Mennska Guðrún Hannesdóttir skrifar 18. apríl 2012 06:00 Maður einn vinnur að því árum saman að koma sér upp hugmyndafræði. Hann vinnur að því að sjá sér út óvini og byggja upp í huga sér mynd af óþverralegu og háskalegu innræti þeirra. Vinnur að því árum saman að smíða áætlun um hvernig best sé að koma þeim fyrir kattarnef. Vinnur að því að útvega sér þjálfun, nýjustu tól og tæki til að árangurinn verði sem bestur. Metur síðan á eigin forsendum, með eigin upphöfnu sjálfsmynd að leiðarljósi, hvenær rétta stundin sé runnin upp og lætur til skarar skríða. Og einn daginn blasa afleiðingarnar við allra augum og vekja hrylling og hryggð um heimsbyggðina. Ég er hér að tala um hina hörmulegu atburði sem urðu í Útey síðastliðið sumar, fjöldamorðin í Útey. Málið er talið einstakt og grafalvarlegt og einn mjög mikilvægur þáttur þess virðist brýn þörf á að úrskurða hvort morðinginn sé ósakhæfur eða ekki. Hvort hann sé haldinn ofsóknargeðklofa eða sakhæfur á við hvern venjulegan mann, mig og þig. Já – menn líta á málið sem einstakt og grafalvarlegt eins og stundum vill verða. Skýringin á því er auðvitað sú hvað við sjáum það skýrt og afmarkað í umgjörð sinni. Vettvangurinn er lítil falleg eyja í friðsömu ríki, fórnarlömbin eru flest ungmenni sem aldrei hafa gert flugu mein, og allir skynja að með þeim hverfa draumar og vonir eins og dögg fyrir sólu. Önnur ódæði á margfalt stærri skala tala ekki svona skýrt og skelfilega til okkar þó eðli þeirra sé hið sama. Ég er að tala um árásir og stríð hervelda heimsins og bandalaga þeirra. Enda er sú mynd margbrotin og ekkert auðveldara en að villa mönnum sýn og fela heildarmyndina í moldviðri áróðurs, lyga og brotakenndra, misvísandi frétta sem er þyrlað upp þegar nauðsyn er talin á að fara í stríð. Það er létt verk að vekja fólki ótta við yfirvofandi ógn, en skjótast svo inn í skuggaveröld hinnar lífseigu, kaldhömruðu realpólitíkur og telja fólki trú um að það sé í góðu lagi að kasta siðferðilegum rökum út í ystu myrkur (tímabundið) og láta sig örlög þeirra sem lenda í skotlínunni engu skipta til að ná tilætluðum árangri. Það er hafist handa á kunnuglegan hátt; búin er til skýr mynd af óvininum, gerð áætlun um hvernig best megi koma honum fyrir kattarnef, útveguð nýjustu og bestu tæki og tól og metið síðan á forsendum eigin ágætis og óskeikulleika hvenær skuli láta til skarar skríða. En nú bregður svo við að málið er ekki lengur skýrt einstakt og grafalvarlegt. Það er enginn sem stillir fókusinn og margir eru þeir sem sjá sér engan hag í því. Enginn er í sjónmáli til að telja líkin af nákvæmni, telja og tíunda öll örkumlin og sálarmorðin. Og enginn tiltækur eða kallaður til að skera úr um sakhæfi eða skort á sakhæfi árásaraðila í gjörningaveðrinu sem umlykur slíka atburði. Það er líkast til mörgum enn minnisstætt á hvaða hátt Norðmenn brugðust við óhæfuverkunum á Útey. Í stað þess að fallast hendur í örvæntingu eða skríða í skjól samsæriskenninga og haturs, leituðu þeir að innri styrk þjóðarinnar með ótrúlega eftirminnilegum og fallegum hætti, kölluðu eftir siðferðisþreki fjöldans og fundu það þrek. Ýmis teikn eru nú á lofti, teikn sem með bjartsýni má túlka sem vaxandi styrk alþýðu manna og merki þess að „vor“ sé í vændum á alþjóðavettvangi. Við höfum séð margar arabaþjóðir losna úr viðjum óttans og segja vopnlausar ofureflinu stríð á hendur í von um betra og réttlátara líf. Við höfum séð ungt fólk á Vesturlöndum losna úr viðjum aðgerðaleysis og sljóleika og heimta að fá að taka þátt í réttlátri skiptingu heimsins gæða. Við höfum séð marga opna augun fyrir því virðingarleysi sem viðgengist hefur í umgengni okkar við náttúruna og marga opna augun fyrir þörfinni á að safna liði til að vinna að betri heimi öllum til handa áður en það er orðið of seint. En við höfum of lengi vanrækt að stíga skrefið til fulls, skilgreina og segja útlæg úr mannlegu samfélagi þau öfl sem sóa, myrða og eyðileggja í tilgangsleysi og byrja svo upp á nýtt á næstu styrjöld, eyðingu og sóun eins og ekkert hafi í skorist. Það geta engir nema við sjálf ákveðið hvort slíkt athæfi er saknæmt eða ekki. Og það er komið að því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Maður einn vinnur að því árum saman að koma sér upp hugmyndafræði. Hann vinnur að því að sjá sér út óvini og byggja upp í huga sér mynd af óþverralegu og háskalegu innræti þeirra. Vinnur að því árum saman að smíða áætlun um hvernig best sé að koma þeim fyrir kattarnef. Vinnur að því að útvega sér þjálfun, nýjustu tól og tæki til að árangurinn verði sem bestur. Metur síðan á eigin forsendum, með eigin upphöfnu sjálfsmynd að leiðarljósi, hvenær rétta stundin sé runnin upp og lætur til skarar skríða. Og einn daginn blasa afleiðingarnar við allra augum og vekja hrylling og hryggð um heimsbyggðina. Ég er hér að tala um hina hörmulegu atburði sem urðu í Útey síðastliðið sumar, fjöldamorðin í Útey. Málið er talið einstakt og grafalvarlegt og einn mjög mikilvægur þáttur þess virðist brýn þörf á að úrskurða hvort morðinginn sé ósakhæfur eða ekki. Hvort hann sé haldinn ofsóknargeðklofa eða sakhæfur á við hvern venjulegan mann, mig og þig. Já – menn líta á málið sem einstakt og grafalvarlegt eins og stundum vill verða. Skýringin á því er auðvitað sú hvað við sjáum það skýrt og afmarkað í umgjörð sinni. Vettvangurinn er lítil falleg eyja í friðsömu ríki, fórnarlömbin eru flest ungmenni sem aldrei hafa gert flugu mein, og allir skynja að með þeim hverfa draumar og vonir eins og dögg fyrir sólu. Önnur ódæði á margfalt stærri skala tala ekki svona skýrt og skelfilega til okkar þó eðli þeirra sé hið sama. Ég er að tala um árásir og stríð hervelda heimsins og bandalaga þeirra. Enda er sú mynd margbrotin og ekkert auðveldara en að villa mönnum sýn og fela heildarmyndina í moldviðri áróðurs, lyga og brotakenndra, misvísandi frétta sem er þyrlað upp þegar nauðsyn er talin á að fara í stríð. Það er létt verk að vekja fólki ótta við yfirvofandi ógn, en skjótast svo inn í skuggaveröld hinnar lífseigu, kaldhömruðu realpólitíkur og telja fólki trú um að það sé í góðu lagi að kasta siðferðilegum rökum út í ystu myrkur (tímabundið) og láta sig örlög þeirra sem lenda í skotlínunni engu skipta til að ná tilætluðum árangri. Það er hafist handa á kunnuglegan hátt; búin er til skýr mynd af óvininum, gerð áætlun um hvernig best megi koma honum fyrir kattarnef, útveguð nýjustu og bestu tæki og tól og metið síðan á forsendum eigin ágætis og óskeikulleika hvenær skuli láta til skarar skríða. En nú bregður svo við að málið er ekki lengur skýrt einstakt og grafalvarlegt. Það er enginn sem stillir fókusinn og margir eru þeir sem sjá sér engan hag í því. Enginn er í sjónmáli til að telja líkin af nákvæmni, telja og tíunda öll örkumlin og sálarmorðin. Og enginn tiltækur eða kallaður til að skera úr um sakhæfi eða skort á sakhæfi árásaraðila í gjörningaveðrinu sem umlykur slíka atburði. Það er líkast til mörgum enn minnisstætt á hvaða hátt Norðmenn brugðust við óhæfuverkunum á Útey. Í stað þess að fallast hendur í örvæntingu eða skríða í skjól samsæriskenninga og haturs, leituðu þeir að innri styrk þjóðarinnar með ótrúlega eftirminnilegum og fallegum hætti, kölluðu eftir siðferðisþreki fjöldans og fundu það þrek. Ýmis teikn eru nú á lofti, teikn sem með bjartsýni má túlka sem vaxandi styrk alþýðu manna og merki þess að „vor“ sé í vændum á alþjóðavettvangi. Við höfum séð margar arabaþjóðir losna úr viðjum óttans og segja vopnlausar ofureflinu stríð á hendur í von um betra og réttlátara líf. Við höfum séð ungt fólk á Vesturlöndum losna úr viðjum aðgerðaleysis og sljóleika og heimta að fá að taka þátt í réttlátri skiptingu heimsins gæða. Við höfum séð marga opna augun fyrir því virðingarleysi sem viðgengist hefur í umgengni okkar við náttúruna og marga opna augun fyrir þörfinni á að safna liði til að vinna að betri heimi öllum til handa áður en það er orðið of seint. En við höfum of lengi vanrækt að stíga skrefið til fulls, skilgreina og segja útlæg úr mannlegu samfélagi þau öfl sem sóa, myrða og eyðileggja í tilgangsleysi og byrja svo upp á nýtt á næstu styrjöld, eyðingu og sóun eins og ekkert hafi í skorist. Það geta engir nema við sjálf ákveðið hvort slíkt athæfi er saknæmt eða ekki. Og það er komið að því.
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun