Verð á íslenskum rafbókum Hrafnhildur Hreinsdóttir skrifar 17. apríl 2012 06:00 Rafbækur hafa verið að ryðja sér til rúms undanfarin ár og þær munu einnig koma í auknum mæli inn á íslenskan bókamarkað. Á því leikur enginn vafi. Nú má velta því fyrir sér frá mörgum sjónarhornum hvað sé eðlilegt að greiða fyrir rafbók og hvernig verðmyndun á sér stað. Fullyrða má að kostnaður við útgáfu rafbóka sé almennt minni en prentaðra bóka þar sem ekki þarf að prenta eitt einasta eintak. Prentkostnaður við meðalskáldsögu er líklega í kringum þúsund krónur miðað við 3-4 þúsund eintaka upplag. Að auki sparast lagerpláss, dreifingarkostnaður og kostnaður við óseld eintök. Svo má nefna að ekkert tré er fellt og breytt í pappír með öllum þeim kostnaði og mengun sem því fylgir. Ég tel því klárlega að verð á rafbókum eigi og muni verða ódýrara en á prentuðum bókum. Það er hins vegar ósennilegt að þær verði á sambærilegu verði og rafbækur á ensku á erlendum vefverslunum, enda er markaðurinn fyrir íslenskar bækur allt annar. Í hverju felst kostnaðurinn? Það þarf eftir sem áður að ritstýra, brjóta um, hanna útlit, prófarkalesa, markaðssetja og selja. Auglýsinga- og kynningarkostnaður er líklega sá sami og fyrir venjulegar bækur. Þá eru ótalin ritlaun og það sem útgefandi og söluaðili fá í sinn skerf og svo tekur ríkið sitt í formi virðisaukaskatts. Að auki þarf að passa upp á það að rafrænum bókunum sé ekki stolið af netinu og því fylgir kostnaður að búa þær svo úr garði að það gangi eftir. Svo má aftur deila um hvort öll sú fyrirhöfn skili tilætlunum árangri. Það eru rökin sem heyrast fyrir háu verði rafbóka. Það er líka sennilegt að rafbækur sem gefnar eru út af sjálfstæðum útgefendum eða höfundum verði á öðru verðbili en bækur forlaganna þar sem þær eru unnar í gegnum færri eða enga milliliði. Ég hef töluvert velt því fyrir mér og rætt við aðra hvað sé eðlilegt og réttlátt að greiða fyrir íslenska rafbók. Eftir töluverða íhugun er ég tilbúin til að greiða allt að tvöfalda þá upphæð sem ég borga erlendis (sem er að jafnaði 8-10 dollarar) eða íslenskt kiljuverð. Ástæðan fyrir því að ég er tilbúin til að greiða tvisvar sinnum kostnaðinn við erlendar bækur er löngun mín til lesa á móðurmálinu. Ég get samt ekki talað fyrir aðra. Síðan ég eignaðist kindilinn minn og svo spjaldtölvuna þá hef ég mest lesið á erlendum tungumálum, og jafnframt aldrei keypt eins mikið af bókum. Ég vil helst lesa á íslensku og kaupa íslenskar rafbækur en mér finnst þær of dýrar hjá Forlaginu – önnur forlög eins og Emma.is eru ódýrari. Ég verð að viðurkenna að það fauk í mig um daginn þegar ég sá að ný innbundin bók var á tilboði ódýrari en rafræn á netinu og fannst mér misboðið sem viðskiptavini. Þá geri ég líka kröfu um það að geta fengið rafbók fljótt og með lítilli fyrirhöfn hvort heldur ég kýs að lesa hana á kindlinum mínum, spjaldtölvunni, eða á símanum en láta ekki útgefendur stýra því á hvaða tæki ég les. Helsta áskorunin framundan er að búa til íslenskar rafbækur. Ég áætla gróflega að fjöldi rafbóka á íslensku sé á bilinu 200-250 sem bliknar í samanburði við framboð á öðrum tungumálum. Ég á mér þá ósk að útgefendur og rithöfundar taki stærri skref í átt að rafbókaútgáfu og endurskoði verðlagningu rafbóka með það í huga að lesendur eru upp til hópa heiðarlegt fólk sem vill kaupa rafbækur til aflestrar á eðlilegu verði. Kannski er runninn upp sá tími að hægt sé að breyta bókamarkaðnum og dreifa bóksölu yfir lengri tíma en jólabókavertíðin býður upp á, með því að gefa út rafbækur allan ársins hring. Ég myndi altént vera hæstánægð að hafa aðgang að nýjum bókum yfir allt árið en ég er nú líka óttalegur bókaormur. Kannski verður líka einhvern tíma að veruleika sá möguleiki að fá lánaða íslenska rafbók á bókasafninu en það er önnur saga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Rafbækur hafa verið að ryðja sér til rúms undanfarin ár og þær munu einnig koma í auknum mæli inn á íslenskan bókamarkað. Á því leikur enginn vafi. Nú má velta því fyrir sér frá mörgum sjónarhornum hvað sé eðlilegt að greiða fyrir rafbók og hvernig verðmyndun á sér stað. Fullyrða má að kostnaður við útgáfu rafbóka sé almennt minni en prentaðra bóka þar sem ekki þarf að prenta eitt einasta eintak. Prentkostnaður við meðalskáldsögu er líklega í kringum þúsund krónur miðað við 3-4 þúsund eintaka upplag. Að auki sparast lagerpláss, dreifingarkostnaður og kostnaður við óseld eintök. Svo má nefna að ekkert tré er fellt og breytt í pappír með öllum þeim kostnaði og mengun sem því fylgir. Ég tel því klárlega að verð á rafbókum eigi og muni verða ódýrara en á prentuðum bókum. Það er hins vegar ósennilegt að þær verði á sambærilegu verði og rafbækur á ensku á erlendum vefverslunum, enda er markaðurinn fyrir íslenskar bækur allt annar. Í hverju felst kostnaðurinn? Það þarf eftir sem áður að ritstýra, brjóta um, hanna útlit, prófarkalesa, markaðssetja og selja. Auglýsinga- og kynningarkostnaður er líklega sá sami og fyrir venjulegar bækur. Þá eru ótalin ritlaun og það sem útgefandi og söluaðili fá í sinn skerf og svo tekur ríkið sitt í formi virðisaukaskatts. Að auki þarf að passa upp á það að rafrænum bókunum sé ekki stolið af netinu og því fylgir kostnaður að búa þær svo úr garði að það gangi eftir. Svo má aftur deila um hvort öll sú fyrirhöfn skili tilætlunum árangri. Það eru rökin sem heyrast fyrir háu verði rafbóka. Það er líka sennilegt að rafbækur sem gefnar eru út af sjálfstæðum útgefendum eða höfundum verði á öðru verðbili en bækur forlaganna þar sem þær eru unnar í gegnum færri eða enga milliliði. Ég hef töluvert velt því fyrir mér og rætt við aðra hvað sé eðlilegt og réttlátt að greiða fyrir íslenska rafbók. Eftir töluverða íhugun er ég tilbúin til að greiða allt að tvöfalda þá upphæð sem ég borga erlendis (sem er að jafnaði 8-10 dollarar) eða íslenskt kiljuverð. Ástæðan fyrir því að ég er tilbúin til að greiða tvisvar sinnum kostnaðinn við erlendar bækur er löngun mín til lesa á móðurmálinu. Ég get samt ekki talað fyrir aðra. Síðan ég eignaðist kindilinn minn og svo spjaldtölvuna þá hef ég mest lesið á erlendum tungumálum, og jafnframt aldrei keypt eins mikið af bókum. Ég vil helst lesa á íslensku og kaupa íslenskar rafbækur en mér finnst þær of dýrar hjá Forlaginu – önnur forlög eins og Emma.is eru ódýrari. Ég verð að viðurkenna að það fauk í mig um daginn þegar ég sá að ný innbundin bók var á tilboði ódýrari en rafræn á netinu og fannst mér misboðið sem viðskiptavini. Þá geri ég líka kröfu um það að geta fengið rafbók fljótt og með lítilli fyrirhöfn hvort heldur ég kýs að lesa hana á kindlinum mínum, spjaldtölvunni, eða á símanum en láta ekki útgefendur stýra því á hvaða tæki ég les. Helsta áskorunin framundan er að búa til íslenskar rafbækur. Ég áætla gróflega að fjöldi rafbóka á íslensku sé á bilinu 200-250 sem bliknar í samanburði við framboð á öðrum tungumálum. Ég á mér þá ósk að útgefendur og rithöfundar taki stærri skref í átt að rafbókaútgáfu og endurskoði verðlagningu rafbóka með það í huga að lesendur eru upp til hópa heiðarlegt fólk sem vill kaupa rafbækur til aflestrar á eðlilegu verði. Kannski er runninn upp sá tími að hægt sé að breyta bókamarkaðnum og dreifa bóksölu yfir lengri tíma en jólabókavertíðin býður upp á, með því að gefa út rafbækur allan ársins hring. Ég myndi altént vera hæstánægð að hafa aðgang að nýjum bókum yfir allt árið en ég er nú líka óttalegur bókaormur. Kannski verður líka einhvern tíma að veruleika sá möguleiki að fá lánaða íslenska rafbók á bókasafninu en það er önnur saga.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar