Hvað er Sahel? Stefán Ingi Stefánsson skrifar 3. apríl 2012 06:00 Daginn sem Snæfríður Emilía komst til læknis var hún aðframkomin. Bústnar kinnarnar voru orðnar innfallnar, hendurnar beinaberar. Foreldrarnir þekktu vart lengur tveggja ára gömlu stúlkuna sína. Hvað yrði um barnið þeirra? En kraftaverkin gerast enn. Fjórum vikum eftir að fislétt stúlka var lögð í hvítmálað rúm hafði hún þyngst vel og var farin að brosa. Tveimur mánuðum síðar var hún orðin eins og hún átti að sér að vera. Foreldrarnir önduðu léttar. Síðan litu þeir eitt andartak ringlaðir hvor á annan. Ef dóttir þeirra hefði ekki fengið meðhöndlun hefði hún veslast upp og dáið. Það skal nú upplýst að Snæfríður Emilía heitir í raun og sanni Fatíma. Hún á ekki heima í Grafarvogi eða Grundarfirði heldur í Tsjad. Slæmu fréttirnar eru að þessar vikur eru mörg börn í Tsjad í sömu stöðu og hún var – bráðavannærð. Góðu fréttirnar eru að það er mögulegt að hjálpa þeim. Vannærð börn þurfa alls ekki að láta lífið. Leiðir til að koma í veg fyrir það eru vel þekktar og UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, notar þær á hverjum einasta degi. Vítamínbætt og orkuríkt jarðhnetumauk, svokallað „plumpy-nut“, er meðal þess sem gerir kraftaverk fyrir börn eins og Fatímu. Þrír pakkar á dag, ásamt hreinu vatni, þurrmjólkurblöndum, saltupplausnum og lyfjum ef þess þarf – og meiri hluti barna nær sér á einungis fáeinum vikum. Í dag hringir UNICEF viðvörunarbjöllum um allan heim og biður fólk að beina sjónum að einu fátækasta svæði veraldar: Sahel-svæðinu í Vestur- og Mið-Afríku. Þar hefur hættuástand skapast. Miklir þurrkar valda búsifjum í átta ríkjum, uppskera hefur brugðist, skepnur drepist og vatnsból þornað. Ung börn eru iðulega fyrri til að veikjast en fullorðnir – og fljótari að falla. UNICEF er á staðnum og metur það svo að ein milljón ungra barna eigi á hættu að látast af völdum alvarlegrar bráðavannæringar. En það þarf ekki að gerast. Í dag hefst neyðarsöfnun UNICEF fyrir Sahel. Allt starf samtakanna – stærstu barnahjálparsamtaka heims – er rekið með frjálsum framlögum. Á síðunni www.unicef.is má leggja söfnun UNICEF á Íslandi lið. Framlag þitt skiptir máli. Saman getum við komið þúsundum barna til hjálpar á næstu vikum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Daginn sem Snæfríður Emilía komst til læknis var hún aðframkomin. Bústnar kinnarnar voru orðnar innfallnar, hendurnar beinaberar. Foreldrarnir þekktu vart lengur tveggja ára gömlu stúlkuna sína. Hvað yrði um barnið þeirra? En kraftaverkin gerast enn. Fjórum vikum eftir að fislétt stúlka var lögð í hvítmálað rúm hafði hún þyngst vel og var farin að brosa. Tveimur mánuðum síðar var hún orðin eins og hún átti að sér að vera. Foreldrarnir önduðu léttar. Síðan litu þeir eitt andartak ringlaðir hvor á annan. Ef dóttir þeirra hefði ekki fengið meðhöndlun hefði hún veslast upp og dáið. Það skal nú upplýst að Snæfríður Emilía heitir í raun og sanni Fatíma. Hún á ekki heima í Grafarvogi eða Grundarfirði heldur í Tsjad. Slæmu fréttirnar eru að þessar vikur eru mörg börn í Tsjad í sömu stöðu og hún var – bráðavannærð. Góðu fréttirnar eru að það er mögulegt að hjálpa þeim. Vannærð börn þurfa alls ekki að láta lífið. Leiðir til að koma í veg fyrir það eru vel þekktar og UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, notar þær á hverjum einasta degi. Vítamínbætt og orkuríkt jarðhnetumauk, svokallað „plumpy-nut“, er meðal þess sem gerir kraftaverk fyrir börn eins og Fatímu. Þrír pakkar á dag, ásamt hreinu vatni, þurrmjólkurblöndum, saltupplausnum og lyfjum ef þess þarf – og meiri hluti barna nær sér á einungis fáeinum vikum. Í dag hringir UNICEF viðvörunarbjöllum um allan heim og biður fólk að beina sjónum að einu fátækasta svæði veraldar: Sahel-svæðinu í Vestur- og Mið-Afríku. Þar hefur hættuástand skapast. Miklir þurrkar valda búsifjum í átta ríkjum, uppskera hefur brugðist, skepnur drepist og vatnsból þornað. Ung börn eru iðulega fyrri til að veikjast en fullorðnir – og fljótari að falla. UNICEF er á staðnum og metur það svo að ein milljón ungra barna eigi á hættu að látast af völdum alvarlegrar bráðavannæringar. En það þarf ekki að gerast. Í dag hefst neyðarsöfnun UNICEF fyrir Sahel. Allt starf samtakanna – stærstu barnahjálparsamtaka heims – er rekið með frjálsum framlögum. Á síðunni www.unicef.is má leggja söfnun UNICEF á Íslandi lið. Framlag þitt skiptir máli. Saman getum við komið þúsundum barna til hjálpar á næstu vikum.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun