Ríki án þjóða Jón Ormur Halldórsson skrifar 5. apríl 2012 06:00 Sagt er að flest stríð í samtímanum séu borgarastríð. Það er rétt en þetta eru þó ekki einföld sannindi því oftar en ekki eru átök innan samfélaga knúin af hagsmunum utan þeirra. Það hefði til dæmis ekki orðið borgarastríð í Írak án innrásar Bandaríkjanna. Milljónir mannslífa hefðu líka sparast í Kongó ef enginn utan þess volaða lands hefði haft hag af ófriði þar. Áratugastríð í Afganistan hefur líka snúist að miklu leyti um innrás Sovétríkjanna og hernað Vesturlanda. En flest stríð nú á dögum, þó ekki öll, eru að minnsta kosti öðrum þræði stríð á milli hópa sem opinberlega tilheyra sömu þjóðinni.Þúsundir þjóða? En hvað er þjóð? Tilraunir til skilgreiningar á þessu fyrirbæri hafa skilað hugmyndum um að þjóðir jarðar séu þrjú þúsund eða jafnvel fimm þúsund talsins en ríki heims eru tæplega tvö hundruð. Þá gera menn ráð fyrir því að tungumál, menning, trú og saga sameini hópa og greini þá um leið svo skýrt frá öðrum að hópurinn myndi sérstaka einingu. En þá eru líka mörg hundruð þjóðir á Indlandi og sumar þeirra bæði stórar og býsna fjölbreytilegar innbyrðis. Og ekki ófáar í Indónesíu, Kína, Brazilíu eða Rússlandi svo dæmi séu tekin. Afríka væri sjálfsagt heimsálfa þúsund þjóða ef þetta snerist um menningu, uppruna og tungu.Ímyndaðar þjóðir Önnur vel þekkt nálgun er að líta á þjóðir sem ímynduð samfélög með pólitískar kröfur um fullveldi í eigin málum. Þjóð sé þannig hópur sem af einhverjum ástæðum hefur pólitískan skilning á sjálfum sér. Þjóðir eru þá jafn nýtt fyrirbæri og hugtakið þjóð sem er yngra í nútímamerkingu en mönnum er tamt að álíta. Þjóðir eru að þessari hugsun félagslegur tilbúningur sem þjónar pólitískum og efnahagslegum markmiðum. Þær eru því ekki náttúrulegar eða endilega gamlar þótt tilvísanir í þá átt séu oftast nær helsti efniviður réttlætingar á þessum tilbúningi. Dýrustu sameignir þjóðar eru þá væntanlega einhvers konar sameiginlegar ímyndanir um uppruna, samstöðu, skyldleika og sögu viðkomandi hóps.Sjálfsögð ríki? Þótt sumar þjóðir hafi mátt berjast lengi fyrir sínu eigin ríki eru sennilega enn fleiri dæmi um ríki sem hafa þurft að heyja tvísýna baráttu fyrir því að búa til þjóðir í kringum sig. Hundrað og fimmtíu árum eftir stofnun Ítalíu eru til dæmis margir þeirrar skoðunar að Ítalía hafi orðið til fyrir slysni og óheppilegan misskilning og að því verði seint til farsællar tengingar á milli ríkis og almennings í því landi. Frakkland, Bretland og Spánn voru heldur ekki sjálfsögð fyrirbæri, hvað þá Þýskaland. Það er rétt að hafa þetta í huga þegar horft er lengra út í heim.Þjóð í boði NATO Það er ekki ólíklegt að þeir sem ákváðu hvernig haga skyldi hernaði Vesturlanda í Afganistan hafi verið nærri því jafn fákunnandi um sögu Evrópu og þeir voru ljóslega um aðstæður í Afganistan. Þjóðríki Evrópu voru ekki búin til með hervaldi einu saman. Þetta var öllu flóknara. Og tók langan tíma. Hvatar til miðstýringar urðu á endanum sterkari en hvatar til sundrungar. Það sem skipti sköpum var að þróun í bæði efnahagslífi og í hugmyndaheimi Evrópu sneri þyngdarkraftinum miðstýringunni í vil. Hundrað þúsund útlendir hermenn og flóðalda peninga hafa engu slíku áorkað í Afganistan. Kannski þvert á móti hvað hugmyndaheiminn varðar. Fyrir meirihluta Afgana er ríkið í Kabúl ýmist óeiginlegt eða uppspretta vandræða. Veruleikinn er nándarsamfélag þar sem efnahagsleg, pólitísk og hugmyndaleg völd skipast án áhrifa frá fjarlægri höfuðborg. Ríki er tæpast til í Afganistan, hvað þá þjóð. Hvorugt verður til í boði NATO.Útlendar skotgrafir Mörg ríki glíma við sama vanda og stjórnin í Kabúl, flókið púsluspil af þjóðum, tungumálum, menningu, trúarbrögðum og sögu. Þau gera það hins vegar flest án þess að úr verði linnulaus stríð. Munurinn er sá að átakalínur í Afganistan eru að verulegu leyti dregnar utan landsins en ekki innan þess. Víglínur Bandaríkjanna liggja um Afganistan og eru sumpart aðrar en þær sem skapast af aðstæðum í landinu sjálfu. Afganistan þarf ekki á slíkum flækjum að halda á sínu erfiða stefnumóti við nútímann. Frekar en Írak. Eða Pakistan sem verður sífellt óstöðugra og hættulegra ríki vegna stríðsins í Afganistan.Skrítið hlutverk Eftir tíu ára stríð, miklar mannfórnir og tug þúsunda milljarða kostnað er niðurstaðan sú að hlutverk Vesturlanda sé að þjálfa upp afganskan her sem geti barist áfram. Afganistan er raunar eina landið sem sigraði breska heimsveldið, það eina sem sigraði sovéska heimsveldið og eitt fárra sem nær að hrekja það ameríska í burt. Sú niðurstaða að Vesturlönd eigi að kenna Afgönum að berjast bendir til þess að menn hafi alltaf haft heldur þokukenndar hugmyndir um hlutverk NATO í landinu. Sem er raunar augljóst af sögu síðustu ára. Ríkjum gengur ærið misvel að semja saman ólíka hagsmuni og hugmyndaheima í sínum löndum svo úr verði bæði raunverulegt ríki og sæmilega sterklega ímynduð þjóð. Vanþekking og sérhagsmunir útlendinga hjálpa sjaldnast til. Og oft ekki góður vilji heldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sagt er að flest stríð í samtímanum séu borgarastríð. Það er rétt en þetta eru þó ekki einföld sannindi því oftar en ekki eru átök innan samfélaga knúin af hagsmunum utan þeirra. Það hefði til dæmis ekki orðið borgarastríð í Írak án innrásar Bandaríkjanna. Milljónir mannslífa hefðu líka sparast í Kongó ef enginn utan þess volaða lands hefði haft hag af ófriði þar. Áratugastríð í Afganistan hefur líka snúist að miklu leyti um innrás Sovétríkjanna og hernað Vesturlanda. En flest stríð nú á dögum, þó ekki öll, eru að minnsta kosti öðrum þræði stríð á milli hópa sem opinberlega tilheyra sömu þjóðinni.Þúsundir þjóða? En hvað er þjóð? Tilraunir til skilgreiningar á þessu fyrirbæri hafa skilað hugmyndum um að þjóðir jarðar séu þrjú þúsund eða jafnvel fimm þúsund talsins en ríki heims eru tæplega tvö hundruð. Þá gera menn ráð fyrir því að tungumál, menning, trú og saga sameini hópa og greini þá um leið svo skýrt frá öðrum að hópurinn myndi sérstaka einingu. En þá eru líka mörg hundruð þjóðir á Indlandi og sumar þeirra bæði stórar og býsna fjölbreytilegar innbyrðis. Og ekki ófáar í Indónesíu, Kína, Brazilíu eða Rússlandi svo dæmi séu tekin. Afríka væri sjálfsagt heimsálfa þúsund þjóða ef þetta snerist um menningu, uppruna og tungu.Ímyndaðar þjóðir Önnur vel þekkt nálgun er að líta á þjóðir sem ímynduð samfélög með pólitískar kröfur um fullveldi í eigin málum. Þjóð sé þannig hópur sem af einhverjum ástæðum hefur pólitískan skilning á sjálfum sér. Þjóðir eru þá jafn nýtt fyrirbæri og hugtakið þjóð sem er yngra í nútímamerkingu en mönnum er tamt að álíta. Þjóðir eru að þessari hugsun félagslegur tilbúningur sem þjónar pólitískum og efnahagslegum markmiðum. Þær eru því ekki náttúrulegar eða endilega gamlar þótt tilvísanir í þá átt séu oftast nær helsti efniviður réttlætingar á þessum tilbúningi. Dýrustu sameignir þjóðar eru þá væntanlega einhvers konar sameiginlegar ímyndanir um uppruna, samstöðu, skyldleika og sögu viðkomandi hóps.Sjálfsögð ríki? Þótt sumar þjóðir hafi mátt berjast lengi fyrir sínu eigin ríki eru sennilega enn fleiri dæmi um ríki sem hafa þurft að heyja tvísýna baráttu fyrir því að búa til þjóðir í kringum sig. Hundrað og fimmtíu árum eftir stofnun Ítalíu eru til dæmis margir þeirrar skoðunar að Ítalía hafi orðið til fyrir slysni og óheppilegan misskilning og að því verði seint til farsællar tengingar á milli ríkis og almennings í því landi. Frakkland, Bretland og Spánn voru heldur ekki sjálfsögð fyrirbæri, hvað þá Þýskaland. Það er rétt að hafa þetta í huga þegar horft er lengra út í heim.Þjóð í boði NATO Það er ekki ólíklegt að þeir sem ákváðu hvernig haga skyldi hernaði Vesturlanda í Afganistan hafi verið nærri því jafn fákunnandi um sögu Evrópu og þeir voru ljóslega um aðstæður í Afganistan. Þjóðríki Evrópu voru ekki búin til með hervaldi einu saman. Þetta var öllu flóknara. Og tók langan tíma. Hvatar til miðstýringar urðu á endanum sterkari en hvatar til sundrungar. Það sem skipti sköpum var að þróun í bæði efnahagslífi og í hugmyndaheimi Evrópu sneri þyngdarkraftinum miðstýringunni í vil. Hundrað þúsund útlendir hermenn og flóðalda peninga hafa engu slíku áorkað í Afganistan. Kannski þvert á móti hvað hugmyndaheiminn varðar. Fyrir meirihluta Afgana er ríkið í Kabúl ýmist óeiginlegt eða uppspretta vandræða. Veruleikinn er nándarsamfélag þar sem efnahagsleg, pólitísk og hugmyndaleg völd skipast án áhrifa frá fjarlægri höfuðborg. Ríki er tæpast til í Afganistan, hvað þá þjóð. Hvorugt verður til í boði NATO.Útlendar skotgrafir Mörg ríki glíma við sama vanda og stjórnin í Kabúl, flókið púsluspil af þjóðum, tungumálum, menningu, trúarbrögðum og sögu. Þau gera það hins vegar flest án þess að úr verði linnulaus stríð. Munurinn er sá að átakalínur í Afganistan eru að verulegu leyti dregnar utan landsins en ekki innan þess. Víglínur Bandaríkjanna liggja um Afganistan og eru sumpart aðrar en þær sem skapast af aðstæðum í landinu sjálfu. Afganistan þarf ekki á slíkum flækjum að halda á sínu erfiða stefnumóti við nútímann. Frekar en Írak. Eða Pakistan sem verður sífellt óstöðugra og hættulegra ríki vegna stríðsins í Afganistan.Skrítið hlutverk Eftir tíu ára stríð, miklar mannfórnir og tug þúsunda milljarða kostnað er niðurstaðan sú að hlutverk Vesturlanda sé að þjálfa upp afganskan her sem geti barist áfram. Afganistan er raunar eina landið sem sigraði breska heimsveldið, það eina sem sigraði sovéska heimsveldið og eitt fárra sem nær að hrekja það ameríska í burt. Sú niðurstaða að Vesturlönd eigi að kenna Afgönum að berjast bendir til þess að menn hafi alltaf haft heldur þokukenndar hugmyndir um hlutverk NATO í landinu. Sem er raunar augljóst af sögu síðustu ára. Ríkjum gengur ærið misvel að semja saman ólíka hagsmuni og hugmyndaheima í sínum löndum svo úr verði bæði raunverulegt ríki og sæmilega sterklega ímynduð þjóð. Vanþekking og sérhagsmunir útlendinga hjálpa sjaldnast til. Og oft ekki góður vilji heldur.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun