Kynslóðasátt - Leiðréttingarsjóður verðtryggðra húsnæðislána Guðmundur Franklín Jónsson skrifar 14. apríl 2012 06:00 Eins og ég rakti í fyrri grein minni um að fara bandarísku leiðina sem lausn á skuldavanda heimilanna m.a. með því að lengja í lánum er hægt að fara milliveginn í þessum efnum og bjóða lengstu óverðtryggðu húsnæðislánin til 75 ára, sem gætu verið í boði hjá fyrirhuguðum Afskriftasjóð verðtryggðra húsnæðislána. Sjá töflu:Heildartekjur heimilis eru 700.000 kr. í þessu dæmi.Öll lán eru jafngreiðslulán og höfuðstóll lækkar við hver mánaðamót.Lán gætu boðið upp á endurskoðun á 5 ára fresti v/ breytilegrar greiðslugetu heimilis.Lengri lánagreiðslur eru sambærilegar og leigutekjur.Sjóðurinn verður kominn í hagnað á níunda ári eða fyrr, miðað við núverandi verðbólgumarkmið 2,5%. Í þessum tillögum Hægri grænna, flokks fólksins, töldum við eðlilegt að miða við lengsta flokkinn RIKB 31 sem eru lengstu óverðtryggðu ríkisskuldabréfin til 31 árs, en vextir á honum eru um +/- 7,40% plús 0,25% álag fyrir rekstrarkostnað sjóðsins. Þessi viðmiðunarflokkur er notaður á allar tímalengdir en leyfa uppgreiðslu gegn gjaldi. Einnig mætti nota lægri vexti fyrir þá sem þurfa félagslega aðstoð, en ef aðilar ákveða að greiða upp lánið í félagslega kerfinu og eignast íbúðina að lokum þá sé greitt sérstakt álag sem er þá endurgreiðsla til ríkisins fyrir aðstoðina. Kaupverð bréfanna til fjármálastofnana verður meðalverð síðustu 200 söludaga á markaði á öllum flokkum. Til þess að geta komið þessu í kring verður að leyfa með lögum uppgreiðslu verðtryggðra húsnæðislána og uppgreiðslugjald verður að afnema hjá bönkunum. Einnig verður að fella niður stimpilgjöld á þessum eignatilfærslum. Taka skal fram að fjármálastofnanir tapa ekki á þessum viðskiptum, en reiðuféð sem þær fá inn verður lagt inn í Seðlabanka Íslands. Lítil hætta er á að verðbólga aukist þar sem flutningi fjármagns verður beint til fjármálastofnana, en lántakendur sitja eftir með lægri, lengri, viðráðanlegri og óverðtryggð húsnæðislán. Auknu peningamagni í umferð verður stýrt með aukinni bindiskyldu lánastofna, eða eins og þarf til, til þess að fjármálakerfið sé í jafnvægi. Í framhaldinu verður síðan þessum nýju óverðtryggðu húsnæðislánum pakkað inn með verðbréfun (e. securitization) og seld aftur til lánastofnana þ.e. lífeyrissjóða, banka, tryggingarfélaga og annarra fjárfesta. Lánið frá Seðlabanka Íslands til Afskriftasjóðs verðtryggðra húsnæðislána yrði verðtryggt og bæri 0,01% fasta vexti, en verðtryggingin á þessu magnbundna íhlutunarláni til sjóðsins hefur þann hvata fyrir ríkið að halda verðbólgu niðri, og þar með er ríkinu veitt nauðsynlegt aðhald í ríkisútgjöldum. Tekjur sjóðsins eru vaxtamismunurinn 7,64%, en til þess að afla Afskriftasjóði verðtryggðra húsnæðislána frekari tekna í byrjun, fengi sjóðurinn greiðslur í gegnum fjármagnsfærslugjald. Ganga hugmyndir flokksins út á að taka hóflegt gjald af fjármagnsfærslum lögaðila, eins og á kaupum á hlutabréfum, skuldabréfum, gjaldeyri og framvirkum samningum. Rætt hefur verið um að gjaldið sé 0,33% af hverjum viðskiptum með hlutabréf og skuldabréf en 0,033% á afleiðuviðskiptum. 3% fjármagnsfærslugjald yrði sett á gjaldeyrisviðskipti. Það er sanngjarnt að bankar og fjármálafyrirtæki sem bera mesta ábyrgð á vandanum sem myndaðist við hrunið tækju þannig þátt í að leysa hann. Bónusinn er sá að fjármagnsfærslugjaldið dregur einnig úr áhættusækni lögaðila og áhættusömum viðskiptum banka og fjármálastofnana. Á Íslandi endurspegla greiðsluáætlanir ekki raunveruleikann, sér í lagi verðbólguskotið fyrir og eftir hrun. Með sanni má segja að fjármálastofnanir hafi raskað hegðun neytenda með því að gera lítið úr langtímaáhættu vegna verðbólgu. Verðtrygging húsnæðislána stangast á við grundvallarreglur evrópskra neytendalaga sem banna misbeitingarákvæði sem raska jafnvægi samningsaðila neytanda í óhag. Bandaríska leiðin er heillavænlegust til þess að leiðrétta það óréttlæti sem mögulega ólögleg verðtryggð húsnæðislán hafa kostað íslensk heimili og almenning í landinu. Þar sem þessi leið hefur virkað mjög vel í Bandaríkjunum er ekki annars að vænta en að hún geri það einnig á Íslandi, með tilheyrandi hagvexti og betri lífsskilyrðum almennings sem mundi myndast í kjölfarið. Stöðugleiki í efnahagstjórn er takmarkið og hallalaus fjárlög nauðsynleg. Það er löngu kominn tími til fyrir stjórnsýsluna og fjármálastofnanir að virða íslensk lög, þau eru ekki til skrauts. Vanþekking og afneitun á lögum leysir engan undan ábyrgð. Við megum heldur ekki gleyma því að fólkið í landinu horfir til okkar sem bjóðum okkur fram til stjórnmálastarfa – með von um betri framtíð. Okkar skylda er að rísa undir þeim væntingum. Stuðla að betri framtíð, betri lífskjörum, hugsa í lausnum. En ekki leggja stein í götu alls sem til framfara horfir. Efnahagslífið er einn vefur og starfsskilyrði atvinnulífs og lífskjör fólksins eru samofin. Hernaður stjórnvalda gegn heimilum og atvinnulífi landsins er hernaður gegn lífskjörum þjóðarinnar. Ef þessar hugmyndir mínar ganga eftir, fá íslenskar fjölskyldur langþráð fjármálaöryggi sem þeim ber og er það skylda íslenskra stjórnmálamanna að koma þessum málum í örugga höfn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Eins og ég rakti í fyrri grein minni um að fara bandarísku leiðina sem lausn á skuldavanda heimilanna m.a. með því að lengja í lánum er hægt að fara milliveginn í þessum efnum og bjóða lengstu óverðtryggðu húsnæðislánin til 75 ára, sem gætu verið í boði hjá fyrirhuguðum Afskriftasjóð verðtryggðra húsnæðislána. Sjá töflu:Heildartekjur heimilis eru 700.000 kr. í þessu dæmi.Öll lán eru jafngreiðslulán og höfuðstóll lækkar við hver mánaðamót.Lán gætu boðið upp á endurskoðun á 5 ára fresti v/ breytilegrar greiðslugetu heimilis.Lengri lánagreiðslur eru sambærilegar og leigutekjur.Sjóðurinn verður kominn í hagnað á níunda ári eða fyrr, miðað við núverandi verðbólgumarkmið 2,5%. Í þessum tillögum Hægri grænna, flokks fólksins, töldum við eðlilegt að miða við lengsta flokkinn RIKB 31 sem eru lengstu óverðtryggðu ríkisskuldabréfin til 31 árs, en vextir á honum eru um +/- 7,40% plús 0,25% álag fyrir rekstrarkostnað sjóðsins. Þessi viðmiðunarflokkur er notaður á allar tímalengdir en leyfa uppgreiðslu gegn gjaldi. Einnig mætti nota lægri vexti fyrir þá sem þurfa félagslega aðstoð, en ef aðilar ákveða að greiða upp lánið í félagslega kerfinu og eignast íbúðina að lokum þá sé greitt sérstakt álag sem er þá endurgreiðsla til ríkisins fyrir aðstoðina. Kaupverð bréfanna til fjármálastofnana verður meðalverð síðustu 200 söludaga á markaði á öllum flokkum. Til þess að geta komið þessu í kring verður að leyfa með lögum uppgreiðslu verðtryggðra húsnæðislána og uppgreiðslugjald verður að afnema hjá bönkunum. Einnig verður að fella niður stimpilgjöld á þessum eignatilfærslum. Taka skal fram að fjármálastofnanir tapa ekki á þessum viðskiptum, en reiðuféð sem þær fá inn verður lagt inn í Seðlabanka Íslands. Lítil hætta er á að verðbólga aukist þar sem flutningi fjármagns verður beint til fjármálastofnana, en lántakendur sitja eftir með lægri, lengri, viðráðanlegri og óverðtryggð húsnæðislán. Auknu peningamagni í umferð verður stýrt með aukinni bindiskyldu lánastofna, eða eins og þarf til, til þess að fjármálakerfið sé í jafnvægi. Í framhaldinu verður síðan þessum nýju óverðtryggðu húsnæðislánum pakkað inn með verðbréfun (e. securitization) og seld aftur til lánastofnana þ.e. lífeyrissjóða, banka, tryggingarfélaga og annarra fjárfesta. Lánið frá Seðlabanka Íslands til Afskriftasjóðs verðtryggðra húsnæðislána yrði verðtryggt og bæri 0,01% fasta vexti, en verðtryggingin á þessu magnbundna íhlutunarláni til sjóðsins hefur þann hvata fyrir ríkið að halda verðbólgu niðri, og þar með er ríkinu veitt nauðsynlegt aðhald í ríkisútgjöldum. Tekjur sjóðsins eru vaxtamismunurinn 7,64%, en til þess að afla Afskriftasjóði verðtryggðra húsnæðislána frekari tekna í byrjun, fengi sjóðurinn greiðslur í gegnum fjármagnsfærslugjald. Ganga hugmyndir flokksins út á að taka hóflegt gjald af fjármagnsfærslum lögaðila, eins og á kaupum á hlutabréfum, skuldabréfum, gjaldeyri og framvirkum samningum. Rætt hefur verið um að gjaldið sé 0,33% af hverjum viðskiptum með hlutabréf og skuldabréf en 0,033% á afleiðuviðskiptum. 3% fjármagnsfærslugjald yrði sett á gjaldeyrisviðskipti. Það er sanngjarnt að bankar og fjármálafyrirtæki sem bera mesta ábyrgð á vandanum sem myndaðist við hrunið tækju þannig þátt í að leysa hann. Bónusinn er sá að fjármagnsfærslugjaldið dregur einnig úr áhættusækni lögaðila og áhættusömum viðskiptum banka og fjármálastofnana. Á Íslandi endurspegla greiðsluáætlanir ekki raunveruleikann, sér í lagi verðbólguskotið fyrir og eftir hrun. Með sanni má segja að fjármálastofnanir hafi raskað hegðun neytenda með því að gera lítið úr langtímaáhættu vegna verðbólgu. Verðtrygging húsnæðislána stangast á við grundvallarreglur evrópskra neytendalaga sem banna misbeitingarákvæði sem raska jafnvægi samningsaðila neytanda í óhag. Bandaríska leiðin er heillavænlegust til þess að leiðrétta það óréttlæti sem mögulega ólögleg verðtryggð húsnæðislán hafa kostað íslensk heimili og almenning í landinu. Þar sem þessi leið hefur virkað mjög vel í Bandaríkjunum er ekki annars að vænta en að hún geri það einnig á Íslandi, með tilheyrandi hagvexti og betri lífsskilyrðum almennings sem mundi myndast í kjölfarið. Stöðugleiki í efnahagstjórn er takmarkið og hallalaus fjárlög nauðsynleg. Það er löngu kominn tími til fyrir stjórnsýsluna og fjármálastofnanir að virða íslensk lög, þau eru ekki til skrauts. Vanþekking og afneitun á lögum leysir engan undan ábyrgð. Við megum heldur ekki gleyma því að fólkið í landinu horfir til okkar sem bjóðum okkur fram til stjórnmálastarfa – með von um betri framtíð. Okkar skylda er að rísa undir þeim væntingum. Stuðla að betri framtíð, betri lífskjörum, hugsa í lausnum. En ekki leggja stein í götu alls sem til framfara horfir. Efnahagslífið er einn vefur og starfsskilyrði atvinnulífs og lífskjör fólksins eru samofin. Hernaður stjórnvalda gegn heimilum og atvinnulífi landsins er hernaður gegn lífskjörum þjóðarinnar. Ef þessar hugmyndir mínar ganga eftir, fá íslenskar fjölskyldur langþráð fjármálaöryggi sem þeim ber og er það skylda íslenskra stjórnmálamanna að koma þessum málum í örugga höfn.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar