Hugmynd að grænu hjarta í Reykjavík Björn B. Björnsson skrifar 10. apríl 2012 06:00 Margir Reykvíkingar eru á móti fyrirhugaðri hótelbyggingu við sunnanvert Ingólfstorg vegna þess skaða sem hún veldur á umhverfi miðborgarinnar: Við fáum minni sól á Ingólfstorg, Nasa verður rifið og risahótel kallar á aukna umferð um þennan viðkvæmasta blett borgarinnar á kostnað almannarýma og Alþingis. Borgarstjóri sagði nýlega í Kastljósi að hann væri ekki spenntur fyrir risahóteli á þessum stað en að ekki væri komin fram hugmynd sem leysti málið. Hér er slík hugmynd. Hún er að Reykjavíkurborg og Alþingi taki höndum saman og kaupi Landsímahúsið, háhýsið þar fyrir aftan og Miðbæjarmarkaðinn – og láti rífa þessi hús. Þar með væri Austurvöllur, Fógetagarðurinn og Ingólfstorg eitt opið svæði; grænt og sólríkt hjarta Reykjavíkur. Sólar nyti miklu lengur á Austurvelli og Ingólfstorg væri ekki lengur sá kaldranalegi skuggablettur sem það nú er. Alþingishúsinu og byggingum þess væri sköpuð umgjörð sem hæfir í stað þess að fyrirhugað risahótel troði því um tær með tilheyrandi rútu- og jeppaumferð. Nokkur eftirsjá væri að gamla Landsímahúsinu, en það er nú þegar ekki svipur hjá sjón vegna viðbyggingar og hægt væri að reisa hús í sama útliti annars staðar (t.d. gegnt Ráðhúsinu fyrir skrifstofur þingmanna). Sjálfsagt væri að efna til alþjóðlegrar hugmyndasamkeppni um hönnun alls svæðisins þar sem hugsanlega mætti opna fyrir þann möguleika að þar verði nokkur lágreist hús í gömlum stíl, aðflutt eða nýbyggð. Þessi hugmynd mundi að sönnu kosta nokkurt fé en minna en bygging Ráðhúss eða Perlu svo dæmi séu tekin. Alþingi hefur mótmælt fyrirhugaðri hótelbyggingu svo líklegt má telja að þar á bæ vilji menn leggja nokkuð á sig til að afstýra því umhverfisslysi sem ella vofir yfir og mun ekki síst bitna á ásýnd og aðkomu þinghússins. Þekktur er sá áhugi stjórnmálamanna að reisa byggingar sem minnismerki um veru sína og völd. Þessi hugmynd gengur í öfuga átt. Hér væri verið að breyta ásýnd miðborgarinnar og notagildi því þetta stóra græna svæði væri sólríkt og skjólgott og myndi nýtast Reykvíkingum og gestum þeirra með margvíslegum hætti um aldir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Margir Reykvíkingar eru á móti fyrirhugaðri hótelbyggingu við sunnanvert Ingólfstorg vegna þess skaða sem hún veldur á umhverfi miðborgarinnar: Við fáum minni sól á Ingólfstorg, Nasa verður rifið og risahótel kallar á aukna umferð um þennan viðkvæmasta blett borgarinnar á kostnað almannarýma og Alþingis. Borgarstjóri sagði nýlega í Kastljósi að hann væri ekki spenntur fyrir risahóteli á þessum stað en að ekki væri komin fram hugmynd sem leysti málið. Hér er slík hugmynd. Hún er að Reykjavíkurborg og Alþingi taki höndum saman og kaupi Landsímahúsið, háhýsið þar fyrir aftan og Miðbæjarmarkaðinn – og láti rífa þessi hús. Þar með væri Austurvöllur, Fógetagarðurinn og Ingólfstorg eitt opið svæði; grænt og sólríkt hjarta Reykjavíkur. Sólar nyti miklu lengur á Austurvelli og Ingólfstorg væri ekki lengur sá kaldranalegi skuggablettur sem það nú er. Alþingishúsinu og byggingum þess væri sköpuð umgjörð sem hæfir í stað þess að fyrirhugað risahótel troði því um tær með tilheyrandi rútu- og jeppaumferð. Nokkur eftirsjá væri að gamla Landsímahúsinu, en það er nú þegar ekki svipur hjá sjón vegna viðbyggingar og hægt væri að reisa hús í sama útliti annars staðar (t.d. gegnt Ráðhúsinu fyrir skrifstofur þingmanna). Sjálfsagt væri að efna til alþjóðlegrar hugmyndasamkeppni um hönnun alls svæðisins þar sem hugsanlega mætti opna fyrir þann möguleika að þar verði nokkur lágreist hús í gömlum stíl, aðflutt eða nýbyggð. Þessi hugmynd mundi að sönnu kosta nokkurt fé en minna en bygging Ráðhúss eða Perlu svo dæmi séu tekin. Alþingi hefur mótmælt fyrirhugaðri hótelbyggingu svo líklegt má telja að þar á bæ vilji menn leggja nokkuð á sig til að afstýra því umhverfisslysi sem ella vofir yfir og mun ekki síst bitna á ásýnd og aðkomu þinghússins. Þekktur er sá áhugi stjórnmálamanna að reisa byggingar sem minnismerki um veru sína og völd. Þessi hugmynd gengur í öfuga átt. Hér væri verið að breyta ásýnd miðborgarinnar og notagildi því þetta stóra græna svæði væri sólríkt og skjólgott og myndi nýtast Reykvíkingum og gestum þeirra með margvíslegum hætti um aldir.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar