Eyðing stúlkubarna í Kína Jóhann Ág. Sigurðsson og Linn Getz skrifar 17. apríl 2012 06:00 Fjölskyldur í Austur-Asíu, einkum Kína og Indlandi, vilja gjarnan eignast syni. Þar er sonur talinn vera æskilegri kostur en dóttir til að viðhalda nafni ættarinnar, tryggja afkomu og umönnun fjölskyldunnar og foreldra í ellinni. Í kjölfar pólitískra ákvarðana kínverskra yfirvalda árið 1978 um það að hver fjölskylda mætti bara eignast eitt barn, fór strax að bera á breyttu kynjahlutfall drengja og stúlkna. Við eðlilegan gang náttúrunnar á þetta hlutfall að vera um 103 til 107 fæddir drengir á móti 100 fæddum stúlkum. Þetta hlutfall hefur nú brenglast verulega í Kína og Indlandi síðustu tvo áratugina og fer nú að nálgast 120 fæddir drengir á móti 100 fæddum stúlkum (15-20% munur). Í fyrstu faraldsfræðilegu rannsóknum um þessi mál var talað um týndu stúlkubörnin eða „the missing girls“ og leitað skýringa á þróuninni. Nú er talið víst að hátæknin, einkum ómskoðun snemma í meðgöngu sé markvisst notuð til að greina kyn fóstursins og síðan tekin ákvörðun um fóstureyðingu í kjölfar kyngreiningar. Á ensku er þessi kynjahreinsun nefnd „female infanticide“, eða „sexicide“. Í umfangsmikilli rannsókn sem birtist í hinu virta vísindatímariti BMJ árið 2009 (Zhu WX, Lu L, Hesketh T BMJ 2009) drógu höfundar þá ályktun að í Kína árið 2005 hefði fjöldi karla undir tvítugu verið 32 milljónir umfram fjölda kvenna og að ástandið ætti eftir að versna. Svipuð þróun á sér stað í Indlandi. Þessi gífurlegi fjöldi ungra karla umfram konur hefur síðan leitt til alvarlega félagslegra vandamála. Karlar eiga erfitt með að finna sér maka og konur eru gerðar að söluvöru. Sumar þeirra eru meira að segja óskráðar í manntali. Annarri tengdri glæpastarfsemi vex auk þess fiskur um hrygg. Stjórnmálamenn, heilbrigðisstéttir og tækniiðnaðurinn um allan heim taka þátt í þessum kynjahreinsunum. Árið 2007 birtum við ásamt Anna Luise Kirkengen, prófessor í Ósló, leiðara í Læknablaðinu með fyrirsögninni „Þáttur heilbrigðisstétta í eyðingu stúlkubarna“ (2007;93:506-7). Við vöktum athygli á þessari þróun og bentum á að við erum öll samábyrg. Þar skoruðum við á læknastétt, heilbrigðisyfirvöld og aðra forystumenn íslensku þjóðarinnar að stíga varlega til jarðar í samvinnu við Kína og Indland á sviði fósturgreininga. Jafnframt ber forystumönnum velferðarmála að nota öll tækifæri til að vekja athygli á þeim vanda sem fylgir kynjahreinsun með eyðingu stúlkubarna. Í tilefni af komu kínverskra yfirvalda hingað til lands er þessi áskorun hér með endurtekin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Fjölskyldur í Austur-Asíu, einkum Kína og Indlandi, vilja gjarnan eignast syni. Þar er sonur talinn vera æskilegri kostur en dóttir til að viðhalda nafni ættarinnar, tryggja afkomu og umönnun fjölskyldunnar og foreldra í ellinni. Í kjölfar pólitískra ákvarðana kínverskra yfirvalda árið 1978 um það að hver fjölskylda mætti bara eignast eitt barn, fór strax að bera á breyttu kynjahlutfall drengja og stúlkna. Við eðlilegan gang náttúrunnar á þetta hlutfall að vera um 103 til 107 fæddir drengir á móti 100 fæddum stúlkum. Þetta hlutfall hefur nú brenglast verulega í Kína og Indlandi síðustu tvo áratugina og fer nú að nálgast 120 fæddir drengir á móti 100 fæddum stúlkum (15-20% munur). Í fyrstu faraldsfræðilegu rannsóknum um þessi mál var talað um týndu stúlkubörnin eða „the missing girls“ og leitað skýringa á þróuninni. Nú er talið víst að hátæknin, einkum ómskoðun snemma í meðgöngu sé markvisst notuð til að greina kyn fóstursins og síðan tekin ákvörðun um fóstureyðingu í kjölfar kyngreiningar. Á ensku er þessi kynjahreinsun nefnd „female infanticide“, eða „sexicide“. Í umfangsmikilli rannsókn sem birtist í hinu virta vísindatímariti BMJ árið 2009 (Zhu WX, Lu L, Hesketh T BMJ 2009) drógu höfundar þá ályktun að í Kína árið 2005 hefði fjöldi karla undir tvítugu verið 32 milljónir umfram fjölda kvenna og að ástandið ætti eftir að versna. Svipuð þróun á sér stað í Indlandi. Þessi gífurlegi fjöldi ungra karla umfram konur hefur síðan leitt til alvarlega félagslegra vandamála. Karlar eiga erfitt með að finna sér maka og konur eru gerðar að söluvöru. Sumar þeirra eru meira að segja óskráðar í manntali. Annarri tengdri glæpastarfsemi vex auk þess fiskur um hrygg. Stjórnmálamenn, heilbrigðisstéttir og tækniiðnaðurinn um allan heim taka þátt í þessum kynjahreinsunum. Árið 2007 birtum við ásamt Anna Luise Kirkengen, prófessor í Ósló, leiðara í Læknablaðinu með fyrirsögninni „Þáttur heilbrigðisstétta í eyðingu stúlkubarna“ (2007;93:506-7). Við vöktum athygli á þessari þróun og bentum á að við erum öll samábyrg. Þar skoruðum við á læknastétt, heilbrigðisyfirvöld og aðra forystumenn íslensku þjóðarinnar að stíga varlega til jarðar í samvinnu við Kína og Indland á sviði fósturgreininga. Jafnframt ber forystumönnum velferðarmála að nota öll tækifæri til að vekja athygli á þeim vanda sem fylgir kynjahreinsun með eyðingu stúlkubarna. Í tilefni af komu kínverskra yfirvalda hingað til lands er þessi áskorun hér með endurtekin.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar