttir skrifar

Stígum öll upp úr skotgröfunum
Gísli Rafn Ólafsson skrifar

Átt þú barn með ADHD?
Hólmfríður Árnadóttir skrifar

Ríkisstjórnin svínaði á eftirlaunafólki fimm ár í röð
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Ný og nauðsynleg nálgun í þjónustu við eldra fólk
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Menntun og velsæld barna í fyrsta sæti
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir skrifar

Transvæðingin og umræðan
Eva Hauksdóttir skrifar

Áskorun til borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs
Sigurður Gylfi Magnússon skrifar

Stórtækar umbætur í fangelsismálum
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Við getum víst hindrað laxastrok
Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Breytum um kúrs
Sigmar Guðmundsson skrifar

Nýjar lausnir fyrir nýja tíma
Finnur Beck skrifar

Freklega vegið að líffræðilegum fjölbreytileika
Jódís Skúladóttir skrifar

… hver er á bakvakt?
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar

Lygarinn, ég?
Jón Ármann Steinsson skrifar

Nokkur orð um Sinfó
Víkingur Heiðar Ólafsson skrifar

Að verða vitni að drápi á hvalkýr og kálfi
Arne Feuerhahn skrifar

Eflum Tjarnarbíó og sjálfstæðar sviðslistir
Skúli Helgason skrifar

Ópera - framtíðin er björt!
Andri Björn Róbertsson skrifar

Þegar lítil þúfa...
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Að brenna bláa akurinn
Jón Kaldal skrifar

Mikilvægi lyfjameðferðar við ADHD
Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar