Útgerðin getur lagt meira af mörkum Huginn Freyr Þorsteinsson skrifar 5. apríl 2012 06:00 Síðustu 2 til 3 ár hafa verið mjög hagfelld fyrir rekstur flestra sjávarútvegsfyrirtækja þótt afkoma sé nokkuð mismunandi eftir því hvers eðlis þau eru. Ytri aðstæður hafa á heildina litið verið hagfelldar frá árinu 2009. Þrátt fyrir miklar sveiflur á erlendum mörkuðum hefur verð á sjávarafurðum, mælt í erlendri mynt, haldist hátt í flestum afurðaflokkum. Þorskstofninn er á uppleið eftir mögur ár og eins er ástand uppsjávarfiskstofna gott en þar vegur þungt góð makríl- og loðnuveiði. Vegna góðrar afkomu sem og skuldaúrvinnslu margra sjávarútvegsfyrirtækja horfir til betri vegar í skuldamálum sjávarútvegsins. Þannig hefur sjávarútvegurinn skapað sér svigrúm til fjárfestinga og frekari nýsköpunar og markaðssóknar. Árið 2012 mun enn frekar styrkja athafnamöguleika sjávarútvegsins og raunar hagvaxtarhorfur landsins í heild enda gæti það orðið eitt besta ár í íslenskum sjávarútvegi í langan tíma. Þetta skýrist af miklum veiðum á uppsjávarfiski, þar munar mest um loðnu og makríl. Einnig er gert ráð fyrir auknum þorskkvóta og svo áfram háu afurðarverði á flestum sjávarafurðum. Við þessar aðstæður er eðlilegt að gera kröfur til sjávarútvegsins um að hann skili meiru í sameiginlega sjóði landsmanna. Ríkissjóður hefur tekið á sig miklar byrðar eftir hrun við að halda innviðunum í samfélaginu gangandi. Að sama skapi hefur almenningur þurft að þola niðurskurð á opinberri þjónustu, hærri álögur og högg vegna falls krónunnar. Ekki er sanngjarnt að hann taki á sig frekari byrðar. Framkvæmdastjóri Deloitte á Íslandi, sem jafnframt virðist vera eins konar talsmaður útgerðarmanna, telur að þær tillögur sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur sett fram um veiðigjald feli í sér ofurskattlagningu á útgerðina. Ljótt ef satt reynist. Það dró þó verulega úr trúverðugleika fullyrðinga framkvæmdastjórans að í kynningunni var reynt að ýkja upp raunálögur fyrirtækjanna. Meðal þess sem benda má á er að áhrif veiðigjalda á tekjuskattsgreiðslur, þ.e. væntanleg lækkun þeirra, er ekki metin en hún ætti til lengri tíma litið að vera 20% af veiðigjaldinu. Það er allavega ljóst að það myndi að hluta til skýra hversu há niðurstaða Deloitte er. Auk þess er ein meginforsenda þess sem Deloitte gengur út frá að útgerðaraðilar eigi kvótann og eigi þar af leiðandi hagnað af nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar án tillits til þess hve mikið þeir hafa lagt fram. Taka veiðigjalds sé því skattlagning hagnaðar en ekki greiðsla fyrir afnot af auðlindinni jafnvel þótt þjóðin eigi þessa auðlind í raun. Með þessu er þó auðvelt að reikna sig upp í himinhá skatthlutföll. Hið eðlilega væri að líta á veiðigjöldin sem endurgreiðslu á kostnaði og leigu fyrir heimild til nýtingar á eign sem ekki tilheyrir útgerðinni. Ekki kom heldur fram í kynningunni hvort hún væri kostuð af LÍÚ eða útgerðarfyrirtækjum. Slíkt skiptir þó máli enda gæti einhver talið að búið væri að kosta fyrirtækið til áróðursherferðar. Því miður hafa forsvarsmenn útgerða ekki komið með tillögur og rökstuðning fyrir því hvert eðlilegt afgjald af auðlindinni er heldur einbeitt sér að neikvæðum málflutningi. Við núverandi aðstæður er þó ljóst að verulegt svigrúm er fyrir útgerðina að greiða mun meira fyrir afnot sín af auðlindinni. Á sama tíma hefur staða flestra annarra í þjóðfélaginu veikst og því sanngirni í því að dreifa byrðunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðustu 2 til 3 ár hafa verið mjög hagfelld fyrir rekstur flestra sjávarútvegsfyrirtækja þótt afkoma sé nokkuð mismunandi eftir því hvers eðlis þau eru. Ytri aðstæður hafa á heildina litið verið hagfelldar frá árinu 2009. Þrátt fyrir miklar sveiflur á erlendum mörkuðum hefur verð á sjávarafurðum, mælt í erlendri mynt, haldist hátt í flestum afurðaflokkum. Þorskstofninn er á uppleið eftir mögur ár og eins er ástand uppsjávarfiskstofna gott en þar vegur þungt góð makríl- og loðnuveiði. Vegna góðrar afkomu sem og skuldaúrvinnslu margra sjávarútvegsfyrirtækja horfir til betri vegar í skuldamálum sjávarútvegsins. Þannig hefur sjávarútvegurinn skapað sér svigrúm til fjárfestinga og frekari nýsköpunar og markaðssóknar. Árið 2012 mun enn frekar styrkja athafnamöguleika sjávarútvegsins og raunar hagvaxtarhorfur landsins í heild enda gæti það orðið eitt besta ár í íslenskum sjávarútvegi í langan tíma. Þetta skýrist af miklum veiðum á uppsjávarfiski, þar munar mest um loðnu og makríl. Einnig er gert ráð fyrir auknum þorskkvóta og svo áfram háu afurðarverði á flestum sjávarafurðum. Við þessar aðstæður er eðlilegt að gera kröfur til sjávarútvegsins um að hann skili meiru í sameiginlega sjóði landsmanna. Ríkissjóður hefur tekið á sig miklar byrðar eftir hrun við að halda innviðunum í samfélaginu gangandi. Að sama skapi hefur almenningur þurft að þola niðurskurð á opinberri þjónustu, hærri álögur og högg vegna falls krónunnar. Ekki er sanngjarnt að hann taki á sig frekari byrðar. Framkvæmdastjóri Deloitte á Íslandi, sem jafnframt virðist vera eins konar talsmaður útgerðarmanna, telur að þær tillögur sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur sett fram um veiðigjald feli í sér ofurskattlagningu á útgerðina. Ljótt ef satt reynist. Það dró þó verulega úr trúverðugleika fullyrðinga framkvæmdastjórans að í kynningunni var reynt að ýkja upp raunálögur fyrirtækjanna. Meðal þess sem benda má á er að áhrif veiðigjalda á tekjuskattsgreiðslur, þ.e. væntanleg lækkun þeirra, er ekki metin en hún ætti til lengri tíma litið að vera 20% af veiðigjaldinu. Það er allavega ljóst að það myndi að hluta til skýra hversu há niðurstaða Deloitte er. Auk þess er ein meginforsenda þess sem Deloitte gengur út frá að útgerðaraðilar eigi kvótann og eigi þar af leiðandi hagnað af nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar án tillits til þess hve mikið þeir hafa lagt fram. Taka veiðigjalds sé því skattlagning hagnaðar en ekki greiðsla fyrir afnot af auðlindinni jafnvel þótt þjóðin eigi þessa auðlind í raun. Með þessu er þó auðvelt að reikna sig upp í himinhá skatthlutföll. Hið eðlilega væri að líta á veiðigjöldin sem endurgreiðslu á kostnaði og leigu fyrir heimild til nýtingar á eign sem ekki tilheyrir útgerðinni. Ekki kom heldur fram í kynningunni hvort hún væri kostuð af LÍÚ eða útgerðarfyrirtækjum. Slíkt skiptir þó máli enda gæti einhver talið að búið væri að kosta fyrirtækið til áróðursherferðar. Því miður hafa forsvarsmenn útgerða ekki komið með tillögur og rökstuðning fyrir því hvert eðlilegt afgjald af auðlindinni er heldur einbeitt sér að neikvæðum málflutningi. Við núverandi aðstæður er þó ljóst að verulegt svigrúm er fyrir útgerðina að greiða mun meira fyrir afnot sín af auðlindinni. Á sama tíma hefur staða flestra annarra í þjóðfélaginu veikst og því sanngirni í því að dreifa byrðunum.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun